Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2025 07:00 Mikill meirihluti þingmanna á þingi Evrópusambandsins samþykkti á miðvikudaginn skýrslu utanríkismálanefndar þingsins um stefnu sambandsins gagnvart norðurslóðum eða 510 á móti 75 en hún hafði áður hlotið samþykki mikils meirihluta fulltrúa í nefndinni. Í skýrslunni er meðal annars rætt um mikilvægi náttúru- og orkuauðlinda Íslands, Noregs og Grænlands fyrir Evrópusambandið og stofnanir þess hvattar til þess að beita sér fyrir því að löndin þrjú gangi í sambandið. Fyrirhuguðu þjóðaratkvæði hér á landi, um það hvort hafið verði á ný umsóknarferli að Evrópusambandinu, er fagnað (liður ab) í skýrslunni. Þá segir að fram að því hyggist sambandið „taka með virkum hætti þátt í því með íslenzku ríkisstjórninni að kynna kosti mögulegrar aðildar að ESB og vinna að auknum undirbúningi fyrir endurnýjað umsóknarferli ef Ísland virkjar með formlegum hætti umsókn sína.“ Á sama tíma býður sambandið fram aðstoð sína gegn erlendum afskiptum. Með öðrum orðum hefur Evrópusambandið ekki aðeins í hyggju að hafa afskipti af umræðunni hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðisins, og það í samstarfi við ríkisstjórnina, heldur rammpólitík afskipti þar sem einungis verði lögð áherzla á kosti þess að mati sambandsins að Ísland verði hluti þess. Um leið vill það beita sér gegn öðrum erlendum afskiptum af kosningunni. Evrópusambandið virðist þannig ekki líta á fyrirhuguð afskipti sín í þeim efnum sem erlenda íhlutun. Talið um aukinn undirbúning (e. enhance preparedness) fyrir endurnýjað umsóknarferli að Evrópusambandinu vekur athygli. Ekki sízt í ljósi þess að stjórnvöld hafa á liðnum mánuðum undirritað ýmis samkomulög við sambandið sem meðal annars fela í sér aðlögun að stefnum þess. Þar ber hæst samkomulag sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og utanríkisráðherra, undirritaði í maí og kveður á um aðlögun að utanríkisstefnu Evrópusambandsins. Hvað orðalagið um samflot Evrópusambandsins með ríkisstjórninni í því að tala fyrir inngöngu í sambandið varðar vekur það óneitanlega upp spurningar. Erfitt er að skilja það á annan veg en þann að þar að baki liggi samskipti við hérlenda ráðamenn. Í það minnsta í utanríkisráðuneytinu. Enginn fyrirvari er settur um áhuga stjórnvalda heldur talað um það eins og frágengið mál. Eðlilegt hlýtur að vera að inna ráðamenn eftir því hvort samskipti um slíkt samstarf hafi farið fram. Full ástæða er einnig til þess að spyrja stjórnvöld að því hvort það geti talizt ásættanlegt að Evrópusambandið reki einhliða pólitískan áróður hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðisins eins og áform eru um samkvæmt skýrslunni eða hafi afskipti af málinu yfir höfuð. Fyrir utan þau erlendu afskipti af innanlandsmálum okkar Íslendinga og lýðræðislegri kosningu sem þau áform fela í sér þarf vart að ræða um þá miklu fjármuni sem sambandið getur beitt í þeim efnum. Velta má annars fyrir sér hvers vegna Evrópusambandið telur samkvæmt skýrslunni ekkert óeðlilegt við það að hafa afskipti af þjóðaratkvæðinu á sama tíma og það býður fram aðstoð sína við það að koma í veg fyrir önnur erlend afskipti af því. Líklegasta skýringin er aðild Íslands að EES-samningnum sem felur í sér einhliða upptöku regluverks frá sambandinu og vaxandi framsal valds til þess. Fyrir vikið telji ráðamenn í Brussel landið vera á pólitísku yfirráðasvæði þess. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti þingmanna á þingi Evrópusambandsins samþykkti á miðvikudaginn skýrslu utanríkismálanefndar þingsins um stefnu sambandsins gagnvart norðurslóðum eða 510 á móti 75 en hún hafði áður hlotið samþykki mikils meirihluta fulltrúa í nefndinni. Í skýrslunni er meðal annars rætt um mikilvægi náttúru- og orkuauðlinda Íslands, Noregs og Grænlands fyrir Evrópusambandið og stofnanir þess hvattar til þess að beita sér fyrir því að löndin þrjú gangi í sambandið. Fyrirhuguðu þjóðaratkvæði hér á landi, um það hvort hafið verði á ný umsóknarferli að Evrópusambandinu, er fagnað (liður ab) í skýrslunni. Þá segir að fram að því hyggist sambandið „taka með virkum hætti þátt í því með íslenzku ríkisstjórninni að kynna kosti mögulegrar aðildar að ESB og vinna að auknum undirbúningi fyrir endurnýjað umsóknarferli ef Ísland virkjar með formlegum hætti umsókn sína.“ Á sama tíma býður sambandið fram aðstoð sína gegn erlendum afskiptum. Með öðrum orðum hefur Evrópusambandið ekki aðeins í hyggju að hafa afskipti af umræðunni hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðisins, og það í samstarfi við ríkisstjórnina, heldur rammpólitík afskipti þar sem einungis verði lögð áherzla á kosti þess að mati sambandsins að Ísland verði hluti þess. Um leið vill það beita sér gegn öðrum erlendum afskiptum af kosningunni. Evrópusambandið virðist þannig ekki líta á fyrirhuguð afskipti sín í þeim efnum sem erlenda íhlutun. Talið um aukinn undirbúning (e. enhance preparedness) fyrir endurnýjað umsóknarferli að Evrópusambandinu vekur athygli. Ekki sízt í ljósi þess að stjórnvöld hafa á liðnum mánuðum undirritað ýmis samkomulög við sambandið sem meðal annars fela í sér aðlögun að stefnum þess. Þar ber hæst samkomulag sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og utanríkisráðherra, undirritaði í maí og kveður á um aðlögun að utanríkisstefnu Evrópusambandsins. Hvað orðalagið um samflot Evrópusambandsins með ríkisstjórninni í því að tala fyrir inngöngu í sambandið varðar vekur það óneitanlega upp spurningar. Erfitt er að skilja það á annan veg en þann að þar að baki liggi samskipti við hérlenda ráðamenn. Í það minnsta í utanríkisráðuneytinu. Enginn fyrirvari er settur um áhuga stjórnvalda heldur talað um það eins og frágengið mál. Eðlilegt hlýtur að vera að inna ráðamenn eftir því hvort samskipti um slíkt samstarf hafi farið fram. Full ástæða er einnig til þess að spyrja stjórnvöld að því hvort það geti talizt ásættanlegt að Evrópusambandið reki einhliða pólitískan áróður hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðisins eins og áform eru um samkvæmt skýrslunni eða hafi afskipti af málinu yfir höfuð. Fyrir utan þau erlendu afskipti af innanlandsmálum okkar Íslendinga og lýðræðislegri kosningu sem þau áform fela í sér þarf vart að ræða um þá miklu fjármuni sem sambandið getur beitt í þeim efnum. Velta má annars fyrir sér hvers vegna Evrópusambandið telur samkvæmt skýrslunni ekkert óeðlilegt við það að hafa afskipti af þjóðaratkvæðinu á sama tíma og það býður fram aðstoð sína við það að koma í veg fyrir önnur erlend afskipti af því. Líklegasta skýringin er aðild Íslands að EES-samningnum sem felur í sér einhliða upptöku regluverks frá sambandinu og vaxandi framsal valds til þess. Fyrir vikið telji ráðamenn í Brussel landið vera á pólitísku yfirráðasvæði þess. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun