Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2025 11:20 Stór áform eru um landeldi á Suðurlandi, meðal annars við Þorlákshöfn. Þau gætu allt að þrefaldað jarðvarmanotkun á næstu áratugum samkvæmt nýrri orkuspá. Vísir/Arnar Halldórsson Tvísýnt er um hvort framboð á raforku mæti eftirspurn á þessum áratug ef ný orkuspá stjórnvalda gengur eftir. Orkuskipti ganga hægar en áður var gert ráð fyrir, mikil óvissa er um notkun stórnotenda og verulegri aukningu er spáð í notkun jarðvarma. Ný spá um þróun raforku, jarðvarma og orkuskipta fyrir tímabilið 2025 til 2030 var kynnt í morgun. Þar kemur meðal annars fram að óvíst sé hvort framboð raforku mæti eftirspurn til ársins 2030. Ekki sé þannig mikið svigrúm fyrir vöxt í raforkunotkun. Spáin miðar aðeins við þær virkjanir sem búið er að samþykkja. Hún tekur ekki tillit til slæmra vatnsára sem geta takmarkað framleiðslu vatnsaflsvirkjana og ekki heldur takmarkana í flutningskerfinu. Þá er töluverð óvissa um virkjanirnar vegna kærumála og leyfisveitingarmála. „Frekari ákvarðanir stjórnvalda þurfa að vera teknar til framboðar því ef að spáin raungerist stendur orkuöryggi tæpt,“ sagði Hanna Björg Konráðsdóttir, sviðsstjóri Raforkueftirlitsins, þegar spáin var kynnt í Hörpu. Stefnir ekki í að losunarmarkmið stjórnvalda náist Orkuskipti hafa gengið hægar en áður var gert ráð fyrir þótt árangur sé byrjaður að sjást í vegasamgöngum á landi. Svonefnd háspá, þar sem gert er ráð fyrir miklum aðgerðum, gerir ráð fyrir að jarðefnaeldsneyti verði fasað nær alveg út en fiskiskipaflotinn standi þá eftir. Í flugi og í skipasiglingum eru orkuskipti ekki hafin en bætt orkunýtni er sögð hafa skilað einhverjum árangri. Gert er ráð fyrir að losun í millilandaflutningum aukist á tímabili spárinnar. Þrátt fyrir afmarkaðan árangur er ekki útlit fyrir að markmið og skuldbindingar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 náist án frekari aðgerða. Allt að sjötíu prósent vöxtur í jarðvarma Fiskeldi á landi gætu stóraukið jarðvarmanotkun á næstu árum. Uppbygging þess á Suðurlandi og Reykjanesi er talin kalla á rúmlega þreföldun í jarðvarmanotkun næstu tíu árin. Þannig gæti jarðvarmi vaxið um fjörutíu til sjötíu prósent næstu tíu árin eftir mannfjöldaþróun og hvernig ferðamannastraumurinn verður til landsins. Framleiðsla rafeldsneyti gæti aukið orkuþörfina Rafbílavæðingin er sögð kalla á hóflega aukningu í raforkuþörf, um hálfa teravattstund til ársins 2030. Til samanburðar er heildarnotkun á Íslandi um tuttugu teravattstundir. Raforkuþörfin verður hins vegar töluvert meiri ef svonefnt rafeldsneyti verður framleitt á Íslandi að einhverju marki. Hlutur álveranna í rafmagnsnotkun fer lækkandi hvort sem litið er til grunn- eða háspár. Hún gæti verið komin innan við helming notkunarinnar ef gagnavera og landeldi auka verulega við sig. Fréttin verður uppfærð. Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkuskipti Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Sjá meira
Ný spá um þróun raforku, jarðvarma og orkuskipta fyrir tímabilið 2025 til 2030 var kynnt í morgun. Þar kemur meðal annars fram að óvíst sé hvort framboð raforku mæti eftirspurn til ársins 2030. Ekki sé þannig mikið svigrúm fyrir vöxt í raforkunotkun. Spáin miðar aðeins við þær virkjanir sem búið er að samþykkja. Hún tekur ekki tillit til slæmra vatnsára sem geta takmarkað framleiðslu vatnsaflsvirkjana og ekki heldur takmarkana í flutningskerfinu. Þá er töluverð óvissa um virkjanirnar vegna kærumála og leyfisveitingarmála. „Frekari ákvarðanir stjórnvalda þurfa að vera teknar til framboðar því ef að spáin raungerist stendur orkuöryggi tæpt,“ sagði Hanna Björg Konráðsdóttir, sviðsstjóri Raforkueftirlitsins, þegar spáin var kynnt í Hörpu. Stefnir ekki í að losunarmarkmið stjórnvalda náist Orkuskipti hafa gengið hægar en áður var gert ráð fyrir þótt árangur sé byrjaður að sjást í vegasamgöngum á landi. Svonefnd háspá, þar sem gert er ráð fyrir miklum aðgerðum, gerir ráð fyrir að jarðefnaeldsneyti verði fasað nær alveg út en fiskiskipaflotinn standi þá eftir. Í flugi og í skipasiglingum eru orkuskipti ekki hafin en bætt orkunýtni er sögð hafa skilað einhverjum árangri. Gert er ráð fyrir að losun í millilandaflutningum aukist á tímabili spárinnar. Þrátt fyrir afmarkaðan árangur er ekki útlit fyrir að markmið og skuldbindingar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 náist án frekari aðgerða. Allt að sjötíu prósent vöxtur í jarðvarma Fiskeldi á landi gætu stóraukið jarðvarmanotkun á næstu árum. Uppbygging þess á Suðurlandi og Reykjanesi er talin kalla á rúmlega þreföldun í jarðvarmanotkun næstu tíu árin. Þannig gæti jarðvarmi vaxið um fjörutíu til sjötíu prósent næstu tíu árin eftir mannfjöldaþróun og hvernig ferðamannastraumurinn verður til landsins. Framleiðsla rafeldsneyti gæti aukið orkuþörfina Rafbílavæðingin er sögð kalla á hóflega aukningu í raforkuþörf, um hálfa teravattstund til ársins 2030. Til samanburðar er heildarnotkun á Íslandi um tuttugu teravattstundir. Raforkuþörfin verður hins vegar töluvert meiri ef svonefnt rafeldsneyti verður framleitt á Íslandi að einhverju marki. Hlutur álveranna í rafmagnsnotkun fer lækkandi hvort sem litið er til grunn- eða háspár. Hún gæti verið komin innan við helming notkunarinnar ef gagnavera og landeldi auka verulega við sig. Fréttin verður uppfærð.
Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkuskipti Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Sjá meira