Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2025 16:46 Donald Trump og Vólódímír Selenskí við Hvíta húsið í október. EPA/SHAWN THEW Þótt Úkraínumenn hafi samþykkt marga af liðum nýrrar friðaráætlunar, eftir viðræður við Bandaríkjamenn og breytingar á upprunalegu tillögunum, eru enn stór deilumál útistandandi. Vonast er til þess að Vóldódímír Selenskí og Donald Trump, forsetar Úkraínu og Bandaríkjanna, geti leyst þann hnút og stendur til að þeir hittist sem fyrst, mögulega um næstu helgi. Rustem Umerov, forseti þjóðaröryggisráðs Úkraínu, sagði í dag að hann vonaðist til að forsetarnir gætu fundað sem fyrst. Hvíta húsið hefur þó ekki sagt til um hvort það standi til eða sé í boði. Bandarískir og rússneskir erindrekar hafa fundað um nýju tillögurnar í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Ólíklegt þykir að Rússar verði tilbúnir til að samþykkja friðaráætlunina nýju, þó að lítið sé í raun vitað um innihald hennar enn, en mögulegt er að þeir muni reyna að komast hjá því að hafna henni með afgerandi hætti, til að forðast það að reita Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til reiði. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður og bandamaður Trumps, gaf í gær til kynna að hann hefði ekki mikla trú á að yfirstandandi viðræður myndu skila árangri. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, myndi ekki semja um frið á meðan hann teldi sig með stjórn á aðstæðum. Þá sagði Graham að ef Pútín héldi áfram að hafna vopnahlésbeiðnum og friði, yrði að herða refsiaðgerðir gegn Rússum til muna og Vesturlönd yrðu að grípa til frekari aðgerða. I hope the meetings in Geneva will bear fruit, and that Ukraine and the United States can agree on a way forward to end this horrible war. I appreciate President Trump and his team for trying to push for peace. However, it is clear to me that there will be no peace as long as… https://t.co/PxYs9VnIe5— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) November 25, 2025 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lagði þær línur í morgun þegar hann ræddi við blaðamenn og sakaði hann þá Evrópumenn um að standa í vegi friðar. Ekki liggur fyrir hverjir skipa rússnesku sendinefndina í Abú Dabí en þeirri bandarísku er stýrt af Dan Driscoll, ráðherra bandaríska hersins. Landsvæði og öryggistryggingar til umræðu Þeir liðir upprunalegu friðaráætlunarinnar sem féllu hvað verst í kramið í Kænugarði sneru að landsvæðum og öryggistryggingum. Áætlunin þótti loðin þegar kæmi að því að tryggja fullveldi Úkraínu til framtíðar. Í stuttu máli sagt fól upprunalega áætlunin í sér að Úkraínumenn gæfu eftir umfangsmikið og víggirt svæði í Dónetsk-héraði og að í staðinn myndu Rússar halda yfirráðasvæðum sínum í Lúhansk, Kerson og Spórisjía, auk Krímskaga. Þeir ættu þó að hörfa frá einhverjum hernumdum svæðum eins og í Súmí og Karkív en þeir liðir voru nokkuð óljósir varðandi hvenær og hvernig það ætti að gerast. Sjá einnig: Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Ráðamenn í Úkraínu hafa ítrekað sagt að þeir muni aldrei viðurkenna formlega eignarrétt Rússa á hernumdum svæðum í Úkraínu. Úkraínumenn hefðu einnig aldrei viljað hörfa frá þeim svæðum sem þeir stjórna í Dónetsk. Í frétt Washington Post segir að á þessu ári hafi Rússar lagt undir sig minna en eitt prósent af úkraínsku landi. Þetta svæði hafi verið hernumið á kostnað þess að fleiri en tvö hundruð þúsund hermenn hafi fallið eða særst í átökunum. Reuters illustrated how much Ukrainian territory would be handed to Russia under Trump's plan, requiring forces to withdraw from unoccupied Donetsk and Luhansk areas including Sloviansk-Kramatorsk, which would fall under Russian control. pic.twitter.com/AdC9hYw09e— WarTranslated (@wartranslated) November 21, 2025 Þegar kemur að öryggistryggingum, sem snúast um að tryggja að Rússar geti ekki gert aðra innrás í Úkraínu eftir kannski nokkur ár, voru Úkraínumenn einnig ekki sáttir. Þeim átti að vera meinuð innganga í NATO og að takmarka stærð hers síns við sex hundruð þúsund menn. Þá áttu Rússar að binda í lög sín að þeir myndu ekki ráðast inn í fleiri nágrannaríki sín. Hvernig þetta á að líta út í nýju friðaráætluninni liggur ekki fyrir enn, samkvæmt frétt Reuters, og er vonast til þess að Selenskí og Trump geti komist að samkomulagi um það. Hvort Trump og Selenskí geti komist að samkomulagi um tillögur þeirra til Rússa er einungis einn hluti jöfnunnar. Síðan þarf að semja við Rússa um þær tillögur. Eins og staðan er í dag er fátt sem bendir til þess að Rússar séu tilbúnir að samþykkja áætlun sem Úkraínumenn geti sætt sig við, og öfugt. Úkraína Rússland Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Gerðu loftárásir á báða bóga Rússar og Úkraínumenn gerður loftárásir á báða bóga í nótt þar sem mannfall varð úr röðum almennra borgara. Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið flaugum og flogið drónum á höfuðborgina Kænugarð, þar sem að minnsta kosti tvær íbúðablokkir urðu fyrir sprengjum. 25. nóvember 2025 07:22 Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Stjórnvöld í Úkraínu hafa gert umfangsmiklar breytingar á svokallaðri "friðaráætlun" Bandaríkjanna og Rússlands, sem stendur nú í nítján atriðum í stað 28. 25. nóvember 2025 06:42 Skrifa ný drög að friðaráætlun Bandarískir og úkraínskir erindrekar hafa sett saman ný drög að friðaráætlun, samkvæmt yfirlýsingum þarlendra stjórnvalda. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að viðræður Úkraínumanna og Bandaríkjamanna í dag hafi skilað árangri. Aftur á móti væri nokkuð í land. 24. nóvember 2025 00:26 Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Bandarískir þingmenn sögðust í gærkvöldi hafa rætt við Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og að hann hefði sagt þeim að friðartillögur sem Bandaríkjamenn væru að reyna að fá Úkraínumenn til að samþykkja væru „óskalisti“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Þingmennirnir höfðu eftir Rubio að tillögurnar mörkuðu ekki raunverulega afstöðu Bandaríkjanna. 23. nóvember 2025 08:46 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Rustem Umerov, forseti þjóðaröryggisráðs Úkraínu, sagði í dag að hann vonaðist til að forsetarnir gætu fundað sem fyrst. Hvíta húsið hefur þó ekki sagt til um hvort það standi til eða sé í boði. Bandarískir og rússneskir erindrekar hafa fundað um nýju tillögurnar í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Ólíklegt þykir að Rússar verði tilbúnir til að samþykkja friðaráætlunina nýju, þó að lítið sé í raun vitað um innihald hennar enn, en mögulegt er að þeir muni reyna að komast hjá því að hafna henni með afgerandi hætti, til að forðast það að reita Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til reiði. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður og bandamaður Trumps, gaf í gær til kynna að hann hefði ekki mikla trú á að yfirstandandi viðræður myndu skila árangri. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, myndi ekki semja um frið á meðan hann teldi sig með stjórn á aðstæðum. Þá sagði Graham að ef Pútín héldi áfram að hafna vopnahlésbeiðnum og friði, yrði að herða refsiaðgerðir gegn Rússum til muna og Vesturlönd yrðu að grípa til frekari aðgerða. I hope the meetings in Geneva will bear fruit, and that Ukraine and the United States can agree on a way forward to end this horrible war. I appreciate President Trump and his team for trying to push for peace. However, it is clear to me that there will be no peace as long as… https://t.co/PxYs9VnIe5— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) November 25, 2025 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lagði þær línur í morgun þegar hann ræddi við blaðamenn og sakaði hann þá Evrópumenn um að standa í vegi friðar. Ekki liggur fyrir hverjir skipa rússnesku sendinefndina í Abú Dabí en þeirri bandarísku er stýrt af Dan Driscoll, ráðherra bandaríska hersins. Landsvæði og öryggistryggingar til umræðu Þeir liðir upprunalegu friðaráætlunarinnar sem féllu hvað verst í kramið í Kænugarði sneru að landsvæðum og öryggistryggingum. Áætlunin þótti loðin þegar kæmi að því að tryggja fullveldi Úkraínu til framtíðar. Í stuttu máli sagt fól upprunalega áætlunin í sér að Úkraínumenn gæfu eftir umfangsmikið og víggirt svæði í Dónetsk-héraði og að í staðinn myndu Rússar halda yfirráðasvæðum sínum í Lúhansk, Kerson og Spórisjía, auk Krímskaga. Þeir ættu þó að hörfa frá einhverjum hernumdum svæðum eins og í Súmí og Karkív en þeir liðir voru nokkuð óljósir varðandi hvenær og hvernig það ætti að gerast. Sjá einnig: Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Ráðamenn í Úkraínu hafa ítrekað sagt að þeir muni aldrei viðurkenna formlega eignarrétt Rússa á hernumdum svæðum í Úkraínu. Úkraínumenn hefðu einnig aldrei viljað hörfa frá þeim svæðum sem þeir stjórna í Dónetsk. Í frétt Washington Post segir að á þessu ári hafi Rússar lagt undir sig minna en eitt prósent af úkraínsku landi. Þetta svæði hafi verið hernumið á kostnað þess að fleiri en tvö hundruð þúsund hermenn hafi fallið eða særst í átökunum. Reuters illustrated how much Ukrainian territory would be handed to Russia under Trump's plan, requiring forces to withdraw from unoccupied Donetsk and Luhansk areas including Sloviansk-Kramatorsk, which would fall under Russian control. pic.twitter.com/AdC9hYw09e— WarTranslated (@wartranslated) November 21, 2025 Þegar kemur að öryggistryggingum, sem snúast um að tryggja að Rússar geti ekki gert aðra innrás í Úkraínu eftir kannski nokkur ár, voru Úkraínumenn einnig ekki sáttir. Þeim átti að vera meinuð innganga í NATO og að takmarka stærð hers síns við sex hundruð þúsund menn. Þá áttu Rússar að binda í lög sín að þeir myndu ekki ráðast inn í fleiri nágrannaríki sín. Hvernig þetta á að líta út í nýju friðaráætluninni liggur ekki fyrir enn, samkvæmt frétt Reuters, og er vonast til þess að Selenskí og Trump geti komist að samkomulagi um það. Hvort Trump og Selenskí geti komist að samkomulagi um tillögur þeirra til Rússa er einungis einn hluti jöfnunnar. Síðan þarf að semja við Rússa um þær tillögur. Eins og staðan er í dag er fátt sem bendir til þess að Rússar séu tilbúnir að samþykkja áætlun sem Úkraínumenn geti sætt sig við, og öfugt.
Úkraína Rússland Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Gerðu loftárásir á báða bóga Rússar og Úkraínumenn gerður loftárásir á báða bóga í nótt þar sem mannfall varð úr röðum almennra borgara. Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið flaugum og flogið drónum á höfuðborgina Kænugarð, þar sem að minnsta kosti tvær íbúðablokkir urðu fyrir sprengjum. 25. nóvember 2025 07:22 Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Stjórnvöld í Úkraínu hafa gert umfangsmiklar breytingar á svokallaðri "friðaráætlun" Bandaríkjanna og Rússlands, sem stendur nú í nítján atriðum í stað 28. 25. nóvember 2025 06:42 Skrifa ný drög að friðaráætlun Bandarískir og úkraínskir erindrekar hafa sett saman ný drög að friðaráætlun, samkvæmt yfirlýsingum þarlendra stjórnvalda. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að viðræður Úkraínumanna og Bandaríkjamanna í dag hafi skilað árangri. Aftur á móti væri nokkuð í land. 24. nóvember 2025 00:26 Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Bandarískir þingmenn sögðust í gærkvöldi hafa rætt við Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og að hann hefði sagt þeim að friðartillögur sem Bandaríkjamenn væru að reyna að fá Úkraínumenn til að samþykkja væru „óskalisti“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Þingmennirnir höfðu eftir Rubio að tillögurnar mörkuðu ekki raunverulega afstöðu Bandaríkjanna. 23. nóvember 2025 08:46 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Gerðu loftárásir á báða bóga Rússar og Úkraínumenn gerður loftárásir á báða bóga í nótt þar sem mannfall varð úr röðum almennra borgara. Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið flaugum og flogið drónum á höfuðborgina Kænugarð, þar sem að minnsta kosti tvær íbúðablokkir urðu fyrir sprengjum. 25. nóvember 2025 07:22
Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Stjórnvöld í Úkraínu hafa gert umfangsmiklar breytingar á svokallaðri "friðaráætlun" Bandaríkjanna og Rússlands, sem stendur nú í nítján atriðum í stað 28. 25. nóvember 2025 06:42
Skrifa ný drög að friðaráætlun Bandarískir og úkraínskir erindrekar hafa sett saman ný drög að friðaráætlun, samkvæmt yfirlýsingum þarlendra stjórnvalda. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að viðræður Úkraínumanna og Bandaríkjamanna í dag hafi skilað árangri. Aftur á móti væri nokkuð í land. 24. nóvember 2025 00:26
Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Bandarískir þingmenn sögðust í gærkvöldi hafa rætt við Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og að hann hefði sagt þeim að friðartillögur sem Bandaríkjamenn væru að reyna að fá Úkraínumenn til að samþykkja væru „óskalisti“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Þingmennirnir höfðu eftir Rubio að tillögurnar mörkuðu ekki raunverulega afstöðu Bandaríkjanna. 23. nóvember 2025 08:46
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent