Innlent

Öku­tæki viðbragðsaðila verða á­berandi vegna æfingar

Atli Ísleifsson skrifar
Vegfarendur eru beðnir um að sýna skilning og þolinmæði vegna æfingarinnar.
Vegfarendur eru beðnir um að sýna skilning og þolinmæði vegna æfingarinnar. Vísir/Vilhelm

Sameiginleg æfing lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sérsveitar ríkislögreglustjóra og slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fer fram í dag.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að ökutæki viðbragðsaðila kunni því að vera meira áberandi í umferðinni en ella, en æfingunni, sem fram fer á höfuðborgarsvæðinu, lýkur um hádegi. 

„Vegfarendur eru beðnir um að sýna skilning og þolinmæði vegna þessa, en íbúar í Hafnarfirði munu líklega helst verða varir við æfinguna,“ segir í tilkynningunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×