Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. nóvember 2025 07:03 Framakonur í frama-fríi: Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Ósk Heiða Sveinsdóttir hafa báðar verið í flottum stórum störfum en standa nú á tímamótum. Því atvinnuleit eru kaflaskil og þessum tímabili fylgja alls konar tilfinningar. En líka tækifæri. Vísir/Vilhelm „Já þetta kallar alveg á ákveðið hugrekki,“ svarar Gunnur Líf Gunnarsdóttir og bætir við: „Ég þurfti alveg að hafa fyrir því að setja egóið til hliðar.“ Ósk Heiða Sveinsdóttir kinkar kolli. Og segir: Sjálfsmyndin okkar er svo mikið tengd því hvað við gerum. Enda alþekkt að þegar fólk hittir annað fólk, segir það: Gaman að hitta þig og spyr síðan: Og hvað gerir þú?“ Umræðuefnið eru þau kaflaskil sem það að vera án atvinnu felur í sér. Að vera í atvinnuleit og það mögulega eftir að hafa verið í áberandi góðum og flottum stöðum áður. Eins og á við um bæði Gunni og Ósk. Gunnur tekur undir það sem Ósk segir um sjálfsmyndina og hversu samofið sjálfsmyndin er oft störfunum okkar. „Það er ákveðin berskjöldun í því að hafa verið Gunnur í Samkaup í svona langan tíma en verða allt í einu bara Gunnur. Þetta kallar á ákveðna sjálfskoðun, þar sem maður þarf að spyrja sig: Bíddu, ef ég er bara Gunnur núna, hver er ég þá?“ Framakonur í frama-fríi Til að setja hlutina í samhengi, er best að segja fyrst frá því við hvað stöllurnar störfuðu áður. Gunnur sat í framkvæmdastjórn Samkaupa sem framkvæmdastjóri verslunar og mannauðsviðs. Gunnur starfaði í sjö ár hjá Samkaupum, sem á þessu ári sameinaðist Atlögu, áður Heimkaup.Ósk hefur starfað við sölu- og markaðsmál um árabil. Var hjá Póstinum í sex ár, sat í framkvæmdastjórn Póstsins sem framkvæmdastjóri viðskiptavina og bar ábyrgð á markaðsmálum, sölu, þjónustu, upplifun viðskiptavina og vefmálum.Báðar sitja þær í stjórn. Gunnur hjá TM líftryggingum, en Ósk í samtökunum WomenTechIceland.Báðar hafa setið í fleiri stjórnum og báðar hafa tekið virkan þátt í ýmsu félagslífi atvinnulífsins.Báðar búa yfir sterku tengslaneti í viðskiptalífinu; þekkja marga.Báðar hafa hlotið verðlaun fyrir sín störf eða viðurkenningar. Þá er Ósk mentor hjá FKA og Gunnur hefur verið valin rísandi stjarna á 40/40 listanum eftirsótta fyrir mest spennandi stjórnendur framtíðarinnar og hlaut stjórnendaverðlaun Stjórnvísi 2022. Vinskapur Gunnar og Óskar tengist einmitt þessari veröld þeirra sem framakonur. Því á viðburði tóku þær fyrst tal saman. „Mig minnir að það hafi verið fyrst á viðburði hjá Stjórnvísi. Og ætli það hafi þá ekki bara verið nokkurn veginn þannig að ég hef gengið upp að Gunni, kynnt mig og sagt henni að mig langaði að verða vinkona hennar,“ segir Ósk og skellihlær.Tíminn leið og fyrir algjöra tilviljun, kom í ljós snemma hausts að báðar væru þær á sams konar tímamótum nú; í atvinnuleit.„Við erum í frama-fríi,“ segir Gunnur og viðurkennir að henni finnist það svolítið skemmtileg orðanotkun.„Reyndar segjum við oft að við séum fjárfestar. Því við erum að fjárfesta í okkur sjálfum sem framakonur í frama-fríi.“ Gunnur og Ósk segja ótrúlega mikinn stuðning í því að geta talað við annað fólk sem er að upplifa sömu kaflaskil og maður sjálfur. Hugmyndin að Tengsla hringnum vaknaði einmitt vegna þess að þær fundu sjálfar hvað það er dýrmætt að geta speglað sig í öðrum.Vísir/Vilhelm Æðisleg speglunFólk sem fylgist með þeim stöllum á LinkedIn hefur ekki farið varhluta af því að síðustu vikur hafa þær staðið fyrir viðburðum nýs hóps; Tengsla hringnum.Í kynningartexta um hópinn segir:Tilgangur þessa hóps er að skapa óformlegt samfélag fólks sem stendur á kaflaskilum í lífi sínu, óháð því hvort það sé í hefðbundinni dagvinnu eða einhvers annars staðar í lífinu. Markmiðið er að styrkja tengslanetið, hittast yfir bolla og hafa svolítið gaman.Hugmyndin að Tengsla hringnum vaknaði yfir kaffibolla og nýbökuðum sörum í eldhúsinu hjá Gunni.„Ég hafði sett færslu inn á LinkedIn þar sem ég segi frá því að ég sé í atvinnuleit. Ósk sendi mér í kjölfarið skilaboð, sagðist vera í sömu sporum og spurði hvort við ættum ekki að hittast í kaffi,“ segir Gunnur.Það sem báðar upplifðu strax yfir þessum fyrsta kaffibolla, var hversu gott það er að geta talað um málin við einhvern sem er í sömu sporum. Að upplifa sömu stöðuna, sömu vangavelturnar, eða sömu sjálfskoðunina.„Því maður hefur alveg líka farið í gegnum það að vera í ferli með eitthvað starf, eða verið spenntur eftir atvinnuviðtal. En fá síðan ekki starfið og upplifa höfnun,“ segir Gunnur einlæg.Það felast líka mjög mikil viðbrigði í því að hafa alltaf verið með svaka upptekið dagatal í Outlook. Hafa lengi þurft að kíkja í dagatalið hvort maður hefði tíma fyrir þetta eða hitt eða þennan eða hinn.Allt í einu er ekkert í dagatalinu,“ bætir Ósk við. Jafn einlæg og jafn til í að miðla af reynslunni. Því já; að upplifa kaflaskil eins og atvinnumissi eða atvinnuleit, er viss reynsla út af fyrir sig.„En við fundum það svo sterkt sjálfar, hvað það gefur mikið að vera með svona góðan makker í hvor annarri. Að geta talað við einhvern um allt og speglað sjálfan sig,“ segir Gunnur og viðurkennir að hún verði eiginlega hálf meyr yfir því hvað vinskapurinn, samverustundirnar og stuðningurinn síðastliðnar vikur hefur verið gefandi fyrir þær báðar.Að geta stutt svona við hvor aðra og speglað, varð að hugmyndinni um að efla fleira fólk í sömu sporum til að gera slíkt hið sama.„Þannig að fólk átti sig á því að það er ekki eitt í sinni líðan eða tilfinningum. Ekkert okkar er fyrsta manneskjan til að standa í þeim sporum að vera milli starfa og ekkert okkar er það síðasta sem stendur í þessum sporum,“ segir Ósk og bætir við:„Enda hefur það gerst nú þegar hjá Tengsla hringnum að þar hefur fólk verið að hittast í fyrsta sinn og þau kynni strax skilað einhverju eins og til dæmis atvinnuviðtali, nýjum verkefnum og fleira.“Hátt í 300 manns hafa nú skráð sig í Tengsla hringinn á LinkdIn. Hópmynd frá síðasta hitting, haldinn á Bastel Föndurkaffi þar sem Auður Ösp Ólafsdóttir hélt erindi um máttinn í þínu persónulega vörumerki. Vísir/Vilhelm, Tengsla hringurDýrmæt sjálfskoðunGunnur og Ósk segja kaflaskil sem þessi tvímælalaust kalla á ákveðna sjálfskoðun.„Ég er mjög fegin því eftir á að hyggja að hafa ekki farið beint úr starfinu hjá Samkaupum yfir í nýtt stjórnendastarf. Það hefði einfaldlega ekki verið jafn gott fyrir næsta vinnuveitanda,“ segir Gunnur og bætir við:„Því þessi reynsla mun líka efla okkur sem stjórnendur í næstu verkefnum. Við munum án efa horfa öðruvísi á ráðningaferlið hér eftir, upplýsingaflæðið því tengt og fleira. Þetta er óskaplega dýrmæt reynsla, þótt auðvitað reyni það líka á sjálfstraustið, svo það sé einfaldlega sagt.“Eitt af því sem Gunnur og Ósk segir gefast mjög vel á þessum tíma sem atvinnuleitin er, sé að mæta á alls kyns ókeypis viðburði, námskeið sem bjóðast og fleira. Það fylli ekki aðeins upp í nýtilkomna tóma dagatalið, heldur hjálpi það líka til við sjálfskoðunina.„Því það er einmitt með því að sækja ólíka viðburði og fræðslu, sem maður lærir mest um það fyrir hverju maður sjálfur brennur, hvar áhuginn og ástríðan liggur,“ segir Ósk og nefnir sem dæmi viðburði sem þær hafa sótt saman hjá fagfélögum, fyrirtækjum og fleira; allt frá því að hafa verið öflugir tengslamyndunarviðburðir yfir í fræðslu um stjórnarsetu, öryggismenningu, jafnvel það að leika sér með Legó!„Við elskum líka ókeypis kaffi,“ bætir Gunnur við og hlær.Ósk segir líka frá skemmtilegu dæmi um það, hvernig hægt er að nota gleðina, jákvæðnina og jafnvel húmorinn í atvinnuleitinni. Þótt það kalli á að fara út fyrir þægindarrammann.„Í síðustu viku skellti ég mér til Noregs með 120 manns úr félagi mannauðsfólks, þar af mörgum mannauðsstjórum. Sem er þó ekki mitt svið. Ég kynntist fullt af fólki sem ég þekkti ekki áður og í þetta sinn gat ég ekki samofið sjálfsmyndina mína við starfið sem ég væri í, heldur þurfti ég að segja að ég væri á milli starfa og í atvinnuleit,“ segir Ósk og bætir síðan hlæjandi við:„Og auðvitað grínaðist ég þá bara með að uppi á hótelherbergi væri ég með 120 útprentaðar ferilskrár sem ég myndi dreifa á hópinn.“Að koma sjálfum sér á framfæri, segja frá atvinnuleitinni og nýta tengslanetið er einmitt liður í því sem fólk í atvinnuleit verður að vinna í.Þótt það sé stundum svolítið erfitt skref.„En þá þarf maður bara að hugsa: Við tvær höfum til dæmis báðar verið duglegar að koma okkur á framfæri síðustu árin, væri ekki svolítið skrýtið að ætla að hætta því núna, þegar við erum í þessum kaflaskilum?“Ósk og Gunnur viðurkenna alveg að það kallar á ákveðið hugrekki og þor og að setja egóið til hliðar að vera í atvinnuleit. Að vera á milli starfa kalli á ákveðna sjálfskoðun sem sé dýrmæt. Án efa muni kaflaskilin efla þær sem stjórnendur í næsta spennandi starfi.Vísir/VilhelmArftakaáætlun?Gunnur og Ósk segja báðar að það sé frábær tilfinning að finna hversu mikla trú á þeim fólk hefur almennt.Að sama skapi myndi það ákveðna pressu: að fara að finna gott starf!Því það gildir það sama í þessu og öðru; við erum flest öll mjög dugleg að peppa upp hvort annað en ofboðslega dómhörð og gagnrýnin á okkur sjálf,“ segir Gunnur.Að peppa hvort annað upp er þó ekki aðeins það sem Tengsla hringurinn hefur náð að gera. Því nú tilheyra hópnum hátt í 300 manns.„Fólk hefur einfaldlega verið að skrá sig í hópinn á LinkedIn og mæta á viðburði, til þess að fræðast og kynnast öðru fólki,“ útskýra stöllurnar.Á nokkrum vikum fór því svo, að vinkonurnar hafa áttað sig á því að Tengsla hringurinn er einfaldlega kominn til að vera.Eitthvað sem er samfélagslega gott, er að virka fyrir fólk á svo margvíslegan hátt. Byggja upp og valdefla.En nú er nokkuð fyrirséð að áður en varir, verðið þið aftur komnar á hvolf í einhver spennandi störf og með stútfullt dagatal að sinna: Hvað verður þá um Tengsla hringinn?„Tja, þetta er augljóslega vísir á að við þurfum einhverja mjög góða arftakaáætlun,“ svarar Gunnur og Ósk tekur undir með skemmtilegum hlátri. Starfsframi Tengdar fréttir Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ „Fríin mín voru eins og hjá flestum. Kannski einhverjar tvær vikur í senn. Og þá hugsaði ég oft með mér: Hvað það væri nú frábært að geta verið í fríi í svona tvo mánuði á launum og geta gert það sem manni langar til,“ segir Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie um tímabilið þegar hann varð atvinnulaus um árið. 19. september 2024 07:02 Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu. Enda hef ég aldrei lent í neinu svona,“ segir Sævar Garðarsson sjálfstætt starfandi ráðgjafi um atvinnumissinn hjá Controlant á dögunum. 4. október 2024 07:02 Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Það er hægt að finna mörg góð ráð á netinu sem geta hjálpað til við að takast á við óvæntan atvinnumissi. Svo ekki sé talað um góðu ráðin sem gervigreindin getur hjálpað til með. 3. október 2025 07:03 Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ „Við erum að þjónusta bæði lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. En stundum leita einnig einyrkjar til Hoobla, til dæmis sjúkraþjálfarar og tannlæknar, sem þurfa aðstoð frá sérfræðingi vegna breytinga á reglugerðum eða gæðakröfum,“ segir Harpa Magnúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Hoobla. 8. janúar 2025 07:02 „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ „Rannsóknir sýna að starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hætti störfum í kjölfar uppsagnar,“ segir Hilja Guðmundsdóttir ráðgjafi hjá Mental ráðgjöf og sérfræðingur í mannauðsstjórnun. Og er þar að vísa í það sem getur gerst á vinnustað, eftir hópuppsagnir. 9. október 2025 07:03 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
Ósk Heiða Sveinsdóttir kinkar kolli. Og segir: Sjálfsmyndin okkar er svo mikið tengd því hvað við gerum. Enda alþekkt að þegar fólk hittir annað fólk, segir það: Gaman að hitta þig og spyr síðan: Og hvað gerir þú?“ Umræðuefnið eru þau kaflaskil sem það að vera án atvinnu felur í sér. Að vera í atvinnuleit og það mögulega eftir að hafa verið í áberandi góðum og flottum stöðum áður. Eins og á við um bæði Gunni og Ósk. Gunnur tekur undir það sem Ósk segir um sjálfsmyndina og hversu samofið sjálfsmyndin er oft störfunum okkar. „Það er ákveðin berskjöldun í því að hafa verið Gunnur í Samkaup í svona langan tíma en verða allt í einu bara Gunnur. Þetta kallar á ákveðna sjálfskoðun, þar sem maður þarf að spyrja sig: Bíddu, ef ég er bara Gunnur núna, hver er ég þá?“ Framakonur í frama-fríi Til að setja hlutina í samhengi, er best að segja fyrst frá því við hvað stöllurnar störfuðu áður. Gunnur sat í framkvæmdastjórn Samkaupa sem framkvæmdastjóri verslunar og mannauðsviðs. Gunnur starfaði í sjö ár hjá Samkaupum, sem á þessu ári sameinaðist Atlögu, áður Heimkaup.Ósk hefur starfað við sölu- og markaðsmál um árabil. Var hjá Póstinum í sex ár, sat í framkvæmdastjórn Póstsins sem framkvæmdastjóri viðskiptavina og bar ábyrgð á markaðsmálum, sölu, þjónustu, upplifun viðskiptavina og vefmálum.Báðar sitja þær í stjórn. Gunnur hjá TM líftryggingum, en Ósk í samtökunum WomenTechIceland.Báðar hafa setið í fleiri stjórnum og báðar hafa tekið virkan þátt í ýmsu félagslífi atvinnulífsins.Báðar búa yfir sterku tengslaneti í viðskiptalífinu; þekkja marga.Báðar hafa hlotið verðlaun fyrir sín störf eða viðurkenningar. Þá er Ósk mentor hjá FKA og Gunnur hefur verið valin rísandi stjarna á 40/40 listanum eftirsótta fyrir mest spennandi stjórnendur framtíðarinnar og hlaut stjórnendaverðlaun Stjórnvísi 2022. Vinskapur Gunnar og Óskar tengist einmitt þessari veröld þeirra sem framakonur. Því á viðburði tóku þær fyrst tal saman. „Mig minnir að það hafi verið fyrst á viðburði hjá Stjórnvísi. Og ætli það hafi þá ekki bara verið nokkurn veginn þannig að ég hef gengið upp að Gunni, kynnt mig og sagt henni að mig langaði að verða vinkona hennar,“ segir Ósk og skellihlær.Tíminn leið og fyrir algjöra tilviljun, kom í ljós snemma hausts að báðar væru þær á sams konar tímamótum nú; í atvinnuleit.„Við erum í frama-fríi,“ segir Gunnur og viðurkennir að henni finnist það svolítið skemmtileg orðanotkun.„Reyndar segjum við oft að við séum fjárfestar. Því við erum að fjárfesta í okkur sjálfum sem framakonur í frama-fríi.“ Gunnur og Ósk segja ótrúlega mikinn stuðning í því að geta talað við annað fólk sem er að upplifa sömu kaflaskil og maður sjálfur. Hugmyndin að Tengsla hringnum vaknaði einmitt vegna þess að þær fundu sjálfar hvað það er dýrmætt að geta speglað sig í öðrum.Vísir/Vilhelm Æðisleg speglunFólk sem fylgist með þeim stöllum á LinkedIn hefur ekki farið varhluta af því að síðustu vikur hafa þær staðið fyrir viðburðum nýs hóps; Tengsla hringnum.Í kynningartexta um hópinn segir:Tilgangur þessa hóps er að skapa óformlegt samfélag fólks sem stendur á kaflaskilum í lífi sínu, óháð því hvort það sé í hefðbundinni dagvinnu eða einhvers annars staðar í lífinu. Markmiðið er að styrkja tengslanetið, hittast yfir bolla og hafa svolítið gaman.Hugmyndin að Tengsla hringnum vaknaði yfir kaffibolla og nýbökuðum sörum í eldhúsinu hjá Gunni.„Ég hafði sett færslu inn á LinkedIn þar sem ég segi frá því að ég sé í atvinnuleit. Ósk sendi mér í kjölfarið skilaboð, sagðist vera í sömu sporum og spurði hvort við ættum ekki að hittast í kaffi,“ segir Gunnur.Það sem báðar upplifðu strax yfir þessum fyrsta kaffibolla, var hversu gott það er að geta talað um málin við einhvern sem er í sömu sporum. Að upplifa sömu stöðuna, sömu vangavelturnar, eða sömu sjálfskoðunina.„Því maður hefur alveg líka farið í gegnum það að vera í ferli með eitthvað starf, eða verið spenntur eftir atvinnuviðtal. En fá síðan ekki starfið og upplifa höfnun,“ segir Gunnur einlæg.Það felast líka mjög mikil viðbrigði í því að hafa alltaf verið með svaka upptekið dagatal í Outlook. Hafa lengi þurft að kíkja í dagatalið hvort maður hefði tíma fyrir þetta eða hitt eða þennan eða hinn.Allt í einu er ekkert í dagatalinu,“ bætir Ósk við. Jafn einlæg og jafn til í að miðla af reynslunni. Því já; að upplifa kaflaskil eins og atvinnumissi eða atvinnuleit, er viss reynsla út af fyrir sig.„En við fundum það svo sterkt sjálfar, hvað það gefur mikið að vera með svona góðan makker í hvor annarri. Að geta talað við einhvern um allt og speglað sjálfan sig,“ segir Gunnur og viðurkennir að hún verði eiginlega hálf meyr yfir því hvað vinskapurinn, samverustundirnar og stuðningurinn síðastliðnar vikur hefur verið gefandi fyrir þær báðar.Að geta stutt svona við hvor aðra og speglað, varð að hugmyndinni um að efla fleira fólk í sömu sporum til að gera slíkt hið sama.„Þannig að fólk átti sig á því að það er ekki eitt í sinni líðan eða tilfinningum. Ekkert okkar er fyrsta manneskjan til að standa í þeim sporum að vera milli starfa og ekkert okkar er það síðasta sem stendur í þessum sporum,“ segir Ósk og bætir við:„Enda hefur það gerst nú þegar hjá Tengsla hringnum að þar hefur fólk verið að hittast í fyrsta sinn og þau kynni strax skilað einhverju eins og til dæmis atvinnuviðtali, nýjum verkefnum og fleira.“Hátt í 300 manns hafa nú skráð sig í Tengsla hringinn á LinkdIn. Hópmynd frá síðasta hitting, haldinn á Bastel Föndurkaffi þar sem Auður Ösp Ólafsdóttir hélt erindi um máttinn í þínu persónulega vörumerki. Vísir/Vilhelm, Tengsla hringurDýrmæt sjálfskoðunGunnur og Ósk segja kaflaskil sem þessi tvímælalaust kalla á ákveðna sjálfskoðun.„Ég er mjög fegin því eftir á að hyggja að hafa ekki farið beint úr starfinu hjá Samkaupum yfir í nýtt stjórnendastarf. Það hefði einfaldlega ekki verið jafn gott fyrir næsta vinnuveitanda,“ segir Gunnur og bætir við:„Því þessi reynsla mun líka efla okkur sem stjórnendur í næstu verkefnum. Við munum án efa horfa öðruvísi á ráðningaferlið hér eftir, upplýsingaflæðið því tengt og fleira. Þetta er óskaplega dýrmæt reynsla, þótt auðvitað reyni það líka á sjálfstraustið, svo það sé einfaldlega sagt.“Eitt af því sem Gunnur og Ósk segir gefast mjög vel á þessum tíma sem atvinnuleitin er, sé að mæta á alls kyns ókeypis viðburði, námskeið sem bjóðast og fleira. Það fylli ekki aðeins upp í nýtilkomna tóma dagatalið, heldur hjálpi það líka til við sjálfskoðunina.„Því það er einmitt með því að sækja ólíka viðburði og fræðslu, sem maður lærir mest um það fyrir hverju maður sjálfur brennur, hvar áhuginn og ástríðan liggur,“ segir Ósk og nefnir sem dæmi viðburði sem þær hafa sótt saman hjá fagfélögum, fyrirtækjum og fleira; allt frá því að hafa verið öflugir tengslamyndunarviðburðir yfir í fræðslu um stjórnarsetu, öryggismenningu, jafnvel það að leika sér með Legó!„Við elskum líka ókeypis kaffi,“ bætir Gunnur við og hlær.Ósk segir líka frá skemmtilegu dæmi um það, hvernig hægt er að nota gleðina, jákvæðnina og jafnvel húmorinn í atvinnuleitinni. Þótt það kalli á að fara út fyrir þægindarrammann.„Í síðustu viku skellti ég mér til Noregs með 120 manns úr félagi mannauðsfólks, þar af mörgum mannauðsstjórum. Sem er þó ekki mitt svið. Ég kynntist fullt af fólki sem ég þekkti ekki áður og í þetta sinn gat ég ekki samofið sjálfsmyndina mína við starfið sem ég væri í, heldur þurfti ég að segja að ég væri á milli starfa og í atvinnuleit,“ segir Ósk og bætir síðan hlæjandi við:„Og auðvitað grínaðist ég þá bara með að uppi á hótelherbergi væri ég með 120 útprentaðar ferilskrár sem ég myndi dreifa á hópinn.“Að koma sjálfum sér á framfæri, segja frá atvinnuleitinni og nýta tengslanetið er einmitt liður í því sem fólk í atvinnuleit verður að vinna í.Þótt það sé stundum svolítið erfitt skref.„En þá þarf maður bara að hugsa: Við tvær höfum til dæmis báðar verið duglegar að koma okkur á framfæri síðustu árin, væri ekki svolítið skrýtið að ætla að hætta því núna, þegar við erum í þessum kaflaskilum?“Ósk og Gunnur viðurkenna alveg að það kallar á ákveðið hugrekki og þor og að setja egóið til hliðar að vera í atvinnuleit. Að vera á milli starfa kalli á ákveðna sjálfskoðun sem sé dýrmæt. Án efa muni kaflaskilin efla þær sem stjórnendur í næsta spennandi starfi.Vísir/VilhelmArftakaáætlun?Gunnur og Ósk segja báðar að það sé frábær tilfinning að finna hversu mikla trú á þeim fólk hefur almennt.Að sama skapi myndi það ákveðna pressu: að fara að finna gott starf!Því það gildir það sama í þessu og öðru; við erum flest öll mjög dugleg að peppa upp hvort annað en ofboðslega dómhörð og gagnrýnin á okkur sjálf,“ segir Gunnur.Að peppa hvort annað upp er þó ekki aðeins það sem Tengsla hringurinn hefur náð að gera. Því nú tilheyra hópnum hátt í 300 manns.„Fólk hefur einfaldlega verið að skrá sig í hópinn á LinkedIn og mæta á viðburði, til þess að fræðast og kynnast öðru fólki,“ útskýra stöllurnar.Á nokkrum vikum fór því svo, að vinkonurnar hafa áttað sig á því að Tengsla hringurinn er einfaldlega kominn til að vera.Eitthvað sem er samfélagslega gott, er að virka fyrir fólk á svo margvíslegan hátt. Byggja upp og valdefla.En nú er nokkuð fyrirséð að áður en varir, verðið þið aftur komnar á hvolf í einhver spennandi störf og með stútfullt dagatal að sinna: Hvað verður þá um Tengsla hringinn?„Tja, þetta er augljóslega vísir á að við þurfum einhverja mjög góða arftakaáætlun,“ svarar Gunnur og Ósk tekur undir með skemmtilegum hlátri.
Starfsframi Tengdar fréttir Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ „Fríin mín voru eins og hjá flestum. Kannski einhverjar tvær vikur í senn. Og þá hugsaði ég oft með mér: Hvað það væri nú frábært að geta verið í fríi í svona tvo mánuði á launum og geta gert það sem manni langar til,“ segir Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie um tímabilið þegar hann varð atvinnulaus um árið. 19. september 2024 07:02 Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu. Enda hef ég aldrei lent í neinu svona,“ segir Sævar Garðarsson sjálfstætt starfandi ráðgjafi um atvinnumissinn hjá Controlant á dögunum. 4. október 2024 07:02 Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Það er hægt að finna mörg góð ráð á netinu sem geta hjálpað til við að takast á við óvæntan atvinnumissi. Svo ekki sé talað um góðu ráðin sem gervigreindin getur hjálpað til með. 3. október 2025 07:03 Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ „Við erum að þjónusta bæði lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. En stundum leita einnig einyrkjar til Hoobla, til dæmis sjúkraþjálfarar og tannlæknar, sem þurfa aðstoð frá sérfræðingi vegna breytinga á reglugerðum eða gæðakröfum,“ segir Harpa Magnúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Hoobla. 8. janúar 2025 07:02 „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ „Rannsóknir sýna að starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hætti störfum í kjölfar uppsagnar,“ segir Hilja Guðmundsdóttir ráðgjafi hjá Mental ráðgjöf og sérfræðingur í mannauðsstjórnun. Og er þar að vísa í það sem getur gerst á vinnustað, eftir hópuppsagnir. 9. október 2025 07:03 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ „Fríin mín voru eins og hjá flestum. Kannski einhverjar tvær vikur í senn. Og þá hugsaði ég oft með mér: Hvað það væri nú frábært að geta verið í fríi í svona tvo mánuði á launum og geta gert það sem manni langar til,“ segir Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie um tímabilið þegar hann varð atvinnulaus um árið. 19. september 2024 07:02
Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu. Enda hef ég aldrei lent í neinu svona,“ segir Sævar Garðarsson sjálfstætt starfandi ráðgjafi um atvinnumissinn hjá Controlant á dögunum. 4. október 2024 07:02
Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Það er hægt að finna mörg góð ráð á netinu sem geta hjálpað til við að takast á við óvæntan atvinnumissi. Svo ekki sé talað um góðu ráðin sem gervigreindin getur hjálpað til með. 3. október 2025 07:03
Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ „Við erum að þjónusta bæði lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. En stundum leita einnig einyrkjar til Hoobla, til dæmis sjúkraþjálfarar og tannlæknar, sem þurfa aðstoð frá sérfræðingi vegna breytinga á reglugerðum eða gæðakröfum,“ segir Harpa Magnúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Hoobla. 8. janúar 2025 07:02
„Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ „Rannsóknir sýna að starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hætti störfum í kjölfar uppsagnar,“ segir Hilja Guðmundsdóttir ráðgjafi hjá Mental ráðgjöf og sérfræðingur í mannauðsstjórnun. Og er þar að vísa í það sem getur gerst á vinnustað, eftir hópuppsagnir. 9. október 2025 07:03