Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 3. desember 2025 12:47 Það þarf engin áföll eða krísur til að reka Reykjavíkurborg af ábyrgð. Það þarf bara heilbrigðan, stöðugan rekstur og kjark til að taka ákvarðanir sem hafa áhrif til langs tíma. Þess vegna furðaði það mig í gær, að heyra borgarstjóra tala í borgarstjórn eins og allar tillögur um aðhald og sölu eigna séu viðbrögð við einhverju neyðarástandi. Þær eru það ekki. Þær eru einfaldlega skynsamlegar og nauðsynlegar ákvarðanir sem góð stjórnsýsla krefst. Við í Viðreisn höfum árum saman lagt fram tillögur sem eru skynsamar, framkvæmanlegar og fjárhagslega ábyrgar, án þess að þurfa blaðamannafundi eða glitrandi glærusýningar til að styðja við þær. Við leggjum til lausnir sem hægt er að hrinda í framkvæmd strax og skapa raunverulegt svigrúm til að bæta þjónustu við borgarbúa. Það er okkar hlutverk. Við erum ekki lögst í kosningabaráttu, við viljum sýna ábyrgð og stilla af rekstur borgarinnar til langrar framtíðar. 20 milljarðar skipta máli Breytingartillögur okkar við fjárhagsáætlun sýna svart á hvítu að hægt er að ná fram allt að 20 milljarða króna áhrifum á fimm ára tímabili. Þar af: 10 milljarðar króna í lægri rekstrarkostnaði, 10 milljarðar króna í söluhagnað sem geta lækkað skuldir, sem skapar rými til fjárfestinga án vaxtakostnaðar. Þetta er ekki flókið. Þetta er bara ábyrg fjármálastjórn. Við leggjum til sölu eigna sem borgin þarf ekki að eiga, því Reykjavíkurborg á ekki að vera föst í rekstri sem einkaaðilar sinna betur. Með því losum við borgina undan viðhaldskostnaði, fáum einskiptistekjur fyrir söluna og getum sett fjármagn í leikskóla, samgöngur og innviðauppbyggingu. Að lækka miðlægan kostnað er lágmark Þrátt fyrir að margir tali um aðhald eru fáir reiðubúnir að framkvæma það. Í Reykjavík er launahlutfall miðlægrar stjórnsýslu af heildarlaunahlutfalli 8%, sem er yfir landsmeðaltali. Þetta eru störf sem eru ekki í framlínunni, ekki í beinni þjónustu við íbúa. Þessi prósenta á að vera 6% á mínu mati. Að ná því markmiði myndi lækka kostnað um 2,7 milljarða króna á ársgrundvelli, eða um 10 milljarða á fimm árum. Þetta er raunhæft, framkvæmanlegt og byggt á gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það sem vantar er kjarkur. Pólitíkin er íhaldssöm, kerfislæg og of oft hrædd við að taka á því sem þarf. Þessi tvö prósent eru táknræn fyrir stærra vandamál. Kerfið vex og vex án þess að spurt sé hvort það sé að skila betri þjónustu. Við í Viðreisn viljum snúa þessu við. Einfaldar, skýrar og framkvæmanlegar aðgerðir Tillögur okkar eru fimm og allar byggðar á reynslu og gagnreyndum rekstrarreglum: Lækka miðlæga stjórnsýslu í 6% sem sparar tæplega 10 milljarða á fimm árum. Leggja niður mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu frá júní 2026. Sparar 1,2 milljarða á tímabilinu. Selja Malbikunarstöðina Höfða. Söluhagnaður áætlaður 2–2,5 milljarðar. Selja fasteignir sem borgin á ekki að eiga s.s.Tjarnargötu 20, Lindargötu 51 og Iðnó; söluhagnaður áætlaður um 1–1,2 milljarðar. Selja bílastæðahús borgarinnar, áætlaður söluhagnaður 5,8–6,6 milljarðar. Allt eru þetta eðlilegar, ábyrgar tillögur sem myndu bæta rekstur borgarinnar án þess að skerða þjónustu. Þvert á móti myndu þær skapa rými til að efla hana. Kjarkur skiptir máli Ég hvet borgarstjórn til dáða. Nú er tíminn til að sýna kjark, halda fókus og standa við stóru orðin sem gjarnan eru sögð í kosningabaráttu. Það er auðvelt að vera stór í orði. Það er erfiðara að vera stór í verki. Við í Viðreisn erum tilbúin að stíga þessi skref með heiðarleika og ábyrgð. Við hlökkum til kosningabaráttunnar en þangað til munum við einbeita okkur að því sem skiptir máli, að Reykjavíkurborg sé rekin af skynsemi, ábyrgð og virðingu fyrir skattfé borgarbúa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Sjá meira
Það þarf engin áföll eða krísur til að reka Reykjavíkurborg af ábyrgð. Það þarf bara heilbrigðan, stöðugan rekstur og kjark til að taka ákvarðanir sem hafa áhrif til langs tíma. Þess vegna furðaði það mig í gær, að heyra borgarstjóra tala í borgarstjórn eins og allar tillögur um aðhald og sölu eigna séu viðbrögð við einhverju neyðarástandi. Þær eru það ekki. Þær eru einfaldlega skynsamlegar og nauðsynlegar ákvarðanir sem góð stjórnsýsla krefst. Við í Viðreisn höfum árum saman lagt fram tillögur sem eru skynsamar, framkvæmanlegar og fjárhagslega ábyrgar, án þess að þurfa blaðamannafundi eða glitrandi glærusýningar til að styðja við þær. Við leggjum til lausnir sem hægt er að hrinda í framkvæmd strax og skapa raunverulegt svigrúm til að bæta þjónustu við borgarbúa. Það er okkar hlutverk. Við erum ekki lögst í kosningabaráttu, við viljum sýna ábyrgð og stilla af rekstur borgarinnar til langrar framtíðar. 20 milljarðar skipta máli Breytingartillögur okkar við fjárhagsáætlun sýna svart á hvítu að hægt er að ná fram allt að 20 milljarða króna áhrifum á fimm ára tímabili. Þar af: 10 milljarðar króna í lægri rekstrarkostnaði, 10 milljarðar króna í söluhagnað sem geta lækkað skuldir, sem skapar rými til fjárfestinga án vaxtakostnaðar. Þetta er ekki flókið. Þetta er bara ábyrg fjármálastjórn. Við leggjum til sölu eigna sem borgin þarf ekki að eiga, því Reykjavíkurborg á ekki að vera föst í rekstri sem einkaaðilar sinna betur. Með því losum við borgina undan viðhaldskostnaði, fáum einskiptistekjur fyrir söluna og getum sett fjármagn í leikskóla, samgöngur og innviðauppbyggingu. Að lækka miðlægan kostnað er lágmark Þrátt fyrir að margir tali um aðhald eru fáir reiðubúnir að framkvæma það. Í Reykjavík er launahlutfall miðlægrar stjórnsýslu af heildarlaunahlutfalli 8%, sem er yfir landsmeðaltali. Þetta eru störf sem eru ekki í framlínunni, ekki í beinni þjónustu við íbúa. Þessi prósenta á að vera 6% á mínu mati. Að ná því markmiði myndi lækka kostnað um 2,7 milljarða króna á ársgrundvelli, eða um 10 milljarða á fimm árum. Þetta er raunhæft, framkvæmanlegt og byggt á gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það sem vantar er kjarkur. Pólitíkin er íhaldssöm, kerfislæg og of oft hrædd við að taka á því sem þarf. Þessi tvö prósent eru táknræn fyrir stærra vandamál. Kerfið vex og vex án þess að spurt sé hvort það sé að skila betri þjónustu. Við í Viðreisn viljum snúa þessu við. Einfaldar, skýrar og framkvæmanlegar aðgerðir Tillögur okkar eru fimm og allar byggðar á reynslu og gagnreyndum rekstrarreglum: Lækka miðlæga stjórnsýslu í 6% sem sparar tæplega 10 milljarða á fimm árum. Leggja niður mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu frá júní 2026. Sparar 1,2 milljarða á tímabilinu. Selja Malbikunarstöðina Höfða. Söluhagnaður áætlaður 2–2,5 milljarðar. Selja fasteignir sem borgin á ekki að eiga s.s.Tjarnargötu 20, Lindargötu 51 og Iðnó; söluhagnaður áætlaður um 1–1,2 milljarðar. Selja bílastæðahús borgarinnar, áætlaður söluhagnaður 5,8–6,6 milljarðar. Allt eru þetta eðlilegar, ábyrgar tillögur sem myndu bæta rekstur borgarinnar án þess að skerða þjónustu. Þvert á móti myndu þær skapa rými til að efla hana. Kjarkur skiptir máli Ég hvet borgarstjórn til dáða. Nú er tíminn til að sýna kjark, halda fókus og standa við stóru orðin sem gjarnan eru sögð í kosningabaráttu. Það er auðvelt að vera stór í orði. Það er erfiðara að vera stór í verki. Við í Viðreisn erum tilbúin að stíga þessi skref með heiðarleika og ábyrgð. Við hlökkum til kosningabaráttunnar en þangað til munum við einbeita okkur að því sem skiptir máli, að Reykjavíkurborg sé rekin af skynsemi, ábyrgð og virðingu fyrir skattfé borgarbúa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun