Erlent

Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innan­lands

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Farþegaþota frá Southwest flugfélaginu undirbýr flugtak frá flugvellinum í Nashville. 
Farþegaþota frá Southwest flugfélaginu undirbýr flugtak frá flugvellinum í Nashville.  AP Photo/George Walker IV

Ráðherra samgöngumála í Bandaríkjunum, Sean Duffy, varar við því að frá og með morgundeginum gæti komið til þess að draga þurfi úr fjölda þeirra flugferða sem farnar eru frá fjörutíu stórum flugvöllum í Bandaríkjunum svo nemur tíu prósentum.

Rekstur ríkisstofnana Bandaríkjanna er nú í algjörum lamasessi þar sem fjárveitingar hafa ekki verið samþykktar á þinginu. Þetta hefur aukið álag á þá ríkisstarfsmenn sem enn eru í vinnu og segir Duffy að nú sé farið að bera á þreytu hjá flugumferðarstjórum í Bandaríkjunum svo að nauðsynlegt verði að draga úr flugferðum til að minnka álagið.

Að auki hafa flugumferðarstjórar ekki fengið greidd laun sín í rúman mánuð og því mun vera farið að bera á því að menn hringi sig inn veika eða fari jafnvel í önnur störf.

Reuters fréttaveitan segir að niðurskurðurinn í fjölda ferða eigi aðeins við innanlandsflug og að hann hefjist á morgun þannig að í næstu viku veðri búið að minnka álagið um tíu prósent. Þetta gæti haft áhrif á um það bil 4500 flugferðir á hverjum degi í Bandaríkjunum. Þá er fullyrt að þetta sé aðeins fyrsta skref aðgerða af þessu tagi, ef ekki tekst að leysa hnútinn og koma ríkisstofnunum aftur í samt lag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×