Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Aron Guðmundsson skrifar 26. nóvember 2025 07:31 Janus Daði Smárason í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Vilhelm Gleðitíðindi bárust fyrir íslenska landsliðið í handbolta um nýliðna helgi nú þegar að styttist í Evrópumótið í janúar. Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason er mættur aftur inn á völlinn, fyrr en áætlað var, eftir að hafa rifið liðband í hné. Janus meiddist í leik með ungverska liðinu Pick Szeged undir lok september mánaðar og var gert ráð fyrir því að hann yrði frá í 10-12 vikur. Janus Daði sneri hins vegar aftur inn á völlinn á sunnudaginn síðastliðinn, sléttum átta vikum eftir að hafa meiðst, og skoraði tvö mörk í öruggum sigri Szeged. „Það er bara gott að spila, hafa verið leiðinlegar undanfarnar vikur. Að vera á hliðarlínunni, við erum óvanir því sem íþróttamenn þannig séð. Viljum helst vera með og reyna skipta máli,“ segir Janus Daði í viðtali hjá íþróttadeild Sýnar. Heppinn og glaður með að ekki hafi farið verr Janusi tókst að tileinka sér jákvætt hugarfar á meðan að endurhæfingunni stóð og að öllum líkindum spilar það stóran þátt í því að hann snýr nú fyrr til baka en vonir stóðu til. „Ég er þokkalega meðvitaður um að svona getur gerst og þá er þetta bara verkefni sem maður þarf að tækla. Svo lengi sem liðið þitt er að vinna leiki þá er þetta alltaf auðveldara en um leið og töpin gerast þá ertu kannski meira pirraður yfir því að geta ekki verið að bakka þá upp. Ég nýtti tímann bara vel í að sinna líkamana og viðhalda því sem hægt var að viðhalda. Þetta leið nú þokkalega hratt, allt í einu voru liðnar sex til sjö vikur og þokkalega stutt í þetta. Ég er bara glaður með að þurfa ekki að bíða lengur með að fara keppa.“ „Ég taldi mig bara vera nokkuð heppinn og glaður með að það fór ekki verr, var bara jákvæður yfir þessu allan tímann. Eigum við ekki að segja að það spili inn í. Að ef maður hefur nógu mikla trú á því að þetta gangi að þá taki maður betur á móti þessu. Ég er þokkalega meðvitaður um að svona getur gerst og þá er þetta bara verkefni sem maður þarf að tækla.“ Þarf að venjast því aftur að láta lemja á sér Ekkert bakslag varð í endurhæfingu Janusar og var leikur síðastliðinnar helgar, þar sem Pick Szeged vann öruggan sigur, fullkominn fyrir hann til það að snúa aftur í. „Mér líður samt núna í líkamanum eins og það sé ágúst í undirbúningstímabili. Mér er illt í bakinu og mjöðmunum, maður er að venjast því að komast í alvöru snertingu aftur og láta aðeins berja á sér. Því miður er ég í mikilli baráttu þegar ég er að spila og þarf svona kannski viku eða tvær til að komast yfir það. En annars er þetta sami takturinn, þægilegt þegar að dagleg rútína tekur við aftur því maður er eiginlega meira út í íþróttahúsi þegar að maður er meiddur, eins asnalega og það hljómar. Endalaust af tímum í einhverjum græjum. Ég er bara glaður með að sleppa við að gera það leiðinlega og fá að gera það skemmtilega núna.“ Það er oftar en ekki tekið ansi hart á Janusi DaðaVísir/Pawel Cieslikiewicz Það var einungis fyrsta kvöldið eftir meiðslin sem að Janus hafði smá áhyggjur af því hvort komandi Evrópumót, með íslenska landsliðinu í janúar væri úr sögunni. Nú hefur hann hins vegar góðan tíma til þess að undirbúa sig fyrir átökin þar. „Það er fyrsta sem maður hugsar um, þessi blessaði janúarmánuður sem maður er alltaf að bíða eftir. Svo er hann allt í einu búinn og þá er maður aftur farinn að bíða. Bara frábært að geta byrjað að æfa núna aftur á fullu, komast aftur í leikæfingu og takt. Nú er markmiðið bara að vera í toppstandi þegar að við hefjum undirbúning eftir áramót.“ Landslið karla í handbolta Ungverski handboltinn Íslendingar erlendis Handbolti EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Sjá meira
Janus meiddist í leik með ungverska liðinu Pick Szeged undir lok september mánaðar og var gert ráð fyrir því að hann yrði frá í 10-12 vikur. Janus Daði sneri hins vegar aftur inn á völlinn á sunnudaginn síðastliðinn, sléttum átta vikum eftir að hafa meiðst, og skoraði tvö mörk í öruggum sigri Szeged. „Það er bara gott að spila, hafa verið leiðinlegar undanfarnar vikur. Að vera á hliðarlínunni, við erum óvanir því sem íþróttamenn þannig séð. Viljum helst vera með og reyna skipta máli,“ segir Janus Daði í viðtali hjá íþróttadeild Sýnar. Heppinn og glaður með að ekki hafi farið verr Janusi tókst að tileinka sér jákvætt hugarfar á meðan að endurhæfingunni stóð og að öllum líkindum spilar það stóran þátt í því að hann snýr nú fyrr til baka en vonir stóðu til. „Ég er þokkalega meðvitaður um að svona getur gerst og þá er þetta bara verkefni sem maður þarf að tækla. Svo lengi sem liðið þitt er að vinna leiki þá er þetta alltaf auðveldara en um leið og töpin gerast þá ertu kannski meira pirraður yfir því að geta ekki verið að bakka þá upp. Ég nýtti tímann bara vel í að sinna líkamana og viðhalda því sem hægt var að viðhalda. Þetta leið nú þokkalega hratt, allt í einu voru liðnar sex til sjö vikur og þokkalega stutt í þetta. Ég er bara glaður með að þurfa ekki að bíða lengur með að fara keppa.“ „Ég taldi mig bara vera nokkuð heppinn og glaður með að það fór ekki verr, var bara jákvæður yfir þessu allan tímann. Eigum við ekki að segja að það spili inn í. Að ef maður hefur nógu mikla trú á því að þetta gangi að þá taki maður betur á móti þessu. Ég er þokkalega meðvitaður um að svona getur gerst og þá er þetta bara verkefni sem maður þarf að tækla.“ Þarf að venjast því aftur að láta lemja á sér Ekkert bakslag varð í endurhæfingu Janusar og var leikur síðastliðinnar helgar, þar sem Pick Szeged vann öruggan sigur, fullkominn fyrir hann til það að snúa aftur í. „Mér líður samt núna í líkamanum eins og það sé ágúst í undirbúningstímabili. Mér er illt í bakinu og mjöðmunum, maður er að venjast því að komast í alvöru snertingu aftur og láta aðeins berja á sér. Því miður er ég í mikilli baráttu þegar ég er að spila og þarf svona kannski viku eða tvær til að komast yfir það. En annars er þetta sami takturinn, þægilegt þegar að dagleg rútína tekur við aftur því maður er eiginlega meira út í íþróttahúsi þegar að maður er meiddur, eins asnalega og það hljómar. Endalaust af tímum í einhverjum græjum. Ég er bara glaður með að sleppa við að gera það leiðinlega og fá að gera það skemmtilega núna.“ Það er oftar en ekki tekið ansi hart á Janusi DaðaVísir/Pawel Cieslikiewicz Það var einungis fyrsta kvöldið eftir meiðslin sem að Janus hafði smá áhyggjur af því hvort komandi Evrópumót, með íslenska landsliðinu í janúar væri úr sögunni. Nú hefur hann hins vegar góðan tíma til þess að undirbúa sig fyrir átökin þar. „Það er fyrsta sem maður hugsar um, þessi blessaði janúarmánuður sem maður er alltaf að bíða eftir. Svo er hann allt í einu búinn og þá er maður aftur farinn að bíða. Bara frábært að geta byrjað að æfa núna aftur á fullu, komast aftur í leikæfingu og takt. Nú er markmiðið bara að vera í toppstandi þegar að við hefjum undirbúning eftir áramót.“
Landslið karla í handbolta Ungverski handboltinn Íslendingar erlendis Handbolti EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Sjá meira