Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar 1. desember 2025 09:03 Í dag fögnum við merkum áfanga í samskiptum Íslands og Spánar við opnun sendiráðs Íslands í Madrid. Hér er ekki eingöngu um formlegan áfanga að ræða heldur felst í opnuninni táknræn staðfesting á vináttu, trausti og sívaxandi tengslum tveggja þjóða sem eru nánari en margir ætla, þrátt fyrir að um þrjúsund kílómetrar skilji okkur að. Ákvörðun um að opna sendiráð er ekki tekin á einni nóttu. Um málið var fjallað á Alþingi og niðurstaðan afgerandi; brýn þörf var komin á sendiráð á Spáni. Undirbúningurinn hefur staðið yfir um nokkurt skeið og þegar einn af reyndustu sendiherrum Íslands, Kristján Andri Stefánsson, afhenti Felipe VI. Spánarkonungi trúnaðarbréf sitt í september, var kunngjörð yfirlýsing okkar um trú á framtíðarsambandi Íslands og Spánar. Árið 2019 opnaði Spánn sendiskrifstofu á Íslandi sem undirrituð hefur starfað mikið með allar götur síðan. Gagnkvæmni hefur verið meginregla í samskiptum ríkjanna tveggja og tímabært að við opnum sendiráð í þessu mikla vinaríki okkar til áratuga. Viðskipti, menning og ferðamennska Samband Íslands og Spánar nær miklu lengra aftur í tímann en elstu menn muna og saga þess hefur lengstum verið farsæl og góð. Efnahagsleg og fjárhagsleg tengsl Íslands og Spánar hafa á síðustu árum orðið fjölbreyttari. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa fyrir löngu skapað sér sess á spænskri grundu enda hafa viðskipti landanna löngum byggst á viðskiptum með sjávarafurðir, vín og í seinni tíma lyf og ál. Þúsundir Íslendinga eiga nú húsnæði á Spáni og sú tala fer vaxandi. Þessi fjöldi sýnir að Spánn er ekki bara sumardvalarstaður í huga Íslendinga heldur í síauknum mæli heimili að heiman, fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem kjósa sól, hlýju og fjölbreytta menningu. Nýtt sendiráð í Madrid mun auðvelda laga- og stjórnsýsluleg samskipti fyrir þá Íslendinga sem eiga eignir og/eða eru í viðskiptum á Spáni og veita þeim aðgang að þjónustu og stuðningi frá íslenskum stjórnvöldum sem er mikilvægt skref til að efla öryggi og stuðning þeirra sem tengjast Spáni. Fyrir utan íslenska fasteignaeigendur á Spáni, dvelja þar árlega þúsundir íslenskra ríkisborgara til lengri og skemmri tíma. Með opnun sendiráðsins mun utanríkisþjónustan geta styrkt hagsmunagæslu og eflt þjónustu við íslenska borgara og fyrirtæki þar í landi. Á milli landsins okkar hér í norðri og Spánar í suðri hefur ferðamennska löngum verið ein sterkasta brúin. Ef marka má nýjustu tölur hefur fjöldi spænskra gesta á Íslandi aldrei verið meiri. Árið 2024 komu til landsins rúmlega 70 þúsund spænskir ferðamenn og sú tala er hærri í ár. Að sama skapi hefur Spánn jafnan verið efst á lista þeirra sem ferðast úr landi frá Íslandi. Með opnun sendiráðs fær ferðamannastraumurinn nýja stoð, einfaldari samskipti, betri stuðning og aukna möguleika. Við styrkjum enn frekar þann vettvang sem gerir okkur kleift að efla samvinnu og auka þjónustu við íslenska borgara og fyrirtæki á Spáni. Nágrannar í anda Ísland og Spánn eru ekki aðeins samstarfsríki, þau eru vinir. Þessi vinátta byggist á gagnkvæmri virðingu og sameiginlegum gildum. Með þessari opnun horfum við fram á enn bjartari framtíð í samvinnu landanna tveggja. Ég óska íslenska ríkinu og sendiráðinu í Madrid innilegrar farsældar. Megi það verða hornsteinn áframhaldandi velgengni og brú á milli fólksins okkar, menningar og viðskipta. Til hamingju með þennan merka dag! Muchas gracias. Höfundur er kjörræðismaður Spánar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sendiráð Íslands Spánn Utanríkismál Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Inga Lind Karlsdóttir Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við merkum áfanga í samskiptum Íslands og Spánar við opnun sendiráðs Íslands í Madrid. Hér er ekki eingöngu um formlegan áfanga að ræða heldur felst í opnuninni táknræn staðfesting á vináttu, trausti og sívaxandi tengslum tveggja þjóða sem eru nánari en margir ætla, þrátt fyrir að um þrjúsund kílómetrar skilji okkur að. Ákvörðun um að opna sendiráð er ekki tekin á einni nóttu. Um málið var fjallað á Alþingi og niðurstaðan afgerandi; brýn þörf var komin á sendiráð á Spáni. Undirbúningurinn hefur staðið yfir um nokkurt skeið og þegar einn af reyndustu sendiherrum Íslands, Kristján Andri Stefánsson, afhenti Felipe VI. Spánarkonungi trúnaðarbréf sitt í september, var kunngjörð yfirlýsing okkar um trú á framtíðarsambandi Íslands og Spánar. Árið 2019 opnaði Spánn sendiskrifstofu á Íslandi sem undirrituð hefur starfað mikið með allar götur síðan. Gagnkvæmni hefur verið meginregla í samskiptum ríkjanna tveggja og tímabært að við opnum sendiráð í þessu mikla vinaríki okkar til áratuga. Viðskipti, menning og ferðamennska Samband Íslands og Spánar nær miklu lengra aftur í tímann en elstu menn muna og saga þess hefur lengstum verið farsæl og góð. Efnahagsleg og fjárhagsleg tengsl Íslands og Spánar hafa á síðustu árum orðið fjölbreyttari. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa fyrir löngu skapað sér sess á spænskri grundu enda hafa viðskipti landanna löngum byggst á viðskiptum með sjávarafurðir, vín og í seinni tíma lyf og ál. Þúsundir Íslendinga eiga nú húsnæði á Spáni og sú tala fer vaxandi. Þessi fjöldi sýnir að Spánn er ekki bara sumardvalarstaður í huga Íslendinga heldur í síauknum mæli heimili að heiman, fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem kjósa sól, hlýju og fjölbreytta menningu. Nýtt sendiráð í Madrid mun auðvelda laga- og stjórnsýsluleg samskipti fyrir þá Íslendinga sem eiga eignir og/eða eru í viðskiptum á Spáni og veita þeim aðgang að þjónustu og stuðningi frá íslenskum stjórnvöldum sem er mikilvægt skref til að efla öryggi og stuðning þeirra sem tengjast Spáni. Fyrir utan íslenska fasteignaeigendur á Spáni, dvelja þar árlega þúsundir íslenskra ríkisborgara til lengri og skemmri tíma. Með opnun sendiráðsins mun utanríkisþjónustan geta styrkt hagsmunagæslu og eflt þjónustu við íslenska borgara og fyrirtæki þar í landi. Á milli landsins okkar hér í norðri og Spánar í suðri hefur ferðamennska löngum verið ein sterkasta brúin. Ef marka má nýjustu tölur hefur fjöldi spænskra gesta á Íslandi aldrei verið meiri. Árið 2024 komu til landsins rúmlega 70 þúsund spænskir ferðamenn og sú tala er hærri í ár. Að sama skapi hefur Spánn jafnan verið efst á lista þeirra sem ferðast úr landi frá Íslandi. Með opnun sendiráðs fær ferðamannastraumurinn nýja stoð, einfaldari samskipti, betri stuðning og aukna möguleika. Við styrkjum enn frekar þann vettvang sem gerir okkur kleift að efla samvinnu og auka þjónustu við íslenska borgara og fyrirtæki á Spáni. Nágrannar í anda Ísland og Spánn eru ekki aðeins samstarfsríki, þau eru vinir. Þessi vinátta byggist á gagnkvæmri virðingu og sameiginlegum gildum. Með þessari opnun horfum við fram á enn bjartari framtíð í samvinnu landanna tveggja. Ég óska íslenska ríkinu og sendiráðinu í Madrid innilegrar farsældar. Megi það verða hornsteinn áframhaldandi velgengni og brú á milli fólksins okkar, menningar og viðskipta. Til hamingju með þennan merka dag! Muchas gracias. Höfundur er kjörræðismaður Spánar á Íslandi.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun