Viðskipti innlent

Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna

Kjartan Kjartansson skrifar
Höfuðstöðvar Vélfags á Akureyri. Fyrirtækið selur ýmsan tæknibúnað sem tengist sjávarútvegi.
Höfuðstöðvar Vélfags á Akureyri. Fyrirtækið selur ýmsan tæknibúnað sem tengist sjávarútvegi. Vélfag

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið af kröfum Vélfags og meirihluta eiganda þess í morgun. Félagið hefur sætt þvingunaraðgerðum vegna tengsla eiganda þess við rússneskt félag sem er talið hluti af skuggaflota Rússa frá því í sumar.

Annað málið sem var höfðað gegn ríkinu snerist um þá ákvörðun utanríkisráðuneytisins að hafna beiðni Vélfags um að skrá Ivan Kaufmann, meirihlutaeiganda fyrirtækisins, sem stjórnarformann í sumar. 

Í hinu málinu krafðist Vélfag þess að ákvörðun Arion banka um að frysta fjármuni fyrirtækisins í júlí yrði endurskoðuð.

Arion banki frysti fjármuni Vélfags þar sem Kaufmann var talinn skráður eigandi þess til málamynda fyrir hönd Norebo JSC. Rússneska félagið er á þvingunarlista Evrópusambandsins vegna tilrauna rússneskra stjórnvalda til að valda óstöðugleika í Evrópu.

Dótturfélag Norebo átti Vélfag fram til ársins 2023 og í gegnum nátengdan aðila þar í sumar að Kaufmann keypti meirihluta hlutafjár í norðlenska fyrirtækinu.

Fréttin verður uppfærð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×