Breytingarnar vonbrigði sem bitni á framhaldsskólanemum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. nóvember 2025 11:00 Kjartan Már Kjartansson er bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Samsett Vegagerðin hefur kynnt breytt leiðakerfi á landsbyggðinni sem meðal annars felast í fækkun stoppistöðva. Bæjarráð Reykjanesbæjar lýsir yfir vonbrigðum þar sem ekki er gert ráð fyrir að strætisvagn stoppi á Ásbrú. Íbúar hafa efnt til undirskriftarlista en þau telja að breytingin bitni á framhaldsskólanemum og geti jafnvel leitt til brottfalls. Um miðjan nóvember kynnti Vegagerðin breytingar á leiðakerfi strætisvagna á landsbyggðinni. Með breytingunum, sem felast meðal annars í að fjölga leiðum og fækka stoppistöðvum, er ætlunin að stuðla að betri og aðgengilegri almenningssamgöngum. Meðal leiða sem verður breytt er leið 55, sem fer frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur, en fækka á stoppistöðvum vagnsins í Reykjanesbæ og liggur leið strætisvagnsins ekki lengur um hverfið Ásbrú í Reykjanesbæ. Þessi breyting hefur vakið upp hörð viðbrögð meðal íbúa í hverfinu og bæjaryfirvalda. Til þess að íbúarnir geti nýtt sér leið 55 til Reykjavíkur þurfa þau að komast inn í Reykjanesbæ á tiltekna stoppistöð. Hins vegar fer fyrsti strætisvagninn frá þeirri stöð áður en innanbæjarstrætisvagnar fara af stað á morgnana, líkt og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, benti á í viðtali við RÚV. Geti íbúarnir ekki nýtt sér fyrstu ferð vagnsins eru þau að mæta í skóla og vinni eftir klukkan átta. Bæjarráð Reykjanesbæjar tók málið fyrir fyrr í vikunni og lýstu þau yfir miklum vonbrigðum með breytinguna í bókun á fundinum. Í hverfinu búa fimm þúsund manns og mun það kosta bæinn háar fjárhæðir að flytja íbúana þaðan á stoppistöðina í miðjum Reykjanesbæ. Breytingin gerir íbúum hverfisins erfitt fyrir að nýta strætisvagna til og frá höfuðborginni snemma á morgnana og seint á kvöldin. Milljarðaframlag einungis til höfuðborgarsvæðisins „Kostnaður fyrir Reykjanesbæ við að bæta við morgunakstri frá kl. 06-07 kostar okkur 15 milljónir árlega en horfast þarf í augu við það að tekjur Reykjanesbæjar eru 13% lægri en meðaltal sjö stærstu sveitarfélaganna,“ segir í bókun bæjarráðsins. „Hér er um að ræða skort á mikilvægri þjónustu fyrir fjórða stærsta sveitarfélag Íslands og vísað í stefnu stjórnvalda um áreiðanlegri samgöngur.“ Bæjarráðið segir breytingarnar skjóta skökku við, framlög til almenningssamgangna hækkuðu um 2,3 milljarða milli áranna 2024 og 2025 en þau hafi aðallega runnið til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem styttu ferðatíma og lengdu þjónustutíma. „Áherslur á landsbyggðina og samfélögin þar mæta hér afgangi og við í Reykjanesbæ hörmum þessa ákvörðun Vegagerðarinnar,“ segir í bókuninni. Bitni á framhaldsskólanemum Íbúarnir á Ásbrú hafa einnig látið í sér heyra og stofnuðu undirskriftarlista til að mótmæla breytingunum. Tæplega fimm hundruð manns hafa undirritað listann. Í rökstuðningi segir að fjöldi útlendinga búi á Ásbrú, þar á meðal flóttafólk og innflytjendur. Fyrir marga þeirra er leið 55 eina leiðin til að komast í vinnu, skóla, sækja þjónustu og taka þátt í samfélaginu. „Ungt fólk á Ásbrú, sem sækir framhaldsskóla í Reykjavík, Hafnarfirði og Garðabæ, verður sérstaklega illa statt. Fyrir fjölmarga unglinga er leið 55 eina leiðin til og frá skóla. Afnám stoppistöðvanna mun lengja ferðir, gera þær flóknari og dýrari, sem getur leitt til lakari mætingar eða jafnvel brottfalls úr námi,“ segir í rökstuðningum. Þar kemur einnig fram að margir íbúar hverfisins þurfa að sækja vinnu utan sveitarfélagsins, einkum á höfuðborgarsvæðinu, og þurfa því að nýta sér þessa tilteknu leið til að komast til vinnu. „Hætta þjónustu við stoppistöðvar á Ásbrú mun draga úr möguleikum fólks til að fá eða halda vinnu og getur aukið félagslega einangrun, erfiðleika við framfærslu og hindrað aðlögun að nýju samfélagi.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Strætó Samgöngur Reykjanesbær Vegagerð Framhaldsskólar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira
Um miðjan nóvember kynnti Vegagerðin breytingar á leiðakerfi strætisvagna á landsbyggðinni. Með breytingunum, sem felast meðal annars í að fjölga leiðum og fækka stoppistöðvum, er ætlunin að stuðla að betri og aðgengilegri almenningssamgöngum. Meðal leiða sem verður breytt er leið 55, sem fer frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur, en fækka á stoppistöðvum vagnsins í Reykjanesbæ og liggur leið strætisvagnsins ekki lengur um hverfið Ásbrú í Reykjanesbæ. Þessi breyting hefur vakið upp hörð viðbrögð meðal íbúa í hverfinu og bæjaryfirvalda. Til þess að íbúarnir geti nýtt sér leið 55 til Reykjavíkur þurfa þau að komast inn í Reykjanesbæ á tiltekna stoppistöð. Hins vegar fer fyrsti strætisvagninn frá þeirri stöð áður en innanbæjarstrætisvagnar fara af stað á morgnana, líkt og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, benti á í viðtali við RÚV. Geti íbúarnir ekki nýtt sér fyrstu ferð vagnsins eru þau að mæta í skóla og vinni eftir klukkan átta. Bæjarráð Reykjanesbæjar tók málið fyrir fyrr í vikunni og lýstu þau yfir miklum vonbrigðum með breytinguna í bókun á fundinum. Í hverfinu búa fimm þúsund manns og mun það kosta bæinn háar fjárhæðir að flytja íbúana þaðan á stoppistöðina í miðjum Reykjanesbæ. Breytingin gerir íbúum hverfisins erfitt fyrir að nýta strætisvagna til og frá höfuðborginni snemma á morgnana og seint á kvöldin. Milljarðaframlag einungis til höfuðborgarsvæðisins „Kostnaður fyrir Reykjanesbæ við að bæta við morgunakstri frá kl. 06-07 kostar okkur 15 milljónir árlega en horfast þarf í augu við það að tekjur Reykjanesbæjar eru 13% lægri en meðaltal sjö stærstu sveitarfélaganna,“ segir í bókun bæjarráðsins. „Hér er um að ræða skort á mikilvægri þjónustu fyrir fjórða stærsta sveitarfélag Íslands og vísað í stefnu stjórnvalda um áreiðanlegri samgöngur.“ Bæjarráðið segir breytingarnar skjóta skökku við, framlög til almenningssamgangna hækkuðu um 2,3 milljarða milli áranna 2024 og 2025 en þau hafi aðallega runnið til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem styttu ferðatíma og lengdu þjónustutíma. „Áherslur á landsbyggðina og samfélögin þar mæta hér afgangi og við í Reykjanesbæ hörmum þessa ákvörðun Vegagerðarinnar,“ segir í bókuninni. Bitni á framhaldsskólanemum Íbúarnir á Ásbrú hafa einnig látið í sér heyra og stofnuðu undirskriftarlista til að mótmæla breytingunum. Tæplega fimm hundruð manns hafa undirritað listann. Í rökstuðningi segir að fjöldi útlendinga búi á Ásbrú, þar á meðal flóttafólk og innflytjendur. Fyrir marga þeirra er leið 55 eina leiðin til að komast í vinnu, skóla, sækja þjónustu og taka þátt í samfélaginu. „Ungt fólk á Ásbrú, sem sækir framhaldsskóla í Reykjavík, Hafnarfirði og Garðabæ, verður sérstaklega illa statt. Fyrir fjölmarga unglinga er leið 55 eina leiðin til og frá skóla. Afnám stoppistöðvanna mun lengja ferðir, gera þær flóknari og dýrari, sem getur leitt til lakari mætingar eða jafnvel brottfalls úr námi,“ segir í rökstuðningum. Þar kemur einnig fram að margir íbúar hverfisins þurfa að sækja vinnu utan sveitarfélagsins, einkum á höfuðborgarsvæðinu, og þurfa því að nýta sér þessa tilteknu leið til að komast til vinnu. „Hætta þjónustu við stoppistöðvar á Ásbrú mun draga úr möguleikum fólks til að fá eða halda vinnu og getur aukið félagslega einangrun, erfiðleika við framfærslu og hindrað aðlögun að nýju samfélagi.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Strætó Samgöngur Reykjanesbær Vegagerð Framhaldsskólar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira