Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 22:02 Húsnæðismarkaðurinn hefur tekið gríðarlegum breytingum síðustu ár og er í miklu ójafnvægi. Það hefur ekki verið byggt í takti við fjölgun íbúa en það eru líka aðrir drifkraftar sem hafa haft sitt að segja um þá stöðu sem upp er komin. Áskoranirnar eru af ýmsum toga. Háir vextir og verðbólga. Innviðagjöld sveitarfélaga. Airbnb-væðingin. Það er ekki byggt í takt við þarfir markaðarins sem hefur valdið því að margar dýrar íbúðir seljast ekki þar sem fólk hefur ekki efni á þeim. Það vantar sárlega hagkvæmt húsnæði. Verð á húsnæði hefur hækkað verulega og gert kaup íbúðum sem sérlega vænan fjárfestingarkost. Íbúaverð hefur hækkað um meira en 150% á síðustu 10 árum. Sú hækkun er langt umfram verðbólgu á þeim tíma. Engin töfralausn í boði Húsnæðismálin verða ekki leyst með einni kviss bamm búmm aðgerð. Beita þarf fjölmörgum aðgerðum til að ná tökum á húnsæðismarkaðnum. Ein af þeim aðgerðum sem nýkynntur húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar felur í sér er að draga úr hvata til að safna að sér íbúðum. Það er gert með t.d. því að draga úr skattfrelsi söluhagnaðar þeirra sem eiga margar íbúðir og minnka skattaaflátt leigutekna. Þessi aðgerð er til þess fallin að draga úr hækkunum á húsnæðismarkaði og fjölga íbúðum í eigu einstaklinga sem búa þar sjálfir. Íbúðir nýtist sem heimili fólks ekki fjárfestingarvara Hversu margar íbúðir þarf einstaklingur að eiga? Það geta legið fjölmargar eðlilegar ástæður fyrir því að fólk eigi tvær íbúðir, t.a.m. fólk sem er nýtekið saman og á hvort um sig sína íbúð eða foreldrar sem vilja forða fullorðnum börnum sínum frá himinháum leigumarkaði og fjárfesta í íbúð svo börn þeirra búi við húsnæðisöryggi. En færri góðar ástæður liggja fyrir því að eiga þrjár íbúðir nema til að græða á þeim. 7.645 íbúðir eru í eigu einstaklinga sem eiga þrjár íbúðir eða fleiri Alls eru 19.217 íbúðir í eigu einstaklinga sem eiga 2 íbúðir, en 7.645 íbúðir í eigu einstaklinga sem eiga 3 eða fleiri íbúðir. Þróunin síðustu ár hefur farið í þá átt að sífellt fleiri eru að sanka að sér íbúðum. Árið 2005 voru tæp 74% íbúða í eigu einstaklinga á markaðnum í eigu slíkra sem áttu eina íbúð. Nú er þetta hlutfall er komið niður í 64%. Við þorum og framkvæmum Síðasta ríkisstjórn stóð frammi fyrir áþekkum áskorunum á síðasta kjörtímabili og sat aðgerðarlítil á hlíðarlínunni í þeirri von að þetta myndi allt reddast. Aðgerðarleysi er ekki í boði og við verðum að þora að taka ákvarðanir. Fyrsti húsnæðispakkinn er risastór aðgerð til að takast á við stöðuna sem er uppi. Framboð mun aukast, fleiri íbúðir munu nýtast sem heimili og kerfi sem voru ekki að virka lifna aftur til lífsins. En við erum ekki hætt. Þetta er bara byrjunin og þegar er búið að boða næsta húsnæðispakka strax eftir áramót. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Húsnæðismarkaðurinn hefur tekið gríðarlegum breytingum síðustu ár og er í miklu ójafnvægi. Það hefur ekki verið byggt í takti við fjölgun íbúa en það eru líka aðrir drifkraftar sem hafa haft sitt að segja um þá stöðu sem upp er komin. Áskoranirnar eru af ýmsum toga. Háir vextir og verðbólga. Innviðagjöld sveitarfélaga. Airbnb-væðingin. Það er ekki byggt í takt við þarfir markaðarins sem hefur valdið því að margar dýrar íbúðir seljast ekki þar sem fólk hefur ekki efni á þeim. Það vantar sárlega hagkvæmt húsnæði. Verð á húsnæði hefur hækkað verulega og gert kaup íbúðum sem sérlega vænan fjárfestingarkost. Íbúaverð hefur hækkað um meira en 150% á síðustu 10 árum. Sú hækkun er langt umfram verðbólgu á þeim tíma. Engin töfralausn í boði Húsnæðismálin verða ekki leyst með einni kviss bamm búmm aðgerð. Beita þarf fjölmörgum aðgerðum til að ná tökum á húnsæðismarkaðnum. Ein af þeim aðgerðum sem nýkynntur húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar felur í sér er að draga úr hvata til að safna að sér íbúðum. Það er gert með t.d. því að draga úr skattfrelsi söluhagnaðar þeirra sem eiga margar íbúðir og minnka skattaaflátt leigutekna. Þessi aðgerð er til þess fallin að draga úr hækkunum á húsnæðismarkaði og fjölga íbúðum í eigu einstaklinga sem búa þar sjálfir. Íbúðir nýtist sem heimili fólks ekki fjárfestingarvara Hversu margar íbúðir þarf einstaklingur að eiga? Það geta legið fjölmargar eðlilegar ástæður fyrir því að fólk eigi tvær íbúðir, t.a.m. fólk sem er nýtekið saman og á hvort um sig sína íbúð eða foreldrar sem vilja forða fullorðnum börnum sínum frá himinháum leigumarkaði og fjárfesta í íbúð svo börn þeirra búi við húsnæðisöryggi. En færri góðar ástæður liggja fyrir því að eiga þrjár íbúðir nema til að græða á þeim. 7.645 íbúðir eru í eigu einstaklinga sem eiga þrjár íbúðir eða fleiri Alls eru 19.217 íbúðir í eigu einstaklinga sem eiga 2 íbúðir, en 7.645 íbúðir í eigu einstaklinga sem eiga 3 eða fleiri íbúðir. Þróunin síðustu ár hefur farið í þá átt að sífellt fleiri eru að sanka að sér íbúðum. Árið 2005 voru tæp 74% íbúða í eigu einstaklinga á markaðnum í eigu slíkra sem áttu eina íbúð. Nú er þetta hlutfall er komið niður í 64%. Við þorum og framkvæmum Síðasta ríkisstjórn stóð frammi fyrir áþekkum áskorunum á síðasta kjörtímabili og sat aðgerðarlítil á hlíðarlínunni í þeirri von að þetta myndi allt reddast. Aðgerðarleysi er ekki í boði og við verðum að þora að taka ákvarðanir. Fyrsti húsnæðispakkinn er risastór aðgerð til að takast á við stöðuna sem er uppi. Framboð mun aukast, fleiri íbúðir munu nýtast sem heimili og kerfi sem voru ekki að virka lifna aftur til lífsins. En við erum ekki hætt. Þetta er bara byrjunin og þegar er búið að boða næsta húsnæðispakka strax eftir áramót. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar