Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2025 12:00 Reglur um snjallsíma eru ofarlega í huga barnanna sem sækja barnaþingið heim í dag. Hér eru ferðamenn á Snæfellsnesi með nefið ofan í símunum. Vísir/Vilhelm Yfir eitt hundrað börn sem eru saman komin á barnaþingi munu grilla ráðherra ríkisstjórnarinnar í dag. Reglur um snjallsímanotkun eru þeim ofarlega í huga að sögn umboðsmanns barna sem telur mikilvægt að yngri kynslóðin komi enn frekar að ákvarðanatöku í samfélaginu. Um eitt hundrað og fjörutíu börn taka þátt í barnaþingi sem fer fram í Hörpu í dag. Þau eru ellefu til fimtán ára gömul og voru valin með slembiúrtaki, sem Salvör Nordal umboðsmaður barna segir gert til að fá fjölbreyttan hóp að borðinu. „Og vorum líka til dæmis með mjög góðan hóp af börnum utan af landi og frá öllum landsfjórðungum, hvaðanæva að í rauninni,“ segir Salvör. Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/Einar Börnin heimsóttu Alþingi í gær og fengu fræðslu um störf þingsins. Í dag verður unnið að tillögum er snúa að málefnum sem brenna á börnum. Salvör segir snjallsímanotkun ofarlega á baugi. Skiptar skoðanir séu um mögulegt símabann og útfærslu þess. „Þau tala mjög oft um að það sé líka mikilvægt að það séu reglur meðal fullorðinna, sem sagt á heimilinu, því að það vill náttúrulega gerast að við sem erum fullorðin setjum ekkert sérstaklega gott fordæmi varðandi snjallsímanotkun. Þannig að það er ekki hægt að banna börnunum og vera svo sjálf alltaf í símanum. Þau hafa allavega mikið verið að ræða það.“ Grilla ráðherra Sex ráðherrar hafa boðað komu sína á barnaþing í dag, þar á meðal forsætisráðherra. „Þá koma spurningar frá hverju borði og til til einstakra ráðherra. Það hefur hingað til verið mjög skemmtileg umræða og þau spyrja líka oft mjög krefjandi spurninga. Þannig að þau eru að fara að grilla þá,“ segir Salvör kímin. Börnin hafa miklar skoðanir á mögulegu símabanni í skólum og útfærslu þess.vísir/Getty Hún segir nauðsynlegt að leyfa börnum að koma að ákvarðanatöku í samfélaginu. Þau hafi miklar skoðanir á til að mynda skólamálum og þá til dæmis einkunnakerfinu. „Þegar það er verið að taka ákvarðanir og þau eru skilin eftir, að þá verða þau mjög óánægð með það. Það er líka bara ávísun á miklu betri ákvarðanatöku ef við hlustum á börnin sem eru nemendur í skólum, til dæmis þegar við erum að taka ákvarðanir um skólakerfið og ýmislegt varðandi skólahald.“ Börn og uppeldi Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Um eitt hundrað og fjörutíu börn taka þátt í barnaþingi sem fer fram í Hörpu í dag. Þau eru ellefu til fimtán ára gömul og voru valin með slembiúrtaki, sem Salvör Nordal umboðsmaður barna segir gert til að fá fjölbreyttan hóp að borðinu. „Og vorum líka til dæmis með mjög góðan hóp af börnum utan af landi og frá öllum landsfjórðungum, hvaðanæva að í rauninni,“ segir Salvör. Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/Einar Börnin heimsóttu Alþingi í gær og fengu fræðslu um störf þingsins. Í dag verður unnið að tillögum er snúa að málefnum sem brenna á börnum. Salvör segir snjallsímanotkun ofarlega á baugi. Skiptar skoðanir séu um mögulegt símabann og útfærslu þess. „Þau tala mjög oft um að það sé líka mikilvægt að það séu reglur meðal fullorðinna, sem sagt á heimilinu, því að það vill náttúrulega gerast að við sem erum fullorðin setjum ekkert sérstaklega gott fordæmi varðandi snjallsímanotkun. Þannig að það er ekki hægt að banna börnunum og vera svo sjálf alltaf í símanum. Þau hafa allavega mikið verið að ræða það.“ Grilla ráðherra Sex ráðherrar hafa boðað komu sína á barnaþing í dag, þar á meðal forsætisráðherra. „Þá koma spurningar frá hverju borði og til til einstakra ráðherra. Það hefur hingað til verið mjög skemmtileg umræða og þau spyrja líka oft mjög krefjandi spurninga. Þannig að þau eru að fara að grilla þá,“ segir Salvör kímin. Börnin hafa miklar skoðanir á mögulegu símabanni í skólum og útfærslu þess.vísir/Getty Hún segir nauðsynlegt að leyfa börnum að koma að ákvarðanatöku í samfélaginu. Þau hafi miklar skoðanir á til að mynda skólamálum og þá til dæmis einkunnakerfinu. „Þegar það er verið að taka ákvarðanir og þau eru skilin eftir, að þá verða þau mjög óánægð með það. Það er líka bara ávísun á miklu betri ákvarðanatöku ef við hlustum á börnin sem eru nemendur í skólum, til dæmis þegar við erum að taka ákvarðanir um skólakerfið og ýmislegt varðandi skólahald.“
Börn og uppeldi Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira