3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 30. nóvember 2025 12:02 Samkvæmt tölum frá Reykjavíkurborg nýttu 16.629 börn af alls 20.489 börnum í borginni frístundakortið að einhverju leyti á síðasta ári en meðal nýting kortsins á síðasta ári var 81%. Það þýðir að 19% barna nýttu ekki styrkinn, sem nemur 75 þúsundum króna á hvert barn, 6-18 ára. Hvað veldur? Vilja þau bara ekki taka þátt? Eru þau löt og áhugalaus eða eru aðrar ástæður fyrir því að þau taka ekki þátt? Getur e.t.v. verið að fjárhagslegar og félagslegar ástæður hamli þátttöku þeirra í íþróttum eða öðru skipulögðu tómstundastarfi? Börn og ungmenni sem koma frá tekjulágum heimilum, eiga einstætt foreldri, eru af erlendum uppruna eða búa við fötlun? Það er umhugsunarefni, fyrir öll sem er annt um velferð og líðan barna, að svona stór hópur barna og ungmenna í stærsta sveitarfélagi landsins sitji eftir. Börnin sem geta ekki verið með Í nýlegum niðurstöðum rannsóknar Vörðu, rannsóknarmiðstöðvar vinnumarkaðarins,á stöðu launafólks á Ísland meðal félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB kemur fram að tæplega helmingur launafólks innan þessara félaga sem er með heimilistekjur undir 499 þúsund krónum á mánuði býr við skort eða verulegan skort á efnislegum og félagslegum gæðum. Hlutfallið er líka hátt meðal þeirra sem eru með heimilistekjur á bilinu 500-749 þúsund eða 41% og á bilinu 750-999 þúsund eða 29%. Fram kemur að mun algengara er að tekjulægri heimili hafi, vegna fjárskorts síðustu 12 mánuði, ekki haft efni á grunnþáttum fyrir börnin sín. Þannig getur helmingur foreldra með heimilistekjur undir hálfri milljón á mánuði ekki greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna, rúmur helmingur getur svo ekki greitt kostnað við að halda afmæli fyrir börnin sín eða gefið þeim jóla- og eða afmælisgjafir. Ef barn býr á heimili sem foreldri getur ekki greitt fyrir félagslíf eða afmæli eru ekki til fjármunir til að borga fyrir skipulagt tómstundastarf, þrátt fyrir meðgjöf. Það barn situr eftir. Frístundastyrkurinn ekki bara fjárhagsleg hvatning Félagsfræðingarnir Baumeister og Leary settu fram kenningu „um þörfina fyrir “að tilheyra“ árið 1995 en tilgátan um þörfina fyrir að tilheyra felur í sér að einstaklingurinn hefur mikla þörf fyrir að mynda og viðhalda varanlegum og jákvæðum mannlegum samskiptum. Tvö skilyrði þarf að uppfylla, annars vegar er það þörfin fyrir samfelld og ánægjuleg samskipti við nokkra aðila. Hins vegar þurfa samskiptin að hafa jákvæð áhrif á velferð þeirra. Frístundastyrkurinn er ekki bara fjárhagslegur stuðningur við börn og barnafjölskyldur heldur líka leið til að efla félagsleg tengsl, hvetja til hreyfingar í heilbrigðu umhverfi eða ýta undir skapandi hæfileika barna og ungmenna. Þátttakan styrkir samskipti og myndun félagslegra tengsla við aðra krakka, börn verða hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi og mynda stærra tengslanet. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi sem okkur líður vel. Í Íslensku æskulýðs rannsókninni kemur fram að þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyri ekki í skólanum sínum og fimmtungur íslenskra barna ekki heldur. Að tilheyra ekki skólanum sínum, ná ekki mynda félagsleg tengsl getur ýtt undir félagslega einangrun, andlega vanlíðan og mögulega andfélagslegrar hegðunar, neyslu vímuefna og jafnvel afbrota. Sóknarfæri mikil í valdefla börn til þátttöku Foreldrar vita hversu dýrt það er að vera með börn og ungmenni í skipulögðu tómstundastarfi enda margvíslegur auka kostnaður sem fellur til, auk æfingagjalda. Við þau bætist kostnaður við ferðalög, æfingabúnað og mótagjöld, en fjölmiðlaumfjöllun í haust sýndi fram á allt að milljón krónur í útgjöld á ári fyrir barnmargar fjölskyldur. Börn sem koma frá tekjulágum heimilum, börn sem eiga einstætt foreldri, börn sem eru af erlendum uppruna eða eru fötluð, eins og rannsókn Vörðu gefur vísbendingar um, eru ólíklegri að nýta frístundastyrkinn ef helmingur foreldra þeirra hefur ekki efni á að borga félagsstarf barna sinna. Við viljum ekki að börn sitji eftir, því skipulagt íþrótta- og tómstundastarf er svo mikilvægt til að börnum líði eins og þau séu hluti af hópnum, að þau nái að tilheyra. Í stað þess að horfa á nýtinguna þarf að snúa við gleraugunum við og spyrja sig, hvar eru börnin sem ekki nýta frístundastyrkinn sinn? Hvaða ástæður liggja að baki að hann sé ekki nýttur? Eru það félagslegar eða fjárhagslegar eða jafnvel hvort tveggja. Þá þarf að hafa plan því enginn vill verða barnið sem situr eftir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum frá Reykjavíkurborg nýttu 16.629 börn af alls 20.489 börnum í borginni frístundakortið að einhverju leyti á síðasta ári en meðal nýting kortsins á síðasta ári var 81%. Það þýðir að 19% barna nýttu ekki styrkinn, sem nemur 75 þúsundum króna á hvert barn, 6-18 ára. Hvað veldur? Vilja þau bara ekki taka þátt? Eru þau löt og áhugalaus eða eru aðrar ástæður fyrir því að þau taka ekki þátt? Getur e.t.v. verið að fjárhagslegar og félagslegar ástæður hamli þátttöku þeirra í íþróttum eða öðru skipulögðu tómstundastarfi? Börn og ungmenni sem koma frá tekjulágum heimilum, eiga einstætt foreldri, eru af erlendum uppruna eða búa við fötlun? Það er umhugsunarefni, fyrir öll sem er annt um velferð og líðan barna, að svona stór hópur barna og ungmenna í stærsta sveitarfélagi landsins sitji eftir. Börnin sem geta ekki verið með Í nýlegum niðurstöðum rannsóknar Vörðu, rannsóknarmiðstöðvar vinnumarkaðarins,á stöðu launafólks á Ísland meðal félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB kemur fram að tæplega helmingur launafólks innan þessara félaga sem er með heimilistekjur undir 499 þúsund krónum á mánuði býr við skort eða verulegan skort á efnislegum og félagslegum gæðum. Hlutfallið er líka hátt meðal þeirra sem eru með heimilistekjur á bilinu 500-749 þúsund eða 41% og á bilinu 750-999 þúsund eða 29%. Fram kemur að mun algengara er að tekjulægri heimili hafi, vegna fjárskorts síðustu 12 mánuði, ekki haft efni á grunnþáttum fyrir börnin sín. Þannig getur helmingur foreldra með heimilistekjur undir hálfri milljón á mánuði ekki greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna, rúmur helmingur getur svo ekki greitt kostnað við að halda afmæli fyrir börnin sín eða gefið þeim jóla- og eða afmælisgjafir. Ef barn býr á heimili sem foreldri getur ekki greitt fyrir félagslíf eða afmæli eru ekki til fjármunir til að borga fyrir skipulagt tómstundastarf, þrátt fyrir meðgjöf. Það barn situr eftir. Frístundastyrkurinn ekki bara fjárhagsleg hvatning Félagsfræðingarnir Baumeister og Leary settu fram kenningu „um þörfina fyrir “að tilheyra“ árið 1995 en tilgátan um þörfina fyrir að tilheyra felur í sér að einstaklingurinn hefur mikla þörf fyrir að mynda og viðhalda varanlegum og jákvæðum mannlegum samskiptum. Tvö skilyrði þarf að uppfylla, annars vegar er það þörfin fyrir samfelld og ánægjuleg samskipti við nokkra aðila. Hins vegar þurfa samskiptin að hafa jákvæð áhrif á velferð þeirra. Frístundastyrkurinn er ekki bara fjárhagslegur stuðningur við börn og barnafjölskyldur heldur líka leið til að efla félagsleg tengsl, hvetja til hreyfingar í heilbrigðu umhverfi eða ýta undir skapandi hæfileika barna og ungmenna. Þátttakan styrkir samskipti og myndun félagslegra tengsla við aðra krakka, börn verða hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi og mynda stærra tengslanet. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi sem okkur líður vel. Í Íslensku æskulýðs rannsókninni kemur fram að þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyri ekki í skólanum sínum og fimmtungur íslenskra barna ekki heldur. Að tilheyra ekki skólanum sínum, ná ekki mynda félagsleg tengsl getur ýtt undir félagslega einangrun, andlega vanlíðan og mögulega andfélagslegrar hegðunar, neyslu vímuefna og jafnvel afbrota. Sóknarfæri mikil í valdefla börn til þátttöku Foreldrar vita hversu dýrt það er að vera með börn og ungmenni í skipulögðu tómstundastarfi enda margvíslegur auka kostnaður sem fellur til, auk æfingagjalda. Við þau bætist kostnaður við ferðalög, æfingabúnað og mótagjöld, en fjölmiðlaumfjöllun í haust sýndi fram á allt að milljón krónur í útgjöld á ári fyrir barnmargar fjölskyldur. Börn sem koma frá tekjulágum heimilum, börn sem eiga einstætt foreldri, börn sem eru af erlendum uppruna eða eru fötluð, eins og rannsókn Vörðu gefur vísbendingar um, eru ólíklegri að nýta frístundastyrkinn ef helmingur foreldra þeirra hefur ekki efni á að borga félagsstarf barna sinna. Við viljum ekki að börn sitji eftir, því skipulagt íþrótta- og tómstundastarf er svo mikilvægt til að börnum líði eins og þau séu hluti af hópnum, að þau nái að tilheyra. Í stað þess að horfa á nýtinguna þarf að snúa við gleraugunum við og spyrja sig, hvar eru börnin sem ekki nýta frístundastyrkinn sinn? Hvaða ástæður liggja að baki að hann sé ekki nýttur? Eru það félagslegar eða fjárhagslegar eða jafnvel hvort tveggja. Þá þarf að hafa plan því enginn vill verða barnið sem situr eftir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun