Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir og Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifa 28. nóvember 2025 14:32 Vissir þú að framlínufólk hættir aldrei að vera framlínufólk ? „Náið í Ölmu, ég ætla að fara og aðstoða“. Þetta voru orð föður okkar, sem glímir við Alzheimersjúkdóminn, þegar við vorum staddar með honum inni á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Hann heyrði semsagt í þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar hún lenti við spítalann og hans viðbrögð voru að stökkva fram úr rúminu og hlaupa í þau störf sem þurfti. Pabbi okkar starfaði alla sína starfsævi hjá Landhelgisgæslu Íslands og var meðal annars í þyrlusveit Gæslunnar ásamt Ölmu Möller núverandi heilbrigðisráðherra. Við systur vorum börnin sem áttu von á því á hátíðisdögum, eins og aðra daga, að pabbi okkar þyrfti að yfirgefa fjölskylduna til að sinna bráðveiku fólki eða þeim sem voru í háska. Svo þegar pabbi heyrði í þyrlunni þarna á Bráðamóttökunni, var hann samstundis tilbúinn til starfa og kallaði eftir fyrrum samstarfskonu sinni því hann átti enn minninguna um samstarf sitt með Ölmu síðan hún starfaði með honum sem þyrlulæknir hjá Gæslunni. En þó starfsvettvangur pabba og Ölmu hafi verið sá sami á ákveðnum tímapunkti þá er staða þeirra ólík í dag. Þennan tiltekna dag þegar þyrlan lenti í Fossvogi áttum við systur tólf tíma vakt saman með pabba okkar á göngum Bráðamóttökunnar því það var allt yfirfullt. Reglan þar er „Aðeins einn aðstandandi með hverjum sjúklingi“. En við vorum lánsamar. Þarna var sjúklingur með meðvitund sem bauðst til að aðstoða okkur systur því hann sá að önnur okkar var ekki að höndla pabba ein. Við fengum að nota hans aðstandenda aðgang, því þessi sjúklingur hafði engan hjá sér. Mikið sem við erum þessum góða einstaklingi þakklátar. Bráðamóttakan er helvíti á jörðu fyrir Alzheimersjúklinga og aðstandendur þeirra. Sjúkdómurinn sem pabbi okkar glímir við er hræðilegur og yfirtekur líf þess einstaklings sem fær hann. Alzheimersjúklingar geta ekki tjáð líðan sína né hugsanir, þeir eru næmari en aðrir fyrir skynáreiti og þurfa því sértæka meðhöndlun. Þá umönnun er erfitt að fá í kerfi sem er í molum vegna innviðaskuldar og manneklu. Dagurinn sem pabbi okkar ákvað að ganga aftur í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sem sjúklingur á Bráðamóttökunni hafði sína forsögu. Stutta útgáfan er sú að um nóttina hafði hann dottið á hjúkrunarheimilinu sem hann býr á. Pabbi er í eðli sínu glaðlyndur rólyndismaður, en hraðinn og álagið í laskaða heilbrigðiskerfinu fór illa í hann, þar sem hann lá verkjaður án vitundar um hvar hann væri. Starfsfólk á þönum slökkvandi elda á erfitt með að koma til móts við sérþarfir sjúklinga og reyndum við systur því að aðstoða pabba okkar eftir bestu getu. Okkur leið eins og málleysingjum hrópandi á torgi því að erfitt var að fá aðstoð þegar á þurfti að halda. Álagið á okkur dætur hans pabba var orðið það mikið að önnur okkar systra beygði af og brast í grát. Hin gat ekki huggað systur sína því að hún gat ekki farið frá því að sinna pabba sínum. Hættum að tala bara fallega um mikilvægi grunnstoða samfélagsins á tyllidögum. Greinum vandann og byggjum upp kerfi sem virka. Það er alls staðar verið að slökkva elda innan kerfisins og við finnum það svo sannarlega þegar við þurfum á þjónustunni að halda. Það er ekki nóg að hugmyndafræðin sé falleg, hún verður að virka í raun svo að fagleg vinna skili sér. Við höfum ekki efni á að mjólka starfsorku framlínufólks þannig að það hverfi af braut. Við aðstandendur þessa fyrrum framlínumanns í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar erum örugglega ekki þeir einu sem upplifa vanmátt sinn innan kerfisins hér á Íslandi. Fyrri ríkisstjórnir mega skammast sín fyrir að hafa ekki gert betur því að það er búið að ræða vandann í mörg ár og nú er komið að skuldadögum. Starfsfólk stofnana í almannaþjónustu á ekki að þurfa að biðja aðstandendur afsökunar á ástandinu eins og gert var í okkar tilfelli því það á að bjóða þessu starfsfólki að vinna við viðunandi aðstæður. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Pabbi okkar lifði fyrir leit og björgun á meðan hann hafði starfsorku og hann gaf sannarlega sitt til samfélagsins. Það er sárt að horfa upp á það að hann fái ekki þá þjónustu sem honum ber, þegar hann sjálfur þarf síðan á henni að halda. Höfum í huga að þó að þessi pistill fjalli um pabba okkar systra þá gætum við öll lent í því að vera í hans sporum. Rakel Linda og Sigurlaug Kristjánsdætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Eldri borgarar Mest lesið Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Sjá meira
Vissir þú að framlínufólk hættir aldrei að vera framlínufólk ? „Náið í Ölmu, ég ætla að fara og aðstoða“. Þetta voru orð föður okkar, sem glímir við Alzheimersjúkdóminn, þegar við vorum staddar með honum inni á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Hann heyrði semsagt í þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar hún lenti við spítalann og hans viðbrögð voru að stökkva fram úr rúminu og hlaupa í þau störf sem þurfti. Pabbi okkar starfaði alla sína starfsævi hjá Landhelgisgæslu Íslands og var meðal annars í þyrlusveit Gæslunnar ásamt Ölmu Möller núverandi heilbrigðisráðherra. Við systur vorum börnin sem áttu von á því á hátíðisdögum, eins og aðra daga, að pabbi okkar þyrfti að yfirgefa fjölskylduna til að sinna bráðveiku fólki eða þeim sem voru í háska. Svo þegar pabbi heyrði í þyrlunni þarna á Bráðamóttökunni, var hann samstundis tilbúinn til starfa og kallaði eftir fyrrum samstarfskonu sinni því hann átti enn minninguna um samstarf sitt með Ölmu síðan hún starfaði með honum sem þyrlulæknir hjá Gæslunni. En þó starfsvettvangur pabba og Ölmu hafi verið sá sami á ákveðnum tímapunkti þá er staða þeirra ólík í dag. Þennan tiltekna dag þegar þyrlan lenti í Fossvogi áttum við systur tólf tíma vakt saman með pabba okkar á göngum Bráðamóttökunnar því það var allt yfirfullt. Reglan þar er „Aðeins einn aðstandandi með hverjum sjúklingi“. En við vorum lánsamar. Þarna var sjúklingur með meðvitund sem bauðst til að aðstoða okkur systur því hann sá að önnur okkar var ekki að höndla pabba ein. Við fengum að nota hans aðstandenda aðgang, því þessi sjúklingur hafði engan hjá sér. Mikið sem við erum þessum góða einstaklingi þakklátar. Bráðamóttakan er helvíti á jörðu fyrir Alzheimersjúklinga og aðstandendur þeirra. Sjúkdómurinn sem pabbi okkar glímir við er hræðilegur og yfirtekur líf þess einstaklings sem fær hann. Alzheimersjúklingar geta ekki tjáð líðan sína né hugsanir, þeir eru næmari en aðrir fyrir skynáreiti og þurfa því sértæka meðhöndlun. Þá umönnun er erfitt að fá í kerfi sem er í molum vegna innviðaskuldar og manneklu. Dagurinn sem pabbi okkar ákvað að ganga aftur í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sem sjúklingur á Bráðamóttökunni hafði sína forsögu. Stutta útgáfan er sú að um nóttina hafði hann dottið á hjúkrunarheimilinu sem hann býr á. Pabbi er í eðli sínu glaðlyndur rólyndismaður, en hraðinn og álagið í laskaða heilbrigðiskerfinu fór illa í hann, þar sem hann lá verkjaður án vitundar um hvar hann væri. Starfsfólk á þönum slökkvandi elda á erfitt með að koma til móts við sérþarfir sjúklinga og reyndum við systur því að aðstoða pabba okkar eftir bestu getu. Okkur leið eins og málleysingjum hrópandi á torgi því að erfitt var að fá aðstoð þegar á þurfti að halda. Álagið á okkur dætur hans pabba var orðið það mikið að önnur okkar systra beygði af og brast í grát. Hin gat ekki huggað systur sína því að hún gat ekki farið frá því að sinna pabba sínum. Hættum að tala bara fallega um mikilvægi grunnstoða samfélagsins á tyllidögum. Greinum vandann og byggjum upp kerfi sem virka. Það er alls staðar verið að slökkva elda innan kerfisins og við finnum það svo sannarlega þegar við þurfum á þjónustunni að halda. Það er ekki nóg að hugmyndafræðin sé falleg, hún verður að virka í raun svo að fagleg vinna skili sér. Við höfum ekki efni á að mjólka starfsorku framlínufólks þannig að það hverfi af braut. Við aðstandendur þessa fyrrum framlínumanns í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar erum örugglega ekki þeir einu sem upplifa vanmátt sinn innan kerfisins hér á Íslandi. Fyrri ríkisstjórnir mega skammast sín fyrir að hafa ekki gert betur því að það er búið að ræða vandann í mörg ár og nú er komið að skuldadögum. Starfsfólk stofnana í almannaþjónustu á ekki að þurfa að biðja aðstandendur afsökunar á ástandinu eins og gert var í okkar tilfelli því það á að bjóða þessu starfsfólki að vinna við viðunandi aðstæður. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Pabbi okkar lifði fyrir leit og björgun á meðan hann hafði starfsorku og hann gaf sannarlega sitt til samfélagsins. Það er sárt að horfa upp á það að hann fái ekki þá þjónustu sem honum ber, þegar hann sjálfur þarf síðan á henni að halda. Höfum í huga að þó að þessi pistill fjalli um pabba okkar systra þá gætum við öll lent í því að vera í hans sporum. Rakel Linda og Sigurlaug Kristjánsdætur.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun