Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. nóvember 2025 11:18 Unglingadrykkja virðist verða óvinsælari með árunum. Getty Vísbendingar eru um að áfengisdrykkja meðal grunnskólabarna sé að minnka samkvæmt Íslensku æskulýðskönnunni. Líðan barna í tíunda bekk fer batnandi en stelpur upplifa meiri kvíða og depurð en strákar. Átta prósent barna í tíunda bekk drukku áfengi einhvern tímann á þeim þrjátíu dögum áður en Íslenska æskulýðskönnunin var framkvæmd í skólum landsins. Þá höfðu níu prósent þeirra einhvern tímann á ævinni drukkið svo mikið áfengi að þau urðu blindfull. Það eru færri heldur en árið áður þar sem ellefu prósent tíundubekkinga höfðu drukkið áfengi síðustu þrjátíu daga og tíu prósent þeirra orðið blindfull. Árið 2023 höfðu tólf prósent drukkið áfengi að minnsta kosti einu sinni á dögunum þrjátíu fyrir könnina. Stelpur eru líklegri en strákar til að hafa drukkið áfengi og til að hafa orðið drukknar. Hins vegar eru strákar líklegri til að nota nikótínpúða, en um átta prósent þeirra notuðu nikótínpúða þrjátíu daga fyrir könnunina. Færri reykja sígarettur en nota nikótínpúða, eða þrjú prósent gegn sjö prósentum. Vímuefnaneyslan hefur minnkað lítillega, átta prósent tíundubekkinga höfðu notað kannabis á síðustu þrjátíu dögum fyrir könnunina árið 2022 en sex prósent árið 2025. Stelpum líði verr Einungis 68 prósent barna í tíunda bekk segja andlegu heilsuna sína góða, þar af 57 prósent stelpna. Rúmlega sjötíu prósent stelpna upplifa kvíða en 36 prósent stráka. Stelpurnar greina einnig frá meiri depurð en strákarnir, rétt rúmlega helmingur þeirra í tíunda bekk finnur fyrir depurð vikulega eða oftar en fjórðungur stráka greinir frá depurð. Bæði kvíði og depurð fara þó minnkandi með árunum, kvíðinn fer úr 58 prósentum 2022 niður í 54 prósent 2025. Depurðin fer úr 49 prósentum 2022 í fjörutíu prósent 2025. Áfengi Börn og uppeldi Fíkn Geðheilbrigði Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Átta prósent barna í tíunda bekk drukku áfengi einhvern tímann á þeim þrjátíu dögum áður en Íslenska æskulýðskönnunin var framkvæmd í skólum landsins. Þá höfðu níu prósent þeirra einhvern tímann á ævinni drukkið svo mikið áfengi að þau urðu blindfull. Það eru færri heldur en árið áður þar sem ellefu prósent tíundubekkinga höfðu drukkið áfengi síðustu þrjátíu daga og tíu prósent þeirra orðið blindfull. Árið 2023 höfðu tólf prósent drukkið áfengi að minnsta kosti einu sinni á dögunum þrjátíu fyrir könnina. Stelpur eru líklegri en strákar til að hafa drukkið áfengi og til að hafa orðið drukknar. Hins vegar eru strákar líklegri til að nota nikótínpúða, en um átta prósent þeirra notuðu nikótínpúða þrjátíu daga fyrir könnunina. Færri reykja sígarettur en nota nikótínpúða, eða þrjú prósent gegn sjö prósentum. Vímuefnaneyslan hefur minnkað lítillega, átta prósent tíundubekkinga höfðu notað kannabis á síðustu þrjátíu dögum fyrir könnunina árið 2022 en sex prósent árið 2025. Stelpum líði verr Einungis 68 prósent barna í tíunda bekk segja andlegu heilsuna sína góða, þar af 57 prósent stelpna. Rúmlega sjötíu prósent stelpna upplifa kvíða en 36 prósent stráka. Stelpurnar greina einnig frá meiri depurð en strákarnir, rétt rúmlega helmingur þeirra í tíunda bekk finnur fyrir depurð vikulega eða oftar en fjórðungur stráka greinir frá depurð. Bæði kvíði og depurð fara þó minnkandi með árunum, kvíðinn fer úr 58 prósentum 2022 niður í 54 prósent 2025. Depurðin fer úr 49 prósentum 2022 í fjörutíu prósent 2025.
Áfengi Börn og uppeldi Fíkn Geðheilbrigði Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira