Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar 28. nóvember 2025 18:00 Blaðamannafélag Íslands lýsir þungum áhyggjum af því að stjórn Sýnar hafi fundið sig tilneydda til að skera niður í rekstri fréttastofu og hætta útsendingum sjónvarpsfrétta um helgar og á hátíðardögum og lýst því jafnframt að forsendur fyrir rekstri fréttastofu geti alfarið brostið vegna síversnandi rekstrarumhverfis einkarekinna fjölmiðla. Þrátt fyrir að styrkir til einkarekinna miðla hafi verið teknir upp að norrænni fyrirmynd fyrir fáeinum árum eru þeir langt frá því að duga til viðbragðs við gjörbreyttu fjölmiðlalandslagi. Styrkirnir eru lægri hér en víðast annars staðar og smæð íslensks samfélags gerir rekstur fjölmiðla enn erfiðari. Þar að auki hefur orðið algjört hrun í auglýsingatekjum vegna yfirburðastöðu tæknirisa á borð við Meta og Google. Íslenskum fjölmiðlum er jafnframt óheimilt að birta auglýsingar sem erlendir miðlar mega birta, og Íslendingar eru almennt tregari en aðrar þjóðir til að greiða fyrir áskriftir að fréttamiðlum. Þetta gerist á sama tíma og öflugir, sjálfstæðir fjölmiðlar, þar sem stunduð er fagleg blaðamennska, eru taldir ein helsta vörn lýðræðisríkja gegn skipulagðri misbeitingu upplýsinga og tilraunum utanaðkomandi afla til að hafa áhrif á lýðræðislega ákvarðanatöku og umræðu. Blaðamannafélagið hefur árum saman kallað eftir auknum stuðningi stjórnvalda við fréttamiðla, lagt fram fjölda tillagna, efnt til Lausnamóts og kynnt í kjölfarið leiðarvísi fyrir stjórnvöld. Tillögurnar byggja að stórum hluta á norrænni fyrirmynd, þar sem fjölmiðlafrelsi er meðal þess besta í heimi. Eitt helsta vandamálið virðist vera skortur á skilningi valdhafa á því hver tilgangur stuðnings við fjölmiðla og blaðamennsku er. Danir gáfu fyrir fáeinum dögum út ítarlega skýrslu um fyrirhugaðar breytingar á stuðningskerfi þeirra fyrir fjölmiðla. Þar er í löngu máli farið yfir ástæður þess að ekki eigi að líta á styrki til einkarekinna fjölmiðla sem rekstrarstyrki til fyrirtækja, heldur séu þeir „lýðræðisstyrkur í þágu borgaranna“. Styrkir til einkarekinna fjölmiðla, segir í skýrslunni, eru „strategísk fjárfesting í sjálfstæðum fréttamiðlum sem, með ritstjórnarlegri ábyrgð og vinnu, leggja sitt af mörkum til að byggja undir almenningssamtalið og lýðræðið.“ Fjölmiðlar og blaðamennska eru ómissandi hluti af innviðum lýðræðisríkja og það verður að endurspeglast í stefnu stjórnvalda. Stjórn Blaðamannafélags Íslands skorar á stjórnvöld að bregðast við af krafti og tryggja að hér geti starfað öflugir, sjálfstæðir fréttamiðlar í þágu almennings. Við þurfum jafnframt samfélagssátt um mikilvægi blaðamennsku. Almenningur þarf að styðja fréttamiðla með áskriftum og fyrirtæki með auglýsingum. Við erum öll sammála um að við viljum öfluga, innlenda fjölmiðla. Sýnum það í verki. Fyrir hönd stjórnar Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Dögg Auðunsdóttir Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Blaðamannafélag Íslands lýsir þungum áhyggjum af því að stjórn Sýnar hafi fundið sig tilneydda til að skera niður í rekstri fréttastofu og hætta útsendingum sjónvarpsfrétta um helgar og á hátíðardögum og lýst því jafnframt að forsendur fyrir rekstri fréttastofu geti alfarið brostið vegna síversnandi rekstrarumhverfis einkarekinna fjölmiðla. Þrátt fyrir að styrkir til einkarekinna miðla hafi verið teknir upp að norrænni fyrirmynd fyrir fáeinum árum eru þeir langt frá því að duga til viðbragðs við gjörbreyttu fjölmiðlalandslagi. Styrkirnir eru lægri hér en víðast annars staðar og smæð íslensks samfélags gerir rekstur fjölmiðla enn erfiðari. Þar að auki hefur orðið algjört hrun í auglýsingatekjum vegna yfirburðastöðu tæknirisa á borð við Meta og Google. Íslenskum fjölmiðlum er jafnframt óheimilt að birta auglýsingar sem erlendir miðlar mega birta, og Íslendingar eru almennt tregari en aðrar þjóðir til að greiða fyrir áskriftir að fréttamiðlum. Þetta gerist á sama tíma og öflugir, sjálfstæðir fjölmiðlar, þar sem stunduð er fagleg blaðamennska, eru taldir ein helsta vörn lýðræðisríkja gegn skipulagðri misbeitingu upplýsinga og tilraunum utanaðkomandi afla til að hafa áhrif á lýðræðislega ákvarðanatöku og umræðu. Blaðamannafélagið hefur árum saman kallað eftir auknum stuðningi stjórnvalda við fréttamiðla, lagt fram fjölda tillagna, efnt til Lausnamóts og kynnt í kjölfarið leiðarvísi fyrir stjórnvöld. Tillögurnar byggja að stórum hluta á norrænni fyrirmynd, þar sem fjölmiðlafrelsi er meðal þess besta í heimi. Eitt helsta vandamálið virðist vera skortur á skilningi valdhafa á því hver tilgangur stuðnings við fjölmiðla og blaðamennsku er. Danir gáfu fyrir fáeinum dögum út ítarlega skýrslu um fyrirhugaðar breytingar á stuðningskerfi þeirra fyrir fjölmiðla. Þar er í löngu máli farið yfir ástæður þess að ekki eigi að líta á styrki til einkarekinna fjölmiðla sem rekstrarstyrki til fyrirtækja, heldur séu þeir „lýðræðisstyrkur í þágu borgaranna“. Styrkir til einkarekinna fjölmiðla, segir í skýrslunni, eru „strategísk fjárfesting í sjálfstæðum fréttamiðlum sem, með ritstjórnarlegri ábyrgð og vinnu, leggja sitt af mörkum til að byggja undir almenningssamtalið og lýðræðið.“ Fjölmiðlar og blaðamennska eru ómissandi hluti af innviðum lýðræðisríkja og það verður að endurspeglast í stefnu stjórnvalda. Stjórn Blaðamannafélags Íslands skorar á stjórnvöld að bregðast við af krafti og tryggja að hér geti starfað öflugir, sjálfstæðir fréttamiðlar í þágu almennings. Við þurfum jafnframt samfélagssátt um mikilvægi blaðamennsku. Almenningur þarf að styðja fréttamiðla með áskriftum og fyrirtæki með auglýsingum. Við erum öll sammála um að við viljum öfluga, innlenda fjölmiðla. Sýnum það í verki. Fyrir hönd stjórnar Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun