Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Aron Guðmundsson skrifar 13. nóvember 2025 09:39 Heimir Hallgrímsson vonar að lærisveinar sínir hjá írska landsliðinu nái að stríða Ronaldo og Portúgal í undankeppni HM í kvöld Vísir/Samsett Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo segir Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Írlands, vera sniðugan sökum ummæla sem Eyjamaðurinn lét falla um Ronaldo eftir fyrri leik Írlands og Portúgals í undankeppni HM. Liðin mætast öðru sinni í kvöld. Leikur kvöldsins gæti ráðið því hvort HM draumur Íra lifi eða ekki. Portúgal situr á toppi riðilsins á meðan að Írar eru í þriðja sæti og í harðri baráttu við Ungverja um umspilssæti. Ungverjar mæta Armennum í sama riðli í dag og munu Írar þá sjá hversu mörg stig þeir þurfa að sækja fyrir sinn leik gegn Portúgal. Portúgal vann fyrri leikinn við Íra í Lissabon 1-0 og eftir þann leik sagði Heimir að Ronaldo hefði ekki aðeins stjórnað dómara leiksins, heldur líka öllu fólkinu í stúkunni sem hafi bara „stutt hans hegðun og dómarinn bara spilað með.“ Ummæli Heimis voru síðan borin undir Ronaldo. „Ég tel að hann sé með þessu bara að reyna að hafa áhrif á dómarann í komandi leik. Án efa. Hann er sniðugur maður,“ sagði Ronaldo sem telur sig þekkja sálfræðihernað þjálfara í aðdraganda leikja. „Ég hef verið lengi í fótbolta og tel mig þekkja það þegar þjálfari telur sig geta búið til pressu eða tekið pressu af leikmönnum sínum. Þetta er skiljanlegt í þeirra stöðu því ef þeir tapa gegn okkur eru þeir úr leik. Svo þeir reyna að hafa áhrif á það sem þeir geta fyrir leik.“ Ronaldo býst við erfiðum leik gegn Írum líkt og var raunin í fyrri leik liðanna í Lissabon þar sem lærisveinar Heimis voru þéttir til baka. „Þeir eiga möguleika. Eru með gott lið. En við erum undir þetta búnir. Ég tel að við munum eiga góðan leik og vinna.“ Leikur Írlands og Portúgals í undankeppni HM verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay klukkan korter í átta í kvöld. HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira
Leikur kvöldsins gæti ráðið því hvort HM draumur Íra lifi eða ekki. Portúgal situr á toppi riðilsins á meðan að Írar eru í þriðja sæti og í harðri baráttu við Ungverja um umspilssæti. Ungverjar mæta Armennum í sama riðli í dag og munu Írar þá sjá hversu mörg stig þeir þurfa að sækja fyrir sinn leik gegn Portúgal. Portúgal vann fyrri leikinn við Íra í Lissabon 1-0 og eftir þann leik sagði Heimir að Ronaldo hefði ekki aðeins stjórnað dómara leiksins, heldur líka öllu fólkinu í stúkunni sem hafi bara „stutt hans hegðun og dómarinn bara spilað með.“ Ummæli Heimis voru síðan borin undir Ronaldo. „Ég tel að hann sé með þessu bara að reyna að hafa áhrif á dómarann í komandi leik. Án efa. Hann er sniðugur maður,“ sagði Ronaldo sem telur sig þekkja sálfræðihernað þjálfara í aðdraganda leikja. „Ég hef verið lengi í fótbolta og tel mig þekkja það þegar þjálfari telur sig geta búið til pressu eða tekið pressu af leikmönnum sínum. Þetta er skiljanlegt í þeirra stöðu því ef þeir tapa gegn okkur eru þeir úr leik. Svo þeir reyna að hafa áhrif á það sem þeir geta fyrir leik.“ Ronaldo býst við erfiðum leik gegn Írum líkt og var raunin í fyrri leik liðanna í Lissabon þar sem lærisveinar Heimis voru þéttir til baka. „Þeir eiga möguleika. Eru með gott lið. En við erum undir þetta búnir. Ég tel að við munum eiga góðan leik og vinna.“ Leikur Írlands og Portúgals í undankeppni HM verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay klukkan korter í átta í kvöld.
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira