Innlent

Evrópuólga, hand­tökur eftir TikTok-myndband og lög­regla skoðar bjórsölu

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að veita Íslendingum og Norðmönnum ekki undanþágu frá verndaraðgerðum vegna innflutnings á kísiljárn hefur vakið upp hörð viðbrögð. Utanríkisráðherra segir þetta mikil vonbrigði og stjórnarandstaðan vill fresta innleiðingu EES-gerða. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við þingmenn í beinni.

Myndbönd af manni með það sem reyndist vera eftirlíking af skotvopni hefur vakið mikla athygli. Ráðist var í húsleitir og þrír hafa verið handteknir vegna málsins. Við ræðum við varðstjóra hjá lögreglunni.

Lögregla er með til skoðunar mál þar sem íþróttafélag auglýsti og seldi áfengi beint til stuðningsmanna. Dæmi eru um að fleiri félög hafi gert það sama og jafnvel sent áfengið heim að dyrum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Þá heyrum við í netöryggisfræðing um bilun sem varð á mörgum vefsíðum í dag, sjáum jólaljósin í Tivoli í Kaupmannahöfn, hittum knattspyrnumann sem er á leið í faðm fjölskyldunnar á Skaganum og í Íslandi í dag kynnir Vala Matt sér nýjasta baðlón landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×