Innlent

Meira í varnar­mál og heitar um­ræður í beinni

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Úkraínumenn standa frammi fyrir erfiðri ákvörðun, að missa annað hvort mikilvægan bandamann eða virðinguna. Þetta sagði Úkraínuforseti í ávarpi til þjóðarinnar nú þegar stjórnvöld hafa einungis nokkurra daga frest til þess að svara friðaráætlun Bandaríkjamanna sem er líkt við óskalista Pútíns. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Sýnar. Þá verður einnig rætt við forsætisráðherra um framlög Íslendinga til varnarmála sem munu hækka um einn og hálfan milljarð króna á milli ára.

Flokkakerfið á Íslandi er gjörbreytt, fylgi við stjórnmálasamtök á talsverðri hreyfingu og niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu eru sagðar benda til þess að Miðflokkurinn sé að taka til sín íhaldsfylgi frá Sjálfstæðisflokknum. Búast má við fjörugum umræðum um málið í kvöldfréttum þar sem þær Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, og Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins mætast í beinni útsendingu.

Þá verðum við í beinni frá Firðinum í Hafnarfirði sem verið er að opna eftir miklar breytingar og stækkun, heyrum frá barnaþingi þar ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla einkunnakerfi í bókstöfum og hittum nemendur á Laugarvatni sem flykkjast í kórastarf. Í Sportpakkanum hittum við handboltaþjálfarann Guðmund Guðmundsson sem íhugar næstu skref á ferlinum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Sýnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×