Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2025 08:49 Sigmundur Davíð óskaði upplýsinga um fjölda útlendinga á Íslandi. Vísir/Vilhelm Alls voru 67.890 erlendir ríkisborgara búsettir eða með dvalarleyfi á Íslandi árið 2024. Þar af voru 46.186 erlendir ríkisborgarar með ríkisfang í EES/EFTA ríki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns og þingmanns Miðflokksins. Ráðherra segist ekki geta svarað því hversu margir þeirra sem fengið hafa íslenska ríkisborgararétt án þess að hafa hlotið hann við fæðingu eða ættleiðingu séu búsettir á Íslandi, þar sem öflun þeirra gagna kalli á sérvinnslu af hálfu Hagstofunnar. Sigmundur spurði meðal annars að því hversu margir hefðu búsetu eða dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli umsóknar um alþjóðlega vernd en samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun voru 4.020 einstaklingar með dvalarleyfi hér á landi á grundvelli tímabundinnar verndar vegna fjöldaflótta í lok árs 2024 og 2.353 á grundvelli alþjóðlegrar verndar og viðbótarverndar. Þeir sem fengu tímabundna vernd vegna fjöldaflótta eru Úkraínumenn vegna innrásar Rússa sem hófst í febrúar árið 2022. Þá voru 4.392 einstaklingar með dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar í lok árs 2024. Bæði íslenskir ríkisborgarar og erlendir ríkisborgarar með dvalarleyfi á landinu eiga rétt á fjölskyldusameiningu. Rúmur meirihluti fjölskyldusameininga tengist Íslendingum eða EES-borgurum innanlands, að því er kom fram í skýrslu sem dómsmálaráðherra kynnti í dag. Þá voru 1.105 með dvalarleyfi á grundvelli náms og menningarskipta, 1.469 á grundvelli atvinnuþátttöku og 6.183 af öðrum ástæðum, þ.m.t. einstaklingar með ótímabundið dvalarleyfi, breskir ríkisborgarar sem bjuggu á Íslandi fyrir Brexit og einstaklingar með dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu hennar sagði að flóttamenn, hælisleitendur og fjölskyldur þeirra væru um tíu þúsund talsins. Inni í þeirri tölu voru einstaklingar með dvarleyfi á grundvelli tímabundinnar verndar vegna fjöldaflótta, alþjóðlegrar verndar og viðbótarverndar auk fjölskyldusameiningar. Dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar eru hins vegar ekki einskorðuð við hælisleitendur eða flóttamenn. Þetta hefur verið leiðrétt í fréttinni. Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Alþingi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns og þingmanns Miðflokksins. Ráðherra segist ekki geta svarað því hversu margir þeirra sem fengið hafa íslenska ríkisborgararétt án þess að hafa hlotið hann við fæðingu eða ættleiðingu séu búsettir á Íslandi, þar sem öflun þeirra gagna kalli á sérvinnslu af hálfu Hagstofunnar. Sigmundur spurði meðal annars að því hversu margir hefðu búsetu eða dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli umsóknar um alþjóðlega vernd en samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun voru 4.020 einstaklingar með dvalarleyfi hér á landi á grundvelli tímabundinnar verndar vegna fjöldaflótta í lok árs 2024 og 2.353 á grundvelli alþjóðlegrar verndar og viðbótarverndar. Þeir sem fengu tímabundna vernd vegna fjöldaflótta eru Úkraínumenn vegna innrásar Rússa sem hófst í febrúar árið 2022. Þá voru 4.392 einstaklingar með dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar í lok árs 2024. Bæði íslenskir ríkisborgarar og erlendir ríkisborgarar með dvalarleyfi á landinu eiga rétt á fjölskyldusameiningu. Rúmur meirihluti fjölskyldusameininga tengist Íslendingum eða EES-borgurum innanlands, að því er kom fram í skýrslu sem dómsmálaráðherra kynnti í dag. Þá voru 1.105 með dvalarleyfi á grundvelli náms og menningarskipta, 1.469 á grundvelli atvinnuþátttöku og 6.183 af öðrum ástæðum, þ.m.t. einstaklingar með ótímabundið dvalarleyfi, breskir ríkisborgarar sem bjuggu á Íslandi fyrir Brexit og einstaklingar með dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu hennar sagði að flóttamenn, hælisleitendur og fjölskyldur þeirra væru um tíu þúsund talsins. Inni í þeirri tölu voru einstaklingar með dvarleyfi á grundvelli tímabundinnar verndar vegna fjöldaflótta, alþjóðlegrar verndar og viðbótarverndar auk fjölskyldusameiningar. Dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar eru hins vegar ekki einskorðuð við hælisleitendur eða flóttamenn. Þetta hefur verið leiðrétt í fréttinni.
Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Alþingi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira