„Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. nóvember 2025 22:47 Ásgeir Þór Ásgeirsson er aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Vonast er til að nýir rafmagnsbílar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið í notkun spari kostnað bæði í eldsneytiskaupum og viðhaldi. Engir James-Bond aukahlutir eru í bílunum og rafmagnsleysi gæti verið áskorun fyrir lögregluembætti á landsbyggðinni. Fyrstu bílarnir voru teknir í notkun í byrjun október en þeir eru af gerðinni Audi Q6. Farið var í sameiginlegt útboð fjögurra lögregluembætta vegna kaupanna og má áætla að heildarkostnaður nemi hundruðum milljóna króna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er fyrsta embættið í heiminum sem notar þessa tegund bíla í störfum sínum en síðan þeir voru keyptir hefur meðal annars lögreglan í London tekið í notkun sams konar bíla. „Aðrar áskoranir fyrir landsbyggðina“ Bílarnir eru rafmagnsbílar og segir aðstoðarlögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu að nýju bílarnir séu útkallsbílar og hann hefur ekki áhyggjur af því að bílarnir verði rafmagnslausir í miðju útkalli. „Við á höfuðborgarsvæðinu erum með góða innviði og vegalengdirnar sem við erum að aka eru ekki svo langar,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. „Þessir bílar eiga að vera með um 600 kílómetra drægni. Það má gera ráð fyrir því þegar þú ekur í forgangi að þá fari tveir á móti einum að minnsta kosti, þannig að það verða aðrar áskoranir fyrir landsbyggðina.“ Vonar að það verði jafnmikill sparnaður í viðhaldi og eldsneyti Samkvæmt Ásgeiri ná nýju bílarnir hundrað kílómetra hraða á tæpum sex sekúndum og þar munar um 40% miðað við eldri bíla. „Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir. Síðan það sem fylgir rafmagnsbílum er að þeir eru þyngri þannig að sérstaklega hér í borginni, þar sem við erum í forgangsakstri að eiga við mikið af hraðahindrunum og auka og minnka hraða, þá skiptir höfuðmáli að vera með gott fjöðrunarkerfi.“ Nýju lögreglubílarnir eru af gerðinni Audi Q6.Vísir/Vilhelm Eftir útboð var verð bílanna nánast það sama og á eldri Volvobifreiðum lögreglunnar og vonast Ásgeir eftir að þeim fylgi töluverður sparnaður. „Það sem við erum að vonast eftir, fyrir utan þessi grænu skref og milljónirnar sem við erum að spara í eldsneyti, því bíllinn er búinn til úr færri hlutum en þessi hefðbundni dísilbíll, er að það verði minni viðhaldskostnaður og það verði jafnmikill eða meiri sparnaður heldur en hráolían.“ Lögreglan Bílar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Sjá meira
Fyrstu bílarnir voru teknir í notkun í byrjun október en þeir eru af gerðinni Audi Q6. Farið var í sameiginlegt útboð fjögurra lögregluembætta vegna kaupanna og má áætla að heildarkostnaður nemi hundruðum milljóna króna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er fyrsta embættið í heiminum sem notar þessa tegund bíla í störfum sínum en síðan þeir voru keyptir hefur meðal annars lögreglan í London tekið í notkun sams konar bíla. „Aðrar áskoranir fyrir landsbyggðina“ Bílarnir eru rafmagnsbílar og segir aðstoðarlögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu að nýju bílarnir séu útkallsbílar og hann hefur ekki áhyggjur af því að bílarnir verði rafmagnslausir í miðju útkalli. „Við á höfuðborgarsvæðinu erum með góða innviði og vegalengdirnar sem við erum að aka eru ekki svo langar,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. „Þessir bílar eiga að vera með um 600 kílómetra drægni. Það má gera ráð fyrir því þegar þú ekur í forgangi að þá fari tveir á móti einum að minnsta kosti, þannig að það verða aðrar áskoranir fyrir landsbyggðina.“ Vonar að það verði jafnmikill sparnaður í viðhaldi og eldsneyti Samkvæmt Ásgeiri ná nýju bílarnir hundrað kílómetra hraða á tæpum sex sekúndum og þar munar um 40% miðað við eldri bíla. „Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir. Síðan það sem fylgir rafmagnsbílum er að þeir eru þyngri þannig að sérstaklega hér í borginni, þar sem við erum í forgangsakstri að eiga við mikið af hraðahindrunum og auka og minnka hraða, þá skiptir höfuðmáli að vera með gott fjöðrunarkerfi.“ Nýju lögreglubílarnir eru af gerðinni Audi Q6.Vísir/Vilhelm Eftir útboð var verð bílanna nánast það sama og á eldri Volvobifreiðum lögreglunnar og vonast Ásgeir eftir að þeim fylgi töluverður sparnaður. „Það sem við erum að vonast eftir, fyrir utan þessi grænu skref og milljónirnar sem við erum að spara í eldsneyti, því bíllinn er búinn til úr færri hlutum en þessi hefðbundni dísilbíll, er að það verði minni viðhaldskostnaður og það verði jafnmikill eða meiri sparnaður heldur en hráolían.“
Lögreglan Bílar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Sjá meira