Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir og Íris Björk Ágústsdóttir skrifa 2. desember 2025 08:30 Árið 2021 urðu ákveðin tímamót þegar Alþingi samþykkti samhljóða frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og stafrænt kynferðisofbeldi var gert refsivert hér á landi. En þó tímabær væri hefur löggjöfin síðan þá ekki getað haldið í við hraða tækninnar. Internetið hefur opnað á óendanlegar leiðir til tengsla, tjáningar og efnisdreifingar, og á sama tíma orðið frjósamur jarðvegur fyrir kynbundið ofbeldi. Með tilkomu gervigreindar og djúpfölsunar (e. deepfake) hefur stafrænt ofbeldi stökkbreyst úr því að felast í hefndarklámi og dreifingu á efni án leyfis og tekið á sig nýja mynd. Í dag getur fólk dreift myndum sem voru aldrei til - sem nú er hægt að búa til. Samkvæmt UN Women skortir 1,8 milljarða kvenna og stúlkna lagalega vernd gegn stafrænu áreiti og öðrum tegundum af tæknitengdu ofbeldi. Þess vegna hafa félagasamtök og hagsmunaöfl tekið höndum saman og efnt til 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi með áherslu á stafrænt kynferðisofbeldi. Gervigreind og djúpfölsun hefur gert gerendum kleift að beita nýjum aðferðum; gerast stafrænir eltihrellar, áreita og beita hótunum um nauðgun, ofbeldi og morð á samfélagsmiðlum og falsa kynferðislegt myndefni. Ungar stúlkur og konur eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynferðislegri misnotkun og einelti á netinu. Við vitum að afleiðingar stafræns ofbeldis eru margvíslegar og alvarlegar, og að það getur leitt til líkamlegs ofbeldis, brotthvarfs úr námi og sjálfsvíga. Þrátt fyrir þetta veldur skortur á samræmdri gagnasöfnun því að umfang vandans er í raun vanmetið, en þau gögn sem liggja fyrir nægja til að sýna að það er gríðarlegt. Þessi þróun snertir háskólasamfélagið beint. Stúdentar eru á tímamótum í lífi sínu: í óðaönn við að leggja grunninn að starfsferli, lífi og framtíð. Stafrænt áreiti og ofbeldi getur haft varanlegar afleiðingar á námsframvindu, starfsframa og andlega heilsu ungra kvenna, sem eru meirihluti háskólanema. Það er okkar allra að bregðast við þessum vanda en háskólasamfélagið gegnir lykilhlutverki í því að ná utan um þennan glænýja veruleika, sem þróast á ógnarhraða, og bregðast við. Istanbúlsamningurinn, fyrsti heildræni samningurinn um baráttuna gegn ofbeldi í garð kvenna, kveður skýrt á um forvarnir, vernd og samræmda stefnumótun. Þessar skyldur hvíla ekki aðeins á ríkjum, heldur einnig á stofnunum og þar á meðal háskólum. Ábyrgðin er sameiginleg. Það er stjórnvalda að tryggja skýran lagaramma, virkt eftirlit, rannsóknir og fjármögnun. Háskóla að innleiða skýrt verklag, aðgengileg tilkynningakerfi, fræðslu og gagnaöflun. Stúdentafélaga að vera virkir þátttakendur í forvörnum, vitundarvakningu, stuðningi og stefnumótun. Stafrænt kynbundið ofbeldi er ekki nýr vandi, heldur margfölduð útgáfa af viðvarandi vanda á nýjum vettvangi. Við brugðumst ekki nógu hratt við þegar internetið og samfélagsmiðlar komu fyrst til sögunnar, og við megum ekki endurtaka sömu mistök núna. Því er áríðandi að gera framleiðslu djúpfalsaðra nektarmynda ólöglega alveg eins og afritun og dreifingu þeirra - því tæknin hleypur hratt, og við verðum að hlaupa hraðar. Höfundar eru forseti og jafnréttisfulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni „Ending Digital Violence Against All Women and Girls“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynbundið ofbeldi Sameinuðu þjóðirnar Stafrænt ofbeldi Mest lesið Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Sjá meira
Árið 2021 urðu ákveðin tímamót þegar Alþingi samþykkti samhljóða frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og stafrænt kynferðisofbeldi var gert refsivert hér á landi. En þó tímabær væri hefur löggjöfin síðan þá ekki getað haldið í við hraða tækninnar. Internetið hefur opnað á óendanlegar leiðir til tengsla, tjáningar og efnisdreifingar, og á sama tíma orðið frjósamur jarðvegur fyrir kynbundið ofbeldi. Með tilkomu gervigreindar og djúpfölsunar (e. deepfake) hefur stafrænt ofbeldi stökkbreyst úr því að felast í hefndarklámi og dreifingu á efni án leyfis og tekið á sig nýja mynd. Í dag getur fólk dreift myndum sem voru aldrei til - sem nú er hægt að búa til. Samkvæmt UN Women skortir 1,8 milljarða kvenna og stúlkna lagalega vernd gegn stafrænu áreiti og öðrum tegundum af tæknitengdu ofbeldi. Þess vegna hafa félagasamtök og hagsmunaöfl tekið höndum saman og efnt til 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi með áherslu á stafrænt kynferðisofbeldi. Gervigreind og djúpfölsun hefur gert gerendum kleift að beita nýjum aðferðum; gerast stafrænir eltihrellar, áreita og beita hótunum um nauðgun, ofbeldi og morð á samfélagsmiðlum og falsa kynferðislegt myndefni. Ungar stúlkur og konur eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynferðislegri misnotkun og einelti á netinu. Við vitum að afleiðingar stafræns ofbeldis eru margvíslegar og alvarlegar, og að það getur leitt til líkamlegs ofbeldis, brotthvarfs úr námi og sjálfsvíga. Þrátt fyrir þetta veldur skortur á samræmdri gagnasöfnun því að umfang vandans er í raun vanmetið, en þau gögn sem liggja fyrir nægja til að sýna að það er gríðarlegt. Þessi þróun snertir háskólasamfélagið beint. Stúdentar eru á tímamótum í lífi sínu: í óðaönn við að leggja grunninn að starfsferli, lífi og framtíð. Stafrænt áreiti og ofbeldi getur haft varanlegar afleiðingar á námsframvindu, starfsframa og andlega heilsu ungra kvenna, sem eru meirihluti háskólanema. Það er okkar allra að bregðast við þessum vanda en háskólasamfélagið gegnir lykilhlutverki í því að ná utan um þennan glænýja veruleika, sem þróast á ógnarhraða, og bregðast við. Istanbúlsamningurinn, fyrsti heildræni samningurinn um baráttuna gegn ofbeldi í garð kvenna, kveður skýrt á um forvarnir, vernd og samræmda stefnumótun. Þessar skyldur hvíla ekki aðeins á ríkjum, heldur einnig á stofnunum og þar á meðal háskólum. Ábyrgðin er sameiginleg. Það er stjórnvalda að tryggja skýran lagaramma, virkt eftirlit, rannsóknir og fjármögnun. Háskóla að innleiða skýrt verklag, aðgengileg tilkynningakerfi, fræðslu og gagnaöflun. Stúdentafélaga að vera virkir þátttakendur í forvörnum, vitundarvakningu, stuðningi og stefnumótun. Stafrænt kynbundið ofbeldi er ekki nýr vandi, heldur margfölduð útgáfa af viðvarandi vanda á nýjum vettvangi. Við brugðumst ekki nógu hratt við þegar internetið og samfélagsmiðlar komu fyrst til sögunnar, og við megum ekki endurtaka sömu mistök núna. Því er áríðandi að gera framleiðslu djúpfalsaðra nektarmynda ólöglega alveg eins og afritun og dreifingu þeirra - því tæknin hleypur hratt, og við verðum að hlaupa hraðar. Höfundar eru forseti og jafnréttisfulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni „Ending Digital Violence Against All Women and Girls“.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun