Innlent

Víð­feðm rann­sókn, vasaþjófar og börn með bein­kröm

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld. vísir

Fleiri eru grunaðir í fjársvikamáli gagnvart íslenskum bönkum en þeir fimm sem handteknir voru um helgina og málið teygir anga sína út fyrir landsteinana. Meðal þess sem fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar er hvort svikin hafi verið skipulögð og hvort þau hafi staðið yfir í lengri tíma en fyrst var talið. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum á Sýn.

Lögreglan varar við vasaþjófum sem eru á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir. Við heyrum í lögreglunni um málið.

Barnalæknir hefur á síðasta áratug greint tíu börn á aldrinum 18 til 27 mánaða með beinkröm, sjúkdóm sem Ísland hafði á sínum tíma náð að útrýma. Við ræðum við barnalækni sem segir íslensk börn fá allt of lítið af D-vítamíni.

Þá mætir hlutabréfagreinandi í myndver og rýnir í óvissu í efnahagslífinu og veikingu íslensku krónunnar. Auk þess kynnumst við nýkjörnum borgarstjóra New York og hittum hressa krakka í beinni frá hæfileikakeppninni Skrekk.

Í Sportpakkanum hittum við landsliðsþjálfarann Arnar Gunnlaugsson sem hefur valið reynslubolta í liðið sem sem spilar lokaleiki í undankeppni HM. Í Íslandi í dag hittum við bandaríska konu sem fann ástina á ferðalagi á Íslandi og er nú hestabóndi á Suðurlandi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Sýnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×