Innlent

Ný heilsu­gæslu­stöð tekin í notkun á Flúðum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Starfsfólk heilsugæslunnar himinlifandi með nýja starfsstöð.
Starfsfólk heilsugæslunnar himinlifandi með nýja starfsstöð.

Ný heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Flúðum í Hrunamannaheppni, Heilsugæsla Uppsveita, opnaði í vikunni. Fjölmennt var á opnunarhátíð en nýja stöðin leysir af hólmi gömlu heilsugæslustöðina í Laugarási.

Heilsugæslan er í vel búnu og sérhönnuðu húsnæði sem hentar vel fyrir starfsemina. Heilsugæslustöðin þjónustar íbúa Bláskógarbyggðar, Grímsness- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Íbúar á svæðinu eru um 3.500.

Fram kemur í tilkynningu frá stjórnarráðinu að til að fagna nýrri starfsstöð hafi verið haldið opið hús. Þar var gestum boðið að skoða húsnæðið, ræða við starfsfólk og þiggja veitingar.

Haft er eftir Díönu Óskarsdóttur forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að bjart sé framundan vegna rekstursins. Stöðin sé vel mönnuð reynslumiklu og öflugu starfsfólki, þar á meðal þremur læknum í föstum stöðum. Þá verði fljótlega á nýju ári opnað apótek við hlið heilsugæslustöðvarinnar sem tryggi heildstæðari og þægilegri þjónustu fyrir íbúa svæðisins.


Tengdar fréttir

Heilsu­gæsla Suður­lands flytur frá Laugar­ási á Flúðir

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur ákveðið að flytja starfsemi heilsugæslunnar frá Laugarási á Flúðir. Í ljósi stöðugrar uppbyggingar og fjölgunar íbúa í uppsveitum Suðurlands, var ákveðið að flytja starfsemina í nýtt og nútímalegt húsnæði á svæðinu, segir í tilkynningu.

125 ára sunn­lensk sam­staða verði rofin með flutningi heilsu­gæslunnar

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að hugmyndir sem uppi séu um flutning heilsugæslunnar í Laugarási í nágrannasveitarfélag geti skaðað samstarf sveitarfélaga í Uppsveitum Árnessýslu á öllum sviðum. Það sé miður ef til standi að rjúfa rúmlega aldarlanga samstöðu í Uppsveitum um heilsugæslu í Laugarási. Sveitarstjóri Hrunamannahrepps segir augljóst að hentugra sé að heilsugæslan flytjist á Flúðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×