Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 2. desember 2025 07:47 Á dögunum lagði Evrópusambandið verndartolla á iðnað frá EES-löndunum Íslandi og Noregi. Þjóðir sem eru ekki aðeins nánustu vinaþjóðir þeirra, heldur eru hluti af innri markaði sambandsins gegnum EES-samninginn. Tollar ESB voru yfirvofandi í 11 mánuði, u.þ.b. allan starfstíma ríkisstjórnarinnar. En þrátt fyrir tíðar heimsóknir til Brussel og útsýnisferðir um landið með helstu ráðamenn ESB, var þetta niðurstaðan. Aðgerðin er skýrt brot á EES-samningnum og við sjálfstæðismenn munum fylgja því fast á eftir að við sækjum rétt okkar gagnvart ESB. Óprúttnir stjórnmálamenn, sem voru þó í stafni þegar þessi ákvörðun skellur á okkur, hafa m.a. sakað stjórnarandstöðuna um að grafa undan EES-samningnum. Því finn ég mig knúna til að benda á hið augljósa. Á Íslandi er ríkisstjórn sem grefur undan EES-samningnum hvern dag sem hún situr. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur sett aðild að ESB aftur á dagskrá. Forsætisráðherra og helstu ráðamenn þjóðarinnar vilja að Ísland gangi í ESB. Og hvað verður um EES-samninginn ef sú vegferð verður farin? Embættismönnunum í Brussel er þetta fullljóst. Viðsemjendur þeirra eru stjórnmálamenn sem vilja segja upp EES-samningnum og ganga í ESB. Eins og fulltrúi ESB benti okkur Íslendingum á á fundi í Strasbourg á dögunum, hefur viðlíka framkoma ekki hent okkur allan samningstímann. Er tímasetningin þá tilviljun? Eftir að ESB beitti Ísland þessum órétti, hvatti ég til þess að utanríkisráðherra skrifaði ekki undir frekari samninga eða yfirlýsingar við ESB. Það væru röng skilaboð við þessar aðstæður. Hún tilkynnti svo um að undirritun varnarsamkomulags við ESB yrði frestað. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum velt því upp að við þurfum að hugsa vel og vandlega um næstu skref í EES-samstarfinu, umgjörðina um okkar mikilvægast viðskiptasamning. Þar skipta tímasetningar miklu máli. Vonandi getum við átt yfirvegað samtal um það á vettvangi stjórnmálanna, en það má öllum vera það fullljóst hverjir það eru sem vilja út úr EES. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir EES-samningurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum lagði Evrópusambandið verndartolla á iðnað frá EES-löndunum Íslandi og Noregi. Þjóðir sem eru ekki aðeins nánustu vinaþjóðir þeirra, heldur eru hluti af innri markaði sambandsins gegnum EES-samninginn. Tollar ESB voru yfirvofandi í 11 mánuði, u.þ.b. allan starfstíma ríkisstjórnarinnar. En þrátt fyrir tíðar heimsóknir til Brussel og útsýnisferðir um landið með helstu ráðamenn ESB, var þetta niðurstaðan. Aðgerðin er skýrt brot á EES-samningnum og við sjálfstæðismenn munum fylgja því fast á eftir að við sækjum rétt okkar gagnvart ESB. Óprúttnir stjórnmálamenn, sem voru þó í stafni þegar þessi ákvörðun skellur á okkur, hafa m.a. sakað stjórnarandstöðuna um að grafa undan EES-samningnum. Því finn ég mig knúna til að benda á hið augljósa. Á Íslandi er ríkisstjórn sem grefur undan EES-samningnum hvern dag sem hún situr. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur sett aðild að ESB aftur á dagskrá. Forsætisráðherra og helstu ráðamenn þjóðarinnar vilja að Ísland gangi í ESB. Og hvað verður um EES-samninginn ef sú vegferð verður farin? Embættismönnunum í Brussel er þetta fullljóst. Viðsemjendur þeirra eru stjórnmálamenn sem vilja segja upp EES-samningnum og ganga í ESB. Eins og fulltrúi ESB benti okkur Íslendingum á á fundi í Strasbourg á dögunum, hefur viðlíka framkoma ekki hent okkur allan samningstímann. Er tímasetningin þá tilviljun? Eftir að ESB beitti Ísland þessum órétti, hvatti ég til þess að utanríkisráðherra skrifaði ekki undir frekari samninga eða yfirlýsingar við ESB. Það væru röng skilaboð við þessar aðstæður. Hún tilkynnti svo um að undirritun varnarsamkomulags við ESB yrði frestað. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum velt því upp að við þurfum að hugsa vel og vandlega um næstu skref í EES-samstarfinu, umgjörðina um okkar mikilvægast viðskiptasamning. Þar skipta tímasetningar miklu máli. Vonandi getum við átt yfirvegað samtal um það á vettvangi stjórnmálanna, en það má öllum vera það fullljóst hverjir það eru sem vilja út úr EES. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun