Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2025 14:58 Tæknifyrirtækið Vélfag á Norðurlandi sætir þvingunaraðgerðum vegna ætlaðra tengsla eiganda þess við rússneskt félag sem er talið koma nálægt skuggaflota Rússa. Vélfag Utanríkisráðherra synjaði beiðni norðlenska fyrirtækisins Vélfags um framlengingu á tímabundinni undanþágu frá þvingunaraðgerðum gegn félaginu. Þvingununum var beitt vegna grunsemda um tengsl fyrirtækisins við Rússa sem sæta refsiaðgerðum vegna stríðsins í Úkraínu. Fyrirtækið greinir sjálft frá ákvörðun ráðherrans í harðrorðri Facebook-færslu. Ráðherrann er þar sakaður um að brjóta gegn grundvallarreglum íslenskrar stjórnsýslu, meðalhófs og réttlátrar málsmeðferðar. Utanríkisráðuneytið er sagt byggja ákvörðun sína á sömu grunsemdum og Arion banki vísaði til í sumar um tengsl Vélfags við Norebo JSC, rússneskt félag sem er talið tengjast svonefndum skuggaflota Rússa en hann nota þeir til þess að komast hjá viðskiptaþvingunum sem stunda spellvirki í Evrópu. Vélfag segir þessar grunsemdir órökstuddar og „afsannaðar“. Heldur Vélfag því fram að ákvörðun ráðherra þvingi fyrirtækið í gjaldþrot vegna þeirra hamlandi takmarkana sem þvinganirnar leggi á það. Utanríkisráðuneytið veitti Vélagi tímabundna undanþágu frá frystingu fjármuna í sumar. Sala rétt fyrir þvinganir talin til málamynda Viðskiptaþvinganirnar sem Vélfag sætir eru hluti af aðgerðum Íslands, Noregs og Evrópusambandsins gegn rúsneskum fyrirtækjum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Norebo átti Vélfag en var selt aðeins þremur dögum áður en félagið lenti á þvingunarlistanum. Arion banki og ráðuneytið hafa talið að núverandi eigandi Vélfags hafi ekki lagt fram fullnægjandi sannanir fyrir því að viðskiptin hafi ekki verið málamyndagjörningur. Vélfag stefndi íslenska ríkinu í september. Í yfirlýsingu sinni í dag segir það dóms að vænta í Héraðsdómi Reykjavíkur innan viku. Utanríkisráðherra reyni nú að koma félaginu í þrot „áður en réttlætið nær fram að ganga“. Utanríkismál Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Vélfag ehf. hefur lagt fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, með beiðni um hraðaða brotamálsmeðferð gegn íslenska ríkinu. Kvörtunin er unnin af Dr. iur. Lauru Melusine Baudenbacher og föður hennar Prof. Dr. Dr. h.c. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur verið ráðinn lögmaður félagsins. 3. nóvember 2025 13:19 Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Trausti Árnason hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri og þá hefur níu starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp. 29. ágúst 2025 06:27 Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Erlendur eigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri segir að það verði líklega lagt niður og starfsmönnum sagt upp vegna efnahagslega þvingana sem það sætir vegna tengsla við Rússland. Hann gagnrýnir harðlega utanríkisráðuneytið og Arion banka. 28. ágúst 2025 07:49 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Fyrirtækið greinir sjálft frá ákvörðun ráðherrans í harðrorðri Facebook-færslu. Ráðherrann er þar sakaður um að brjóta gegn grundvallarreglum íslenskrar stjórnsýslu, meðalhófs og réttlátrar málsmeðferðar. Utanríkisráðuneytið er sagt byggja ákvörðun sína á sömu grunsemdum og Arion banki vísaði til í sumar um tengsl Vélfags við Norebo JSC, rússneskt félag sem er talið tengjast svonefndum skuggaflota Rússa en hann nota þeir til þess að komast hjá viðskiptaþvingunum sem stunda spellvirki í Evrópu. Vélfag segir þessar grunsemdir órökstuddar og „afsannaðar“. Heldur Vélfag því fram að ákvörðun ráðherra þvingi fyrirtækið í gjaldþrot vegna þeirra hamlandi takmarkana sem þvinganirnar leggi á það. Utanríkisráðuneytið veitti Vélagi tímabundna undanþágu frá frystingu fjármuna í sumar. Sala rétt fyrir þvinganir talin til málamynda Viðskiptaþvinganirnar sem Vélfag sætir eru hluti af aðgerðum Íslands, Noregs og Evrópusambandsins gegn rúsneskum fyrirtækjum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Norebo átti Vélfag en var selt aðeins þremur dögum áður en félagið lenti á þvingunarlistanum. Arion banki og ráðuneytið hafa talið að núverandi eigandi Vélfags hafi ekki lagt fram fullnægjandi sannanir fyrir því að viðskiptin hafi ekki verið málamyndagjörningur. Vélfag stefndi íslenska ríkinu í september. Í yfirlýsingu sinni í dag segir það dóms að vænta í Héraðsdómi Reykjavíkur innan viku. Utanríkisráðherra reyni nú að koma félaginu í þrot „áður en réttlætið nær fram að ganga“.
Utanríkismál Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Vélfag ehf. hefur lagt fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, með beiðni um hraðaða brotamálsmeðferð gegn íslenska ríkinu. Kvörtunin er unnin af Dr. iur. Lauru Melusine Baudenbacher og föður hennar Prof. Dr. Dr. h.c. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur verið ráðinn lögmaður félagsins. 3. nóvember 2025 13:19 Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Trausti Árnason hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri og þá hefur níu starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp. 29. ágúst 2025 06:27 Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Erlendur eigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri segir að það verði líklega lagt niður og starfsmönnum sagt upp vegna efnahagslega þvingana sem það sætir vegna tengsla við Rússland. Hann gagnrýnir harðlega utanríkisráðuneytið og Arion banka. 28. ágúst 2025 07:49 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Vélfag ehf. hefur lagt fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, með beiðni um hraðaða brotamálsmeðferð gegn íslenska ríkinu. Kvörtunin er unnin af Dr. iur. Lauru Melusine Baudenbacher og föður hennar Prof. Dr. Dr. h.c. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur verið ráðinn lögmaður félagsins. 3. nóvember 2025 13:19
Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Trausti Árnason hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri og þá hefur níu starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp. 29. ágúst 2025 06:27
Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Erlendur eigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri segir að það verði líklega lagt niður og starfsmönnum sagt upp vegna efnahagslega þvingana sem það sætir vegna tengsla við Rússland. Hann gagnrýnir harðlega utanríkisráðuneytið og Arion banka. 28. ágúst 2025 07:49