Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar 1. desember 2025 11:00 Það er mikilvægt að skoða hver sé reynsla Dana af uppbyggingu gagnavera til að forðast að sömu mistök séu gerð í uppbyggingu gagnavera hér á landi. Það er upplýsandi að hlusta á Bo Nørregaard Jørgensen tala um þessi mál en hann er prófessor hjá Syddansk Universitet og yfirmaður SDU Center for Energy Informatics, sem er rannsóknarsetur við Mærsk Mc-Kinney Møller Institute. Bo Nørregaard var hér á landi nýlega og tók þátt í umræðum um þessi mál. Þegar uppbygging gagnavera hófst í Danmörku var þrennt jákvætt sem gagnaver áttu að færa dönsku samfélagi: (a) hærra verð væri greitt fyrir orkuna, (b) fjöldi nýrra hátt launaðra tæknistarfa myndu skapast og (c) einnig ætluðu gagnaver að hita vatn upp í 65°C sem væri hægt að nýta til húshitunar. Eftir margra ára uppbyggingu yfir 20 gagnavera segir Bo Nørregaard að reynsla Dana sé sú að starfsemi gagnavera færi Danmörku engan ávinning. Sá ábati sem danskt samfélag átti að njóta hafi reynst innantómt loforð, án efnda. „Mörg störf munu skapast“ Bo Nørregaard nefnir sem dæmi gagnaver Meta (Facebook) í Óðinsvéum og það sem Apple starfrækir í Foulum. Lofað hafi verið um 1500 hátt launuðum tæknistörfum en reynslan hafi sýnt að þessi tæknifyrirtæki geti stýrt öllu miðlægt frá höfuðstöðvum í Kaliforníu, með nemum og myndavélum og því sé mannaflsþörf lítil. 20-40 störf séu algeng tala pr. meðalstórt gagnaver sem er langt í þau 1500 störf sem lofað var. Að auki eru störfin aðallega fyrirbyggjandi viðhald og öryggisvarsla því hálaunuðu tæknistörfin eru í miðlægu stýringunni, í fjarlægu landi. „Munu greiða háa skatta“ Reynslan hefur sýnt það bæði í Danmörku og Írlandi er kjarninn í viðskiptamódeli gagnavera er að greiða eins lága skatta til þjóðfélagsins eins og hægt er, helst enga. Gagnaver eru nefnilega í kjörstöðu til að stilla af frá móðurfélagi hverjar tekjurnar eru og geta því þannig gætt þess að skattgreiðslur séu sem næst núlli. Í Danmörku er einnig sérstakur orkuskattur sem notaður er til að fjármagna frekari grænorku innviði. Þennan skatt greiða flestir nema aðilar í sértækri framleiðslu skv. dönskum lögum. Gagnaverin hafi þó, þegar á reyndi, gert það að skilyrði að þurfa ekki að greiða þennan sértæka orkuskatt og að stjórnmálafólk hafi gefið það eftir. Skattgreiðslur frá meðalstóru gagnaveri í Danmörku séu því svipaðar og frá meðalstórum barnaskóla, koma frá launagreiðslum starfsmanna. „Greiða hæsta verð fyrir raforku“ Reynsla Dana hefur verið sú að gagnaver lofa háu verði í byrjun, til að komast í samningsstöðu og gera svo samninga til skamms tíma. Eftir að starfsemi hefur hafist séu gagnaver hins vegar í kjörstöðu til að sýna meiri hörku í samningum um verð. Að ákveðnum tíma liðnum sé vaxandi krafa um að greiða einfaldlega sama verð og aðrir, kannski með næfurþunnu álagi, til að geta sagst vera hæstu greiðendur orkuverðs. Nú sé staðan þannig í Danmörku að gagnaver greiði ekki nema um 10-20% hærra verð en aðrir stórnotendur og fer þessi munur minnkandi. Meta fékk einnig að kaupa verðmætt land á 133 DKK/m2 af sveitarfélaginu í Óðinsvéum á svæði þar sem fermetraverð lands er yfirleitt um 300 DKK/m2. Um helmingsafsláttur var gefinn í trausti þess að gagnaverið myndi skila miklu til samfélagsins með öðrum hætti og að vatn til heimila yrði hitað. „Munu útvega sveitarfélögum heitt vatn“ Upphaflega hugmyndin var að hiti gagnavera yrði notaður til að hita upp volgt vatn sem sveitarfélög gætu nýtt til húshitunar. Í upphafi tóku gagnaver jákvætt í að greiða fyrir innviði til að þetta yrði að raunveruleika. Reynslan Dana varð hinsvegar önnur: Af 20 gagnaverum í Danmörku hafa öll nema eitt annaðhvort sagst vera hætt við þessi áform eða frestað þeim ítrekað. Í einu tilviki er þessi hitun vatns komin á, í Óðinsvéum, þar sem volgt vatn frá gagnaveri Meta er nýtt. Loforð voru þó ekki efnd eins og til stóð því Meta neitaði á endanum að taka þátt í að fjármagna innviði og lenti allur kostnaður á vatnsorkufyrirtækinu Fjernvarme Fyn sem er í eigu nágrannasveitarfélaga. Meta neitaði einnig að taka þátt í kostnaði við að hita upp vatnið og því skilar Meta aðeins 25-30°C volgu vatni sem Fjernvarme Fyn þarf að sjá um að hita upp í 65°-70°C á eigin kostnað. „Efla dreifikerfi raforku“ Gagnaver þurfa margfallt meira öryggi á afhendingu raforku heldur en t.d. ál- og kísilver (oft 500-1000 sinnum meira) og því munu gagnaver á endanum kalla á að hér þurfi að byggja upp mun dýrara dreifikerfi, allt á kostnað ríkissjóðs. Sveiflur í viðskiptum við gagnaver geta líka verið miklar, t.d. minnkuðu kaup gagnavera á raforku á Íslandi um nærri helming á einu ári, 2023. Að selja allt að 30% af orku landsmanna, eins og áætlanir eru um, til gagnavera sem geta sveiflast niður í orkunotkun um 50% mun á endanum kalla fram neikvæðar hagsveiflur á Íslandi. Nóg er að horfa til áfallanna sem breytingar (vonandi tímabundnar) í framleiðslu hjá PCC og Norðuráli hafa á þjóðarbúið. Meginskilaboð Það eru því skýr skilaboð sem Bo Nørregaard Jørgensen vill flyta Íslendingum: Takið loforðum gagnavera með varúð og takið ákvarðanir hvert takmörkuð orka Íslands á að fara út frá því hvaða starfsemi skilar þjóðarbúinu mestum ávinningi í heild. Hafið einnig í huga að upplifun almennings á gagnaverum getur leitt til þess að fólk verði afhuga grænum orkuverkefnum þegar fólk sér ekki ávinning birtast innan samfélagsins. Margir spyrja sig í Danmörku nú: Af hverju að framleiða alla þessa grænu orku ef allur ávinningurinn fer til billjónera í Kaliforníu? Sætta Íslendingar sig við að nota okkar dýrmætu orku í frumvinnslu þegar allur ábati af orkunni lendir hjá örfáum aðilum í 7000 km fjarlægð? Veljum frekar að setja grænu orkuna í orkuskiptaverkefni sem gefa íslensku samfélagi margþættan ávinning, byggja upp mannmarga atvinnustaði sem ætla sér að halda úti starfsemi í áratugi, ætla sér raunverulega að gefa af sér til samfélagsins, skila skattspori upp á 11-14 milljarða og spara ríkissjóði 14-18 milljarða í kaup á losunarheimildum. Yfir þriggja ára tímabil væri ávinningur fyrir þjóðarbú af gagnaverum sem nota 300 MW af orku undir 1 milljarði króna. Ávinningur af orkuskiptaverkefni sem notar sömu orku í þrjú ár yrði yfir 50 milljarðar króna í heild. Til að hægt sé að koma þessum ávinningi í vinnu þurfa stjórnvöld að marka orkunýtingarstefnu sem felur í sér orðalagið: Forgangur raforku fer í orkuskiptaverkefni og þau verkefni sem hafa mestan heildarábata í för með sér fyrir þjóðfélagið. Lærum af Dönum, íhugum skynsama nálgun í þessum efnum. Höfundur er verkfræðingur og framkvæmdastjóri Carbon Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Óskarsson Gagnaver Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að skoða hver sé reynsla Dana af uppbyggingu gagnavera til að forðast að sömu mistök séu gerð í uppbyggingu gagnavera hér á landi. Það er upplýsandi að hlusta á Bo Nørregaard Jørgensen tala um þessi mál en hann er prófessor hjá Syddansk Universitet og yfirmaður SDU Center for Energy Informatics, sem er rannsóknarsetur við Mærsk Mc-Kinney Møller Institute. Bo Nørregaard var hér á landi nýlega og tók þátt í umræðum um þessi mál. Þegar uppbygging gagnavera hófst í Danmörku var þrennt jákvætt sem gagnaver áttu að færa dönsku samfélagi: (a) hærra verð væri greitt fyrir orkuna, (b) fjöldi nýrra hátt launaðra tæknistarfa myndu skapast og (c) einnig ætluðu gagnaver að hita vatn upp í 65°C sem væri hægt að nýta til húshitunar. Eftir margra ára uppbyggingu yfir 20 gagnavera segir Bo Nørregaard að reynsla Dana sé sú að starfsemi gagnavera færi Danmörku engan ávinning. Sá ábati sem danskt samfélag átti að njóta hafi reynst innantómt loforð, án efnda. „Mörg störf munu skapast“ Bo Nørregaard nefnir sem dæmi gagnaver Meta (Facebook) í Óðinsvéum og það sem Apple starfrækir í Foulum. Lofað hafi verið um 1500 hátt launuðum tæknistörfum en reynslan hafi sýnt að þessi tæknifyrirtæki geti stýrt öllu miðlægt frá höfuðstöðvum í Kaliforníu, með nemum og myndavélum og því sé mannaflsþörf lítil. 20-40 störf séu algeng tala pr. meðalstórt gagnaver sem er langt í þau 1500 störf sem lofað var. Að auki eru störfin aðallega fyrirbyggjandi viðhald og öryggisvarsla því hálaunuðu tæknistörfin eru í miðlægu stýringunni, í fjarlægu landi. „Munu greiða háa skatta“ Reynslan hefur sýnt það bæði í Danmörku og Írlandi er kjarninn í viðskiptamódeli gagnavera er að greiða eins lága skatta til þjóðfélagsins eins og hægt er, helst enga. Gagnaver eru nefnilega í kjörstöðu til að stilla af frá móðurfélagi hverjar tekjurnar eru og geta því þannig gætt þess að skattgreiðslur séu sem næst núlli. Í Danmörku er einnig sérstakur orkuskattur sem notaður er til að fjármagna frekari grænorku innviði. Þennan skatt greiða flestir nema aðilar í sértækri framleiðslu skv. dönskum lögum. Gagnaverin hafi þó, þegar á reyndi, gert það að skilyrði að þurfa ekki að greiða þennan sértæka orkuskatt og að stjórnmálafólk hafi gefið það eftir. Skattgreiðslur frá meðalstóru gagnaveri í Danmörku séu því svipaðar og frá meðalstórum barnaskóla, koma frá launagreiðslum starfsmanna. „Greiða hæsta verð fyrir raforku“ Reynsla Dana hefur verið sú að gagnaver lofa háu verði í byrjun, til að komast í samningsstöðu og gera svo samninga til skamms tíma. Eftir að starfsemi hefur hafist séu gagnaver hins vegar í kjörstöðu til að sýna meiri hörku í samningum um verð. Að ákveðnum tíma liðnum sé vaxandi krafa um að greiða einfaldlega sama verð og aðrir, kannski með næfurþunnu álagi, til að geta sagst vera hæstu greiðendur orkuverðs. Nú sé staðan þannig í Danmörku að gagnaver greiði ekki nema um 10-20% hærra verð en aðrir stórnotendur og fer þessi munur minnkandi. Meta fékk einnig að kaupa verðmætt land á 133 DKK/m2 af sveitarfélaginu í Óðinsvéum á svæði þar sem fermetraverð lands er yfirleitt um 300 DKK/m2. Um helmingsafsláttur var gefinn í trausti þess að gagnaverið myndi skila miklu til samfélagsins með öðrum hætti og að vatn til heimila yrði hitað. „Munu útvega sveitarfélögum heitt vatn“ Upphaflega hugmyndin var að hiti gagnavera yrði notaður til að hita upp volgt vatn sem sveitarfélög gætu nýtt til húshitunar. Í upphafi tóku gagnaver jákvætt í að greiða fyrir innviði til að þetta yrði að raunveruleika. Reynslan Dana varð hinsvegar önnur: Af 20 gagnaverum í Danmörku hafa öll nema eitt annaðhvort sagst vera hætt við þessi áform eða frestað þeim ítrekað. Í einu tilviki er þessi hitun vatns komin á, í Óðinsvéum, þar sem volgt vatn frá gagnaveri Meta er nýtt. Loforð voru þó ekki efnd eins og til stóð því Meta neitaði á endanum að taka þátt í að fjármagna innviði og lenti allur kostnaður á vatnsorkufyrirtækinu Fjernvarme Fyn sem er í eigu nágrannasveitarfélaga. Meta neitaði einnig að taka þátt í kostnaði við að hita upp vatnið og því skilar Meta aðeins 25-30°C volgu vatni sem Fjernvarme Fyn þarf að sjá um að hita upp í 65°-70°C á eigin kostnað. „Efla dreifikerfi raforku“ Gagnaver þurfa margfallt meira öryggi á afhendingu raforku heldur en t.d. ál- og kísilver (oft 500-1000 sinnum meira) og því munu gagnaver á endanum kalla á að hér þurfi að byggja upp mun dýrara dreifikerfi, allt á kostnað ríkissjóðs. Sveiflur í viðskiptum við gagnaver geta líka verið miklar, t.d. minnkuðu kaup gagnavera á raforku á Íslandi um nærri helming á einu ári, 2023. Að selja allt að 30% af orku landsmanna, eins og áætlanir eru um, til gagnavera sem geta sveiflast niður í orkunotkun um 50% mun á endanum kalla fram neikvæðar hagsveiflur á Íslandi. Nóg er að horfa til áfallanna sem breytingar (vonandi tímabundnar) í framleiðslu hjá PCC og Norðuráli hafa á þjóðarbúið. Meginskilaboð Það eru því skýr skilaboð sem Bo Nørregaard Jørgensen vill flyta Íslendingum: Takið loforðum gagnavera með varúð og takið ákvarðanir hvert takmörkuð orka Íslands á að fara út frá því hvaða starfsemi skilar þjóðarbúinu mestum ávinningi í heild. Hafið einnig í huga að upplifun almennings á gagnaverum getur leitt til þess að fólk verði afhuga grænum orkuverkefnum þegar fólk sér ekki ávinning birtast innan samfélagsins. Margir spyrja sig í Danmörku nú: Af hverju að framleiða alla þessa grænu orku ef allur ávinningurinn fer til billjónera í Kaliforníu? Sætta Íslendingar sig við að nota okkar dýrmætu orku í frumvinnslu þegar allur ábati af orkunni lendir hjá örfáum aðilum í 7000 km fjarlægð? Veljum frekar að setja grænu orkuna í orkuskiptaverkefni sem gefa íslensku samfélagi margþættan ávinning, byggja upp mannmarga atvinnustaði sem ætla sér að halda úti starfsemi í áratugi, ætla sér raunverulega að gefa af sér til samfélagsins, skila skattspori upp á 11-14 milljarða og spara ríkissjóði 14-18 milljarða í kaup á losunarheimildum. Yfir þriggja ára tímabil væri ávinningur fyrir þjóðarbú af gagnaverum sem nota 300 MW af orku undir 1 milljarði króna. Ávinningur af orkuskiptaverkefni sem notar sömu orku í þrjú ár yrði yfir 50 milljarðar króna í heild. Til að hægt sé að koma þessum ávinningi í vinnu þurfa stjórnvöld að marka orkunýtingarstefnu sem felur í sér orðalagið: Forgangur raforku fer í orkuskiptaverkefni og þau verkefni sem hafa mestan heildarábata í för með sér fyrir þjóðfélagið. Lærum af Dönum, íhugum skynsama nálgun í þessum efnum. Höfundur er verkfræðingur og framkvæmdastjóri Carbon Iceland.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun