Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Jón Þór Stefánsson skrifar 1. desember 2025 06:31 Það voru tollverðir sem stöðvuðu mennina í Leifstöð. Vísir/Vilhelm Tveir erlendir karlmenn, Gary McMeechan og Christopher Denis Riordan, voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þeir fluttu hingað til lands réttrúm tólf kíló af kókaíni sem falin voru í tveimur farangurstöskum sem þeir komu með úr flugi frá París í lok maímánaðar. Tollverðir fundu efnin á Keflavíkurflugvelli, en styrkleiki þeirra var á bilinu 82 til 88 prósent. McMeechan, sem játaði sök, hlaut sex ára fangelsisdóm. Riordan, neitaði hins vegar sök, og fékk fjögurra ára dóm. Hann fékk vægari dóm þar sem dómari komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði í raun einungis átt þátt í því að flytja helming efnanna, þau sem voru í tösku á hans nafni, til landsins. Stunguárás kvöldið áður Í lögregluskýrslu kemur fram að Riordan hafi greint lögreglumanni frá því að hann hefði orðið fyrir stunguárás á Englandi daginn áður en þeir héldu til Íslands. „Er ég var að færa Christopher í handjárn sagði hann mér frá því að hann hafi lent í stunguárás kvöldið áður í Englandi. Aðspurður hvort stunguárásin tengdist ferðalagi hans til Íslands sagði hann „mögulega“,“ segir í skýrslunni. Sagði þá á leið í brúðkaup Fyrir dómi neitaði Gary McMeechan að svara spurningum en gaf yfirlýsingu. Hann sagðist hafa vitað að í töskunum væri eitthvað ólöglegt, líklega maríúana. Hann hafi ekki vitað að í þeim væru tólf kíló af kókaíni. Efninf voru flutt í ferðatöskum.Vísir/Vilhelm Hann sagðist hafa platað Riordan með sér í ferðina, en sá hafi talið að þeir væru á leið í brúðkaup hér á landi. Honum þætti málið mjög leitt og bæri fulla ábyrgð á því. Þá baðst hann afsökunar á því ónæði og vandræðum sem hann hafði valdið. Unnustan hætti við eftir árásina Christopher Denis Riordan vildi einnig meina að McMeechan hefði boðið honum í brúðkaup á Íslandi. Hann sagðist sjálfur ekki vita hver brúðhjónin væru, það væri fólk sem McMeechan þekkti en hann ekki. Þeir hefðu í raun ætlað til Íslands daginn áður, en þá hafi hann endað á sjúkrahús eftir að hafa verið skorinn á fæti í átökum. Það hafi verið þegar klukkutími var í flugið. Þeir hafi því ákveðið að fara daginn eftir. Unnusta Riordan hafi einnig ætlað með í ferðina, en hún hafi hætt við eftir hnífaárásina. Hún gaf einnig skýrlsu fyrir dómi og sagðist hafa verið í uppnámi eftir umrædda árás, og fengið hræðslukast. Hún hafi því ákveðið að fara ekki og vera heldur með börnunum sínum. Hún sagðist ekki vita hvers vegna hann hafi orðið fyrir árás. Yrði góður eftir nokkrar ferðir Á meðal gagna málsins voru samskipti mannanna tveggja í gegnum samfélagsmiðillinn Whatsapp. Af þeim að dæma virtist McMeechan skipuleggja ferðina að mestu leyti. Þá hafi Riordan talað um að sig vantaði pening. McMeechan hafi sagt við því að þeir myndu fara þrjár eða fjórar ferðir, og þá yrði hann góður. HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS, Krýsuvíkurmálið Ótrúverðugt og tilhæfulaust Í niðurstöðukafla dómsins segir meðal annars að skýringar mannanna um að þeir væru á leið í brúðkaup væru ótrúverðugar og tilhæfulausar. Af spjalli þeirra að dæma hafi ekkert bent til að þeir væru á leið í brúðkaup. Þá hafi mönnunum átt að vera ljóst að í töskunum væru fíkniefni. Líkt og áður segir hlaut McMeechan sex ára fangelsisdóm og Riordan fjögurra ára dóm. Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Þeir fluttu hingað til lands réttrúm tólf kíló af kókaíni sem falin voru í tveimur farangurstöskum sem þeir komu með úr flugi frá París í lok maímánaðar. Tollverðir fundu efnin á Keflavíkurflugvelli, en styrkleiki þeirra var á bilinu 82 til 88 prósent. McMeechan, sem játaði sök, hlaut sex ára fangelsisdóm. Riordan, neitaði hins vegar sök, og fékk fjögurra ára dóm. Hann fékk vægari dóm þar sem dómari komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði í raun einungis átt þátt í því að flytja helming efnanna, þau sem voru í tösku á hans nafni, til landsins. Stunguárás kvöldið áður Í lögregluskýrslu kemur fram að Riordan hafi greint lögreglumanni frá því að hann hefði orðið fyrir stunguárás á Englandi daginn áður en þeir héldu til Íslands. „Er ég var að færa Christopher í handjárn sagði hann mér frá því að hann hafi lent í stunguárás kvöldið áður í Englandi. Aðspurður hvort stunguárásin tengdist ferðalagi hans til Íslands sagði hann „mögulega“,“ segir í skýrslunni. Sagði þá á leið í brúðkaup Fyrir dómi neitaði Gary McMeechan að svara spurningum en gaf yfirlýsingu. Hann sagðist hafa vitað að í töskunum væri eitthvað ólöglegt, líklega maríúana. Hann hafi ekki vitað að í þeim væru tólf kíló af kókaíni. Efninf voru flutt í ferðatöskum.Vísir/Vilhelm Hann sagðist hafa platað Riordan með sér í ferðina, en sá hafi talið að þeir væru á leið í brúðkaup hér á landi. Honum þætti málið mjög leitt og bæri fulla ábyrgð á því. Þá baðst hann afsökunar á því ónæði og vandræðum sem hann hafði valdið. Unnustan hætti við eftir árásina Christopher Denis Riordan vildi einnig meina að McMeechan hefði boðið honum í brúðkaup á Íslandi. Hann sagðist sjálfur ekki vita hver brúðhjónin væru, það væri fólk sem McMeechan þekkti en hann ekki. Þeir hefðu í raun ætlað til Íslands daginn áður, en þá hafi hann endað á sjúkrahús eftir að hafa verið skorinn á fæti í átökum. Það hafi verið þegar klukkutími var í flugið. Þeir hafi því ákveðið að fara daginn eftir. Unnusta Riordan hafi einnig ætlað með í ferðina, en hún hafi hætt við eftir hnífaárásina. Hún gaf einnig skýrlsu fyrir dómi og sagðist hafa verið í uppnámi eftir umrædda árás, og fengið hræðslukast. Hún hafi því ákveðið að fara ekki og vera heldur með börnunum sínum. Hún sagðist ekki vita hvers vegna hann hafi orðið fyrir árás. Yrði góður eftir nokkrar ferðir Á meðal gagna málsins voru samskipti mannanna tveggja í gegnum samfélagsmiðillinn Whatsapp. Af þeim að dæma virtist McMeechan skipuleggja ferðina að mestu leyti. Þá hafi Riordan talað um að sig vantaði pening. McMeechan hafi sagt við því að þeir myndu fara þrjár eða fjórar ferðir, og þá yrði hann góður. HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS, Krýsuvíkurmálið Ótrúverðugt og tilhæfulaust Í niðurstöðukafla dómsins segir meðal annars að skýringar mannanna um að þeir væru á leið í brúðkaup væru ótrúverðugar og tilhæfulausar. Af spjalli þeirra að dæma hafi ekkert bent til að þeir væru á leið í brúðkaup. Þá hafi mönnunum átt að vera ljóst að í töskunum væru fíkniefni. Líkt og áður segir hlaut McMeechan sex ára fangelsisdóm og Riordan fjögurra ára dóm.
Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira