Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 3. desember 2025 12:47 Það þarf engin áföll eða krísur til að reka Reykjavíkurborg af ábyrgð. Það þarf bara heilbrigðan, stöðugan rekstur og kjark til að taka ákvarðanir sem hafa áhrif til langs tíma. Þess vegna furðaði það mig í gær, að heyra borgarstjóra tala í borgarstjórn eins og allar tillögur um aðhald og sölu eigna séu viðbrögð við einhverju neyðarástandi. Þær eru það ekki. Þær eru einfaldlega skynsamlegar og nauðsynlegar ákvarðanir sem góð stjórnsýsla krefst. Við í Viðreisn höfum árum saman lagt fram tillögur sem eru skynsamar, framkvæmanlegar og fjárhagslega ábyrgar, án þess að þurfa blaðamannafundi eða glitrandi glærusýningar til að styðja við þær. Við leggjum til lausnir sem hægt er að hrinda í framkvæmd strax og skapa raunverulegt svigrúm til að bæta þjónustu við borgarbúa. Það er okkar hlutverk. Við erum ekki lögst í kosningabaráttu, við viljum sýna ábyrgð og stilla af rekstur borgarinnar til langrar framtíðar. 20 milljarðar skipta máli Breytingartillögur okkar við fjárhagsáætlun sýna svart á hvítu að hægt er að ná fram allt að 20 milljarða króna áhrifum á fimm ára tímabili. Þar af: 10 milljarðar króna í lægri rekstrarkostnaði, 10 milljarðar króna í söluhagnað sem geta lækkað skuldir, sem skapar rými til fjárfestinga án vaxtakostnaðar. Þetta er ekki flókið. Þetta er bara ábyrg fjármálastjórn. Við leggjum til sölu eigna sem borgin þarf ekki að eiga, því Reykjavíkurborg á ekki að vera föst í rekstri sem einkaaðilar sinna betur. Með því losum við borgina undan viðhaldskostnaði, fáum einskiptistekjur fyrir söluna og getum sett fjármagn í leikskóla, samgöngur og innviðauppbyggingu. Að lækka miðlægan kostnað er lágmark Þrátt fyrir að margir tali um aðhald eru fáir reiðubúnir að framkvæma það. Í Reykjavík er launahlutfall miðlægrar stjórnsýslu af heildarlaunahlutfalli 8%, sem er yfir landsmeðaltali. Þetta eru störf sem eru ekki í framlínunni, ekki í beinni þjónustu við íbúa. Þessi prósenta á að vera 6% á mínu mati. Að ná því markmiði myndi lækka kostnað um 2,7 milljarða króna á ársgrundvelli, eða um 10 milljarða á fimm árum. Þetta er raunhæft, framkvæmanlegt og byggt á gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það sem vantar er kjarkur. Pólitíkin er íhaldssöm, kerfislæg og of oft hrædd við að taka á því sem þarf. Þessi tvö prósent eru táknræn fyrir stærra vandamál. Kerfið vex og vex án þess að spurt sé hvort það sé að skila betri þjónustu. Við í Viðreisn viljum snúa þessu við. Einfaldar, skýrar og framkvæmanlegar aðgerðir Tillögur okkar eru fimm og allar byggðar á reynslu og gagnreyndum rekstrarreglum: Lækka miðlæga stjórnsýslu í 6% sem sparar tæplega 10 milljarða á fimm árum. Leggja niður mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu frá júní 2026. Sparar 1,2 milljarða á tímabilinu. Selja Malbikunarstöðina Höfða. Söluhagnaður áætlaður 2–2,5 milljarðar. Selja fasteignir sem borgin á ekki að eiga s.s.Tjarnargötu 20, Lindargötu 51 og Iðnó; söluhagnaður áætlaður um 1–1,2 milljarðar. Selja bílastæðahús borgarinnar, áætlaður söluhagnaður 5,8–6,6 milljarðar. Allt eru þetta eðlilegar, ábyrgar tillögur sem myndu bæta rekstur borgarinnar án þess að skerða þjónustu. Þvert á móti myndu þær skapa rými til að efla hana. Kjarkur skiptir máli Ég hvet borgarstjórn til dáða. Nú er tíminn til að sýna kjark, halda fókus og standa við stóru orðin sem gjarnan eru sögð í kosningabaráttu. Það er auðvelt að vera stór í orði. Það er erfiðara að vera stór í verki. Við í Viðreisn erum tilbúin að stíga þessi skref með heiðarleika og ábyrgð. Við hlökkum til kosningabaráttunnar en þangað til munum við einbeita okkur að því sem skiptir máli, að Reykjavíkurborg sé rekin af skynsemi, ábyrgð og virðingu fyrir skattfé borgarbúa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf engin áföll eða krísur til að reka Reykjavíkurborg af ábyrgð. Það þarf bara heilbrigðan, stöðugan rekstur og kjark til að taka ákvarðanir sem hafa áhrif til langs tíma. Þess vegna furðaði það mig í gær, að heyra borgarstjóra tala í borgarstjórn eins og allar tillögur um aðhald og sölu eigna séu viðbrögð við einhverju neyðarástandi. Þær eru það ekki. Þær eru einfaldlega skynsamlegar og nauðsynlegar ákvarðanir sem góð stjórnsýsla krefst. Við í Viðreisn höfum árum saman lagt fram tillögur sem eru skynsamar, framkvæmanlegar og fjárhagslega ábyrgar, án þess að þurfa blaðamannafundi eða glitrandi glærusýningar til að styðja við þær. Við leggjum til lausnir sem hægt er að hrinda í framkvæmd strax og skapa raunverulegt svigrúm til að bæta þjónustu við borgarbúa. Það er okkar hlutverk. Við erum ekki lögst í kosningabaráttu, við viljum sýna ábyrgð og stilla af rekstur borgarinnar til langrar framtíðar. 20 milljarðar skipta máli Breytingartillögur okkar við fjárhagsáætlun sýna svart á hvítu að hægt er að ná fram allt að 20 milljarða króna áhrifum á fimm ára tímabili. Þar af: 10 milljarðar króna í lægri rekstrarkostnaði, 10 milljarðar króna í söluhagnað sem geta lækkað skuldir, sem skapar rými til fjárfestinga án vaxtakostnaðar. Þetta er ekki flókið. Þetta er bara ábyrg fjármálastjórn. Við leggjum til sölu eigna sem borgin þarf ekki að eiga, því Reykjavíkurborg á ekki að vera föst í rekstri sem einkaaðilar sinna betur. Með því losum við borgina undan viðhaldskostnaði, fáum einskiptistekjur fyrir söluna og getum sett fjármagn í leikskóla, samgöngur og innviðauppbyggingu. Að lækka miðlægan kostnað er lágmark Þrátt fyrir að margir tali um aðhald eru fáir reiðubúnir að framkvæma það. Í Reykjavík er launahlutfall miðlægrar stjórnsýslu af heildarlaunahlutfalli 8%, sem er yfir landsmeðaltali. Þetta eru störf sem eru ekki í framlínunni, ekki í beinni þjónustu við íbúa. Þessi prósenta á að vera 6% á mínu mati. Að ná því markmiði myndi lækka kostnað um 2,7 milljarða króna á ársgrundvelli, eða um 10 milljarða á fimm árum. Þetta er raunhæft, framkvæmanlegt og byggt á gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það sem vantar er kjarkur. Pólitíkin er íhaldssöm, kerfislæg og of oft hrædd við að taka á því sem þarf. Þessi tvö prósent eru táknræn fyrir stærra vandamál. Kerfið vex og vex án þess að spurt sé hvort það sé að skila betri þjónustu. Við í Viðreisn viljum snúa þessu við. Einfaldar, skýrar og framkvæmanlegar aðgerðir Tillögur okkar eru fimm og allar byggðar á reynslu og gagnreyndum rekstrarreglum: Lækka miðlæga stjórnsýslu í 6% sem sparar tæplega 10 milljarða á fimm árum. Leggja niður mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu frá júní 2026. Sparar 1,2 milljarða á tímabilinu. Selja Malbikunarstöðina Höfða. Söluhagnaður áætlaður 2–2,5 milljarðar. Selja fasteignir sem borgin á ekki að eiga s.s.Tjarnargötu 20, Lindargötu 51 og Iðnó; söluhagnaður áætlaður um 1–1,2 milljarðar. Selja bílastæðahús borgarinnar, áætlaður söluhagnaður 5,8–6,6 milljarðar. Allt eru þetta eðlilegar, ábyrgar tillögur sem myndu bæta rekstur borgarinnar án þess að skerða þjónustu. Þvert á móti myndu þær skapa rými til að efla hana. Kjarkur skiptir máli Ég hvet borgarstjórn til dáða. Nú er tíminn til að sýna kjark, halda fókus og standa við stóru orðin sem gjarnan eru sögð í kosningabaráttu. Það er auðvelt að vera stór í orði. Það er erfiðara að vera stór í verki. Við í Viðreisn erum tilbúin að stíga þessi skref með heiðarleika og ábyrgð. Við hlökkum til kosningabaráttunnar en þangað til munum við einbeita okkur að því sem skiptir máli, að Reykjavíkurborg sé rekin af skynsemi, ábyrgð og virðingu fyrir skattfé borgarbúa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun