Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2025 09:19 Vilhjálmur og Halla hafa töluverðar áhygggjur af stöðunni á vinnumarkaði og efnahagsmálum. Þau segja nauðsynlegt að lækka vexti. Vísir/Arnar og Anton Brink Halla Gunnarsdóttir formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segja fullt tilefni til að hafa áhyggjur af ástandi samfélagsins. Þau segja þörf á fleiri aðgerðum til að tryggja betra húsnæðisverð og að það þurfi að lækka vexti til að „hleypa að súrefni bæði til heimila og fyrirtækja“. Halla og Vilhjálmur voru til viðtals í Bítinu. Halla segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahagsmála og samfélagsins í heild. Halla segir á annað hundrað félagsmanna VR hafa misst vinnuna á síðustu vikum í stórum uppsögnum. Allt tengist það flugi og ferðaþjónustu. „Það er ekki hryllilegur fjöldi kannski en það er tilfinnanlegt.“ Forstjóri Vinnumálastofnunar sagði í Reykjavík síðdegis í gær að samdráttur í ferðaþjónustu á þessum tíma væri eðlilegur en Halla segist þó ekki viss um að samdráttur af þessari stærðargráðu sé eðlilegur. „Seðlabankinn er að framkalla samdrátt í íslensku hagkerfi og af ástæðum sem mér finnst ekki mjög góðar, og þetta er birtingarmyndin. Það er verið að framkalla atvinnuleysi sem er óþarft,“ segir Halla. Óveðursský í mikilvægum atvinnugreinum Vilhjálmur segir sannarlega óveðursský að teiknast upp og þá sérstaklega í mikilvægum atvinnugreinum og nefnir í því samhengi endalok Play og uppsagnir hjá Icelandair í gær. Það tengist bæði ferðaþjónustu en svo sé einnig stopp hjá Norðuráli sem geti þýtt verulegt tap á útflutningstekjum, allt að fimmtíu milljörðum, og svo sé verið að loka einum eða tveimur ofnum hjá Elkem í allavega tvo mánuði og að framleiðsla hjá PCC á Bakka er stopp. „Við erum að tala um 70 manns í fiskvinnslu í Vestmannaeyjum sem hefur misst vinnu, fiskvinnslu og sjómenn,“ segir Vilhjálmur og að tuttugu manns hafi misst vinnu hjá öðru fiskvinnslufyrirtæki sem hafi ekki verið nafngreint. „Þegar við erum að horfa upp á fyrirtæki sem eru að skaða gjaldeyristekjur fyrir íslenska þjóð, þá er svo mikilvægt að greina þarna á milli, því það eru útflutningsgreinarnar sem síðan standa undir öllu hinu. Standa undir allri velferð á Íslandi, standa undir opinberum störfum og svo framvegis,“ segir hann og að það þurfi að horfa á þessa verðmætasköpun og þegar þau fyrirtæki sem standi fyrir henni verði fyrir svo miklum búsifjum núna sé full ástæða til að hafa áhyggjur. Vilhjálmur segir fjölda afleiddra starfa tengjast þessu. Sem dæmi hafi 25 manns verið sagt upp hjá Norðuráli áður en kom til framleiðslustöðvunar. Allt afleysingafólkið sé líka búið að missa vinnu. Þó svo að ekki sé búið að ráðast í uppsagnir hjá Norðuráli liggi fyrir að tekjumöguleikar þeirra sem eftir eru séu takmarkaðir því það eru engar aukavaktir og engin yfirvinna. „Við erum að verða fyrir umtalsverðu höggi sem við eigum að hafa áhyggjur af,“ segir Vilhjálmur og að hann myndi ekki kalla þetta eðlilega sveiflu. Hann gagnrýnir sömuleiðis vaxtastefnu. Verðbólga sé í 4,3 prósentum og að vextir séu hærri en í öllum samanburðarlöndum. Íslensk heimili skuldi um 72 prósent af landsframleiðslu sem samsvari um 3.200 milljörðum og því gæti lækkun um eitt prósentustig á vöxtum gagnvart heimilum myndi skila þeim auknum ráðstöfunartekjum upp á 32 milljarða. Það sama gildi um fyrirtækin í landinu. „Lækka hér vexti til að hleypa hér súrefni bæði til heimila og fyrirtækja er það sem skiptir máli.“ Halla segir stjórnvöld aðhyllast niðurskurðarstefnu og það sé sú hugmynd að þegar eitthvað er erfitt eigi stjórnvöld að draga saman seglin, og það sé sérstakt forgangsmál að ná hallalausum fjárlögum. „Það sé aðalatriðið, ekkert annað skipti máli,“ segir Halla og að hennar mati og margra fræðimanna sé þetta ekki góð stefna. Hluti þessarar stefnu felist í því að velta, draga saman og velta auknum kostnaði yfir á launafólk sem hafi samt sem áður verið samið um í kjarasamningum að yrði ekki gert. „Það er hávaxtastefna, þar sem er verið að kreista fólk, og í raun kreista vitlaust fólk. Þú ert ekki að kreista á réttum stöðum. Þú ert að kreista þau sem skulda, en ekki þá sem eru með peningana á milli handanna.“ Þá segir hún þessa stefnu einnig einkennast af niðurbroti á réttindum launafólks. Á sama tíma og það séu uppsagnir séu stéttarfélög í varnarbaráttu við að verja atvinnuleysistryggingakerfið sem stjórnvöld ætli einhliða að skera niður með því að stytta þann tíma sem fólk getur verið á atvinnuleysisbótum og lengja þann tíma sem fólk þarf til að vinna sér inn slíkar bætur. Í staðinn eigi að koma virkniúrræði en Halla segir það alltaf hafa verið verkefni Vinnumálastofnunar. Hún myndi vilja sjá þau fyrst, áður en skorið er niður í atvinnuleysistryggingakerfinu, og gagnrýnir sömuleiðis að þessar breytingar séu ekki gerðar í samráði við stéttarfélögin. Brjóta á réttindum launafólks Halla segir þessa stefnu, að brjóta niður réttindi launafólks þegar erfitt er, mjög hættulega. Hún hafi komið illa niður á öðrum samfélögum og það megi ekki fara þessa leið. „Díllinn á íslenskum vinnumarkaði hefur verið að það er mjög auðvelt að reka fólk á almennum markaði. Það er ótrúlega auðvelt og mitt erlenda félagsfólk í VR sumt skilur ekki í hvaða veruleika það er statt,“ segir hún en að á móti eigi kerfið að vera með sterkar og tryggar tryggingar. Það sé samkomulagið sem eigi að tryggja jafnvægi á vinnumarkaði og sé sömuleiðis það sem hafi tryggt lítið atvinnuleysi. Fyrirtæki hafi getað tekið áhættu og ráðið fólk þó að það gæti þurft að segja þeim upp og fólk hafi getað fallið á eitthvað verði af uppsögn. „Nú á að fara að grafa undan þessu og það er rosalega stórt mál,“ segir hún og að það geti haft áhrif á atvinnuleysi en einnig að stéttarfélög berjist fyrir aukinni atvinnuvernd í kjarasamningum. Halla segist ekki sannfærð um að það sé endilega það sem sé best fyrir vinnumarkaðinn. Hvað varðar húsnæðispakkann sem var kynntur í síðustu viku segist Vilhjálmur ekki gera sér grein fyrir því hvort þetta sé raunveruleg lausn. Það hafi verið kynnt uppbygging í Reykjavík en það sé líka skortur á íbúðum á landsbyggðinni. Hann segir húsnæðisverð almennt of hátt og vextirnir of háir. Venjulegt fólk ráði ekki við þetta. Breyta eigi Landsbanka í samfélagsbanka Hann telur mikilvægt að stjórnvöld bregðist við og að sem dæmi væri hægt að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka og lækka arðsemiskröfu bankans úr tíu prósentum í fjögur eða fimm prósent. „Með því einu saman væri hægt að lækka vexti um eitt til eitt og hálft prósent,“ segir Vilhjálmur og að hann vilji sömuleiðis lækka ávöxtunarkröfu á lífeyrissjóðina. Sú stefna bitni á neytendum. Lífeyrissjóðir eigi um 60 til 70 prósent í Högum, Festi og tryggingum. Halla segist sammála Vilhjálmi að stóra verkefnið sé þetta háa verð á húsnæði og vaxtaumhverfið. Hún segir margt gott í nýjum húsnæðistillögum en spurningunni um það hvernig eigi að lækka húsnæðisverð hafi ekki verið svarað og það sé mikilvægasta verkefnið. Það sé mikil þörf á að byggja meira og ríkisstjórnin þurfi að taka að sér yfirstjórnunarhlutverk um að það séu lóðir til að byggja á. Það sé það sem standi flestum fyrir þrifum. Sveitarfélög eigi ekki ein að stjórna lóðaframboði Sveitarfélögin séu skilin ein eftir með það verkefni en séu á sama tíma í vandamálum með að fjármagna grunninnviði, þar á meðal samgöngur, og það dugi ekki að hvert sveitarfélag geri það sem þau telji sig geta gert. Þau telji sig rosalega dugleg en það sé ekki nóg. Þá segir Halla einnig mikilvægt að „byggja rétt“ og það vanti í tillögur stjórnvalda hvernig íbúðir eigi að byggja svo að markaðurinn sitji ekki uppi með íbúðir sem ekki er eftirspurn eftir. Halla segir einn lykilþátt geta ýtt undir stöðugra húsnæðisverð og það sé traustur leigumarkaður. Margir vilji eiga en um 26 prósent séu á leigumarkaði. Traustur leigumarkaður geti dempað húsnæðisverð. Hún segir uppi rökstuddar áhyggjur um hækkun á leiguverði og verkalýðshreyfingin hafi þess vegna kallað eftir leiguþaki. Viðtalið er lengra og er hægt að hlusta á það í heild að ofan. Verðlag Fjármál heimilisins Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Leigumarkaður Húsnæðismál Landsbankinn Vinnumarkaður Icelandair Gjaldþrot Play Bilun hjá Norðuráli Tengdar fréttir Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Við þekkjum fullyrðingar um það að háir vextir og mikil verðbólga sé óhjákvæmilegur fylgifiskur krónunnar vegna þess að hún sé smár sjálfstæður gjaldmiðill. Hins vegar eru það einungis fullyrðingar. Þeim fylgir sjaldnast einhver röstuðningur og aldrei rök sem standast nánari skoðun. 5. nóvember 2025 06:30 Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Mennirnir fimm sem eru grunaðir um að hafa stolið hundruðum milljóna króna af Landsbankanum gátu margfaldað upphæðir við millifærslur á eigin reikningum. Ekkert bendir til þess að þeir hafi búið yfir sérfræðiþekkingu. Reiknistofa bankanna segir að um misnotkun á veikleika í hugbúnaði sé að ræða og að mennirnir hafi ekki átt vitorðsmann innan Reiknistofunnar. 4. nóvember 2025 19:01 Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Fjármálaráðherra segist telja ríkisstjórnina hafa gert nóg til þess að gera peningastefnunefnd Seðlabankans kleift að lækka vexti. Nýjustu vendingar líkt og vaxtadómurinn og lokun Norðuráls kalli að hans mati á að vaxtalækkunarferlinu verði flýtt og að það verði brattara. 3. nóvember 2025 21:13 Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Halla segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahagsmála og samfélagsins í heild. Halla segir á annað hundrað félagsmanna VR hafa misst vinnuna á síðustu vikum í stórum uppsögnum. Allt tengist það flugi og ferðaþjónustu. „Það er ekki hryllilegur fjöldi kannski en það er tilfinnanlegt.“ Forstjóri Vinnumálastofnunar sagði í Reykjavík síðdegis í gær að samdráttur í ferðaþjónustu á þessum tíma væri eðlilegur en Halla segist þó ekki viss um að samdráttur af þessari stærðargráðu sé eðlilegur. „Seðlabankinn er að framkalla samdrátt í íslensku hagkerfi og af ástæðum sem mér finnst ekki mjög góðar, og þetta er birtingarmyndin. Það er verið að framkalla atvinnuleysi sem er óþarft,“ segir Halla. Óveðursský í mikilvægum atvinnugreinum Vilhjálmur segir sannarlega óveðursský að teiknast upp og þá sérstaklega í mikilvægum atvinnugreinum og nefnir í því samhengi endalok Play og uppsagnir hjá Icelandair í gær. Það tengist bæði ferðaþjónustu en svo sé einnig stopp hjá Norðuráli sem geti þýtt verulegt tap á útflutningstekjum, allt að fimmtíu milljörðum, og svo sé verið að loka einum eða tveimur ofnum hjá Elkem í allavega tvo mánuði og að framleiðsla hjá PCC á Bakka er stopp. „Við erum að tala um 70 manns í fiskvinnslu í Vestmannaeyjum sem hefur misst vinnu, fiskvinnslu og sjómenn,“ segir Vilhjálmur og að tuttugu manns hafi misst vinnu hjá öðru fiskvinnslufyrirtæki sem hafi ekki verið nafngreint. „Þegar við erum að horfa upp á fyrirtæki sem eru að skaða gjaldeyristekjur fyrir íslenska þjóð, þá er svo mikilvægt að greina þarna á milli, því það eru útflutningsgreinarnar sem síðan standa undir öllu hinu. Standa undir allri velferð á Íslandi, standa undir opinberum störfum og svo framvegis,“ segir hann og að það þurfi að horfa á þessa verðmætasköpun og þegar þau fyrirtæki sem standi fyrir henni verði fyrir svo miklum búsifjum núna sé full ástæða til að hafa áhyggjur. Vilhjálmur segir fjölda afleiddra starfa tengjast þessu. Sem dæmi hafi 25 manns verið sagt upp hjá Norðuráli áður en kom til framleiðslustöðvunar. Allt afleysingafólkið sé líka búið að missa vinnu. Þó svo að ekki sé búið að ráðast í uppsagnir hjá Norðuráli liggi fyrir að tekjumöguleikar þeirra sem eftir eru séu takmarkaðir því það eru engar aukavaktir og engin yfirvinna. „Við erum að verða fyrir umtalsverðu höggi sem við eigum að hafa áhyggjur af,“ segir Vilhjálmur og að hann myndi ekki kalla þetta eðlilega sveiflu. Hann gagnrýnir sömuleiðis vaxtastefnu. Verðbólga sé í 4,3 prósentum og að vextir séu hærri en í öllum samanburðarlöndum. Íslensk heimili skuldi um 72 prósent af landsframleiðslu sem samsvari um 3.200 milljörðum og því gæti lækkun um eitt prósentustig á vöxtum gagnvart heimilum myndi skila þeim auknum ráðstöfunartekjum upp á 32 milljarða. Það sama gildi um fyrirtækin í landinu. „Lækka hér vexti til að hleypa hér súrefni bæði til heimila og fyrirtækja er það sem skiptir máli.“ Halla segir stjórnvöld aðhyllast niðurskurðarstefnu og það sé sú hugmynd að þegar eitthvað er erfitt eigi stjórnvöld að draga saman seglin, og það sé sérstakt forgangsmál að ná hallalausum fjárlögum. „Það sé aðalatriðið, ekkert annað skipti máli,“ segir Halla og að hennar mati og margra fræðimanna sé þetta ekki góð stefna. Hluti þessarar stefnu felist í því að velta, draga saman og velta auknum kostnaði yfir á launafólk sem hafi samt sem áður verið samið um í kjarasamningum að yrði ekki gert. „Það er hávaxtastefna, þar sem er verið að kreista fólk, og í raun kreista vitlaust fólk. Þú ert ekki að kreista á réttum stöðum. Þú ert að kreista þau sem skulda, en ekki þá sem eru með peningana á milli handanna.“ Þá segir hún þessa stefnu einnig einkennast af niðurbroti á réttindum launafólks. Á sama tíma og það séu uppsagnir séu stéttarfélög í varnarbaráttu við að verja atvinnuleysistryggingakerfið sem stjórnvöld ætli einhliða að skera niður með því að stytta þann tíma sem fólk getur verið á atvinnuleysisbótum og lengja þann tíma sem fólk þarf til að vinna sér inn slíkar bætur. Í staðinn eigi að koma virkniúrræði en Halla segir það alltaf hafa verið verkefni Vinnumálastofnunar. Hún myndi vilja sjá þau fyrst, áður en skorið er niður í atvinnuleysistryggingakerfinu, og gagnrýnir sömuleiðis að þessar breytingar séu ekki gerðar í samráði við stéttarfélögin. Brjóta á réttindum launafólks Halla segir þessa stefnu, að brjóta niður réttindi launafólks þegar erfitt er, mjög hættulega. Hún hafi komið illa niður á öðrum samfélögum og það megi ekki fara þessa leið. „Díllinn á íslenskum vinnumarkaði hefur verið að það er mjög auðvelt að reka fólk á almennum markaði. Það er ótrúlega auðvelt og mitt erlenda félagsfólk í VR sumt skilur ekki í hvaða veruleika það er statt,“ segir hún en að á móti eigi kerfið að vera með sterkar og tryggar tryggingar. Það sé samkomulagið sem eigi að tryggja jafnvægi á vinnumarkaði og sé sömuleiðis það sem hafi tryggt lítið atvinnuleysi. Fyrirtæki hafi getað tekið áhættu og ráðið fólk þó að það gæti þurft að segja þeim upp og fólk hafi getað fallið á eitthvað verði af uppsögn. „Nú á að fara að grafa undan þessu og það er rosalega stórt mál,“ segir hún og að það geti haft áhrif á atvinnuleysi en einnig að stéttarfélög berjist fyrir aukinni atvinnuvernd í kjarasamningum. Halla segist ekki sannfærð um að það sé endilega það sem sé best fyrir vinnumarkaðinn. Hvað varðar húsnæðispakkann sem var kynntur í síðustu viku segist Vilhjálmur ekki gera sér grein fyrir því hvort þetta sé raunveruleg lausn. Það hafi verið kynnt uppbygging í Reykjavík en það sé líka skortur á íbúðum á landsbyggðinni. Hann segir húsnæðisverð almennt of hátt og vextirnir of háir. Venjulegt fólk ráði ekki við þetta. Breyta eigi Landsbanka í samfélagsbanka Hann telur mikilvægt að stjórnvöld bregðist við og að sem dæmi væri hægt að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka og lækka arðsemiskröfu bankans úr tíu prósentum í fjögur eða fimm prósent. „Með því einu saman væri hægt að lækka vexti um eitt til eitt og hálft prósent,“ segir Vilhjálmur og að hann vilji sömuleiðis lækka ávöxtunarkröfu á lífeyrissjóðina. Sú stefna bitni á neytendum. Lífeyrissjóðir eigi um 60 til 70 prósent í Högum, Festi og tryggingum. Halla segist sammála Vilhjálmi að stóra verkefnið sé þetta háa verð á húsnæði og vaxtaumhverfið. Hún segir margt gott í nýjum húsnæðistillögum en spurningunni um það hvernig eigi að lækka húsnæðisverð hafi ekki verið svarað og það sé mikilvægasta verkefnið. Það sé mikil þörf á að byggja meira og ríkisstjórnin þurfi að taka að sér yfirstjórnunarhlutverk um að það séu lóðir til að byggja á. Það sé það sem standi flestum fyrir þrifum. Sveitarfélög eigi ekki ein að stjórna lóðaframboði Sveitarfélögin séu skilin ein eftir með það verkefni en séu á sama tíma í vandamálum með að fjármagna grunninnviði, þar á meðal samgöngur, og það dugi ekki að hvert sveitarfélag geri það sem þau telji sig geta gert. Þau telji sig rosalega dugleg en það sé ekki nóg. Þá segir Halla einnig mikilvægt að „byggja rétt“ og það vanti í tillögur stjórnvalda hvernig íbúðir eigi að byggja svo að markaðurinn sitji ekki uppi með íbúðir sem ekki er eftirspurn eftir. Halla segir einn lykilþátt geta ýtt undir stöðugra húsnæðisverð og það sé traustur leigumarkaður. Margir vilji eiga en um 26 prósent séu á leigumarkaði. Traustur leigumarkaður geti dempað húsnæðisverð. Hún segir uppi rökstuddar áhyggjur um hækkun á leiguverði og verkalýðshreyfingin hafi þess vegna kallað eftir leiguþaki. Viðtalið er lengra og er hægt að hlusta á það í heild að ofan.
Verðlag Fjármál heimilisins Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Leigumarkaður Húsnæðismál Landsbankinn Vinnumarkaður Icelandair Gjaldþrot Play Bilun hjá Norðuráli Tengdar fréttir Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Við þekkjum fullyrðingar um það að háir vextir og mikil verðbólga sé óhjákvæmilegur fylgifiskur krónunnar vegna þess að hún sé smár sjálfstæður gjaldmiðill. Hins vegar eru það einungis fullyrðingar. Þeim fylgir sjaldnast einhver röstuðningur og aldrei rök sem standast nánari skoðun. 5. nóvember 2025 06:30 Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Mennirnir fimm sem eru grunaðir um að hafa stolið hundruðum milljóna króna af Landsbankanum gátu margfaldað upphæðir við millifærslur á eigin reikningum. Ekkert bendir til þess að þeir hafi búið yfir sérfræðiþekkingu. Reiknistofa bankanna segir að um misnotkun á veikleika í hugbúnaði sé að ræða og að mennirnir hafi ekki átt vitorðsmann innan Reiknistofunnar. 4. nóvember 2025 19:01 Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Fjármálaráðherra segist telja ríkisstjórnina hafa gert nóg til þess að gera peningastefnunefnd Seðlabankans kleift að lækka vexti. Nýjustu vendingar líkt og vaxtadómurinn og lokun Norðuráls kalli að hans mati á að vaxtalækkunarferlinu verði flýtt og að það verði brattara. 3. nóvember 2025 21:13 Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Við þekkjum fullyrðingar um það að háir vextir og mikil verðbólga sé óhjákvæmilegur fylgifiskur krónunnar vegna þess að hún sé smár sjálfstæður gjaldmiðill. Hins vegar eru það einungis fullyrðingar. Þeim fylgir sjaldnast einhver röstuðningur og aldrei rök sem standast nánari skoðun. 5. nóvember 2025 06:30
Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Mennirnir fimm sem eru grunaðir um að hafa stolið hundruðum milljóna króna af Landsbankanum gátu margfaldað upphæðir við millifærslur á eigin reikningum. Ekkert bendir til þess að þeir hafi búið yfir sérfræðiþekkingu. Reiknistofa bankanna segir að um misnotkun á veikleika í hugbúnaði sé að ræða og að mennirnir hafi ekki átt vitorðsmann innan Reiknistofunnar. 4. nóvember 2025 19:01
Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Fjármálaráðherra segist telja ríkisstjórnina hafa gert nóg til þess að gera peningastefnunefnd Seðlabankans kleift að lækka vexti. Nýjustu vendingar líkt og vaxtadómurinn og lokun Norðuráls kalli að hans mati á að vaxtalækkunarferlinu verði flýtt og að það verði brattara. 3. nóvember 2025 21:13