Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar 30. nóvember 2025 07:02 Stafrænt ofbeldi rænir þolendur öryggi — hvar sem þeir eru og hvert sem þeir fara. Gerendur ofbeldis leita stöðugt nýrra leiða til að ganga lengra í stjórn og hrellingum, og stafrænar tæknilausnir hafa opnað áður óþekkt tækifæri til að beita ofbeldi og eftirliti. Nauðungarstjórnun (coercive control) er kerfisbundið, endurtekið og stýrandi ofbeldi þar sem gerandinn nýtir ýmsar leiðir til að taka yfir líf þolandans. Vegna stöðugrar hræðslu við afleiðingarnar forgangsraða þolendur oft þörfum og kröfum gerandans fram yfir eigið öryggi — stundum án þess að gera sér fulla grein fyrir því. Í Bjarkarhlíð sjáum við allt of oft að þolendur geta ekki mætt í viðtöl á eigin bíl eða þurfa að skilja síma eftir á „samþykktum“ stöðum, eins og heima eða á vinnustað — þeim stöðum þar sem gerandi samykkir. Þannig stuðlar gerandinn að einangrun og bjargarleysi. Þolendur greina frá því að þeir þori hvorki að hringja né senda skilaboð til aðila sem gætu stutt þá, af ótta við að gerandinn sjái samskiptin og refsi þeim. Sá ótti er ekki ástæðulaus. Gerendur geta afritað síma, fylgst með staðsetningu, hlerað símtöl, skilaboð og tölvupósta, og jafnvel sent skilaboð eða birt efni í nafni þolandans. Þeir nýta einnig viðkvæmar myndir eða myndefni — raunverulegt eða falsað — til að ala á ótta og viðhalda stjórn. Þróun stafræna lausna felur í sér bæði tækifæri og hættu. Hún getur umbreytt lífum og hagkerfum, en á sama tíma styrkt neikvæða hegðun gerenda og skert öryggi þolenda, sérstaklega kvenna og stúlkna, og þannig styrkt úrelt og rótgróin valdakerfi. Aukin útbreiðsla internetsins, hröð dreifing upplýsinga og samfélagsmiðlar hafa gert stafrænt ofbeldi að alvarlegu alþjóðlegu vandamáli með bæði samfélagslegum og oft efnahagslegum afleiðingum fyrir þolendur. Rannsóknir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýna að ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og talið er að ein af hverjum tíu konum hafi upplifað stafrænt ofbeldi allt frá 15 ára aldri. Þar sem netaðgangur er orðinn grunnforsenda bæði tækifæra og mannréttinda er brýnt að stafrænt rými sé öruggt og valdeflandi fyrir alla — þar á meðal konur og stúlkur. Tæknin hefur einnig áhrif á hvernig við upplifum kynverund okkar. Kynlífstengd samskipti í stafrænu rými hafa aukist og mörkin á milli samþykktra og ósamþykktra samskipta geta verið óljós. Þetta skapar hættu á þrýstingi, áreitni og kynferðislegu ofbeldi. Í ársskýrslu Bjarkarhlíðar fyrir árið 2024 var bent á niðurstöður Dr. Jane Monckton Smith um þrjá áhættuþætti sem geta bent til lífshættulegrar stigmögnunar í ofbeldissamböndum: kyrkingartök, kynferðislegt ofbeldi og eltihrellihegðun. Úttekt Bjarkarhlíðar sýndi að 35 einstaklingar, eða 4,7% þeirra sem leituðu til okkar, höfðu orðið fyrir öllum þessum þremur tegundum ofbeldis samtímis — og eltihrellihegðun birtist sífellt oftar í stafrænu formi. Auk þess greindu 22% þjónustunotenda frá stafrænu ofbeldi. Slíkar aðstæður takmarka líf þolenda mjög: margir upplifa sig stöðugt undir eftirliti, geta ekki slakað á og tæki sem venjulega auka öryggi umbreytast í ógnartól. Snjalltæki eru stundum hökkuð, staðsetningarbúnaður settur upp og gerendur finna sífellt nýjar leiðir til að hafa samband eða valda skaða — jafnvel eftir sambandslit. Dæmi eru um að gerendur opni bílrúður að næturlagi til að rigni eða fenni inn í bíla þolenda, eða sendi skilaboð með smágreiðslum í forritum eins og Aur þegar aðrir samskiptamiðlar hafa verið lokaðir. Hræðsla er algeng og eðlileg tilfinning eftir að ofbeldissambandi lýkur. Óttinn við að ofbeldið versni er raunverulegur, og oft er hættulegasti tíminn þegar þolandi fer frá gerandanum. Hótanir, ótti um börn og fjölskyldu og stöðug árvekni yfir því hvað gerandinn gæti gert fylgir mörgum löngu eftir sambandsslitið. Óttinn birtist í svefni, samskiptum, líkamlegum viðbrögðum þar sem þolandinn þarf að vera í sífelldri árvekni og í því að líta um öxl. Kvíði verður bæði sálrænt og líkamlegt ástand sem fylgir einstaklingum eins og skuggi. Það er heldur ekki óalgengt að þolendur kenni sjálfum sér um ofbeldið, upplifi sjálfsásökun og sektarkennd. Gerendur nýta sér þetta og ýta undir þessar hugsanir með því að varpa ábyrgð yfir á þolandann og kenna honum um ofbeldið sem hann verður fyrir. Okkar hlutverk sem samfélags er að bregðast við þessari ógn og senda skýr skilaboð um að ofbeldi — stafrænt eða annars konar — sé aldrei liðið. Höfundur er teymisstýra Bjarkarhlíðar Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi Kynbundið ofbeldi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Sjá meira
Stafrænt ofbeldi rænir þolendur öryggi — hvar sem þeir eru og hvert sem þeir fara. Gerendur ofbeldis leita stöðugt nýrra leiða til að ganga lengra í stjórn og hrellingum, og stafrænar tæknilausnir hafa opnað áður óþekkt tækifæri til að beita ofbeldi og eftirliti. Nauðungarstjórnun (coercive control) er kerfisbundið, endurtekið og stýrandi ofbeldi þar sem gerandinn nýtir ýmsar leiðir til að taka yfir líf þolandans. Vegna stöðugrar hræðslu við afleiðingarnar forgangsraða þolendur oft þörfum og kröfum gerandans fram yfir eigið öryggi — stundum án þess að gera sér fulla grein fyrir því. Í Bjarkarhlíð sjáum við allt of oft að þolendur geta ekki mætt í viðtöl á eigin bíl eða þurfa að skilja síma eftir á „samþykktum“ stöðum, eins og heima eða á vinnustað — þeim stöðum þar sem gerandi samykkir. Þannig stuðlar gerandinn að einangrun og bjargarleysi. Þolendur greina frá því að þeir þori hvorki að hringja né senda skilaboð til aðila sem gætu stutt þá, af ótta við að gerandinn sjái samskiptin og refsi þeim. Sá ótti er ekki ástæðulaus. Gerendur geta afritað síma, fylgst með staðsetningu, hlerað símtöl, skilaboð og tölvupósta, og jafnvel sent skilaboð eða birt efni í nafni þolandans. Þeir nýta einnig viðkvæmar myndir eða myndefni — raunverulegt eða falsað — til að ala á ótta og viðhalda stjórn. Þróun stafræna lausna felur í sér bæði tækifæri og hættu. Hún getur umbreytt lífum og hagkerfum, en á sama tíma styrkt neikvæða hegðun gerenda og skert öryggi þolenda, sérstaklega kvenna og stúlkna, og þannig styrkt úrelt og rótgróin valdakerfi. Aukin útbreiðsla internetsins, hröð dreifing upplýsinga og samfélagsmiðlar hafa gert stafrænt ofbeldi að alvarlegu alþjóðlegu vandamáli með bæði samfélagslegum og oft efnahagslegum afleiðingum fyrir þolendur. Rannsóknir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýna að ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og talið er að ein af hverjum tíu konum hafi upplifað stafrænt ofbeldi allt frá 15 ára aldri. Þar sem netaðgangur er orðinn grunnforsenda bæði tækifæra og mannréttinda er brýnt að stafrænt rými sé öruggt og valdeflandi fyrir alla — þar á meðal konur og stúlkur. Tæknin hefur einnig áhrif á hvernig við upplifum kynverund okkar. Kynlífstengd samskipti í stafrænu rými hafa aukist og mörkin á milli samþykktra og ósamþykktra samskipta geta verið óljós. Þetta skapar hættu á þrýstingi, áreitni og kynferðislegu ofbeldi. Í ársskýrslu Bjarkarhlíðar fyrir árið 2024 var bent á niðurstöður Dr. Jane Monckton Smith um þrjá áhættuþætti sem geta bent til lífshættulegrar stigmögnunar í ofbeldissamböndum: kyrkingartök, kynferðislegt ofbeldi og eltihrellihegðun. Úttekt Bjarkarhlíðar sýndi að 35 einstaklingar, eða 4,7% þeirra sem leituðu til okkar, höfðu orðið fyrir öllum þessum þremur tegundum ofbeldis samtímis — og eltihrellihegðun birtist sífellt oftar í stafrænu formi. Auk þess greindu 22% þjónustunotenda frá stafrænu ofbeldi. Slíkar aðstæður takmarka líf þolenda mjög: margir upplifa sig stöðugt undir eftirliti, geta ekki slakað á og tæki sem venjulega auka öryggi umbreytast í ógnartól. Snjalltæki eru stundum hökkuð, staðsetningarbúnaður settur upp og gerendur finna sífellt nýjar leiðir til að hafa samband eða valda skaða — jafnvel eftir sambandslit. Dæmi eru um að gerendur opni bílrúður að næturlagi til að rigni eða fenni inn í bíla þolenda, eða sendi skilaboð með smágreiðslum í forritum eins og Aur þegar aðrir samskiptamiðlar hafa verið lokaðir. Hræðsla er algeng og eðlileg tilfinning eftir að ofbeldissambandi lýkur. Óttinn við að ofbeldið versni er raunverulegur, og oft er hættulegasti tíminn þegar þolandi fer frá gerandanum. Hótanir, ótti um börn og fjölskyldu og stöðug árvekni yfir því hvað gerandinn gæti gert fylgir mörgum löngu eftir sambandsslitið. Óttinn birtist í svefni, samskiptum, líkamlegum viðbrögðum þar sem þolandinn þarf að vera í sífelldri árvekni og í því að líta um öxl. Kvíði verður bæði sálrænt og líkamlegt ástand sem fylgir einstaklingum eins og skuggi. Það er heldur ekki óalgengt að þolendur kenni sjálfum sér um ofbeldið, upplifi sjálfsásökun og sektarkennd. Gerendur nýta sér þetta og ýta undir þessar hugsanir með því að varpa ábyrgð yfir á þolandann og kenna honum um ofbeldið sem hann verður fyrir. Okkar hlutverk sem samfélags er að bregðast við þessari ógn og senda skýr skilaboð um að ofbeldi — stafrænt eða annars konar — sé aldrei liðið. Höfundur er teymisstýra Bjarkarhlíðar Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun