Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2025 06:30 Við þekkjum fullyrðingar um það að háir vextir og mikil verðbólga sé óhjákvæmilegur fylgifiskur krónunnar vegna þess að hún sé smár sjálfstæður gjaldmiðill. Hins vegar eru það einungis fullyrðingar. Þeim fylgir sjaldnast einhver röstuðningur og aldrei rök sem standast nánari skoðun. Nýleg dæmi um þetta eru greinar Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, og Guðbrands Einarssonar, þingmanns Viðreisnar, á Vísi í gær. Báðir gefa þeir sér að verðbólga, verðtrygging og háir vextir séu afleiðingar krónunnar án þess að gera einu sinni tilraun til þess að styðja það haldbærum rökum. Dr. Ólafur Margeirsson hagfræðingur er á meðal þeirra sem þvert á móti hafa sýnt fram á það með gildum rökum að það standist ekki að skrifa háa vexti og verðbólgu á reikning krónunnar. Væri svo ætti það þá einnig að eiga við um aðra smáa sjálfstæða gjaldmiðla. Fylgnin þar á milli væri hins vegar afskaplega veik. Verðbólgan hér á landi í gegnum tíðina væri ekki sízt afleiðing þess að of mikið hefði verið búið til af krónunni á liðnum áratugum en gjaldmiðill gæti hins vegar ekki búið sig til sjálfur. Langstærstur hluti króna í umferð hér á landi væru búnar til af bönkum með lánveitingum. Krónum í umferð hefur fjölgað mikið á undanförnum árum einkum vegna snarhækkandi fasteignaverðs. Hækkun þess hefur þýtt hærri lán og þar með fleiri krónur í umferð sem aftur hefur skapað meiri verðbólgu ofan á hækkun sjálfs fasteignaverðsins. Hvers vegna hafa fasteignir hækkað svo gríðarlega í verði á síðustu árum? Einkum vegna skorts á húsnæði. Hvar hefur það vegið þyngst? Í Reykjavík. Hvað þarf til þess að byggja húsnæði? Lóðir. Hverjir úthluta lóðum? Sveitarfélögin. Hverjir stýrðu Reykjavík lengst af undanfarin ár? Samfylkingin og Viðreisn undir forystu Dags B. Eggertssonar. Með öðrum orðum kemur auðvitað úr hörðustu átt af hálfu Dags að reyna að skella skuldinni á krónuna sem til að mynda býr sig hvorki til sjálf né úthlutar lóðum heldur endurspeglar einungis þann efnahagslega veruleika sem fyrir hendi er og er ekki sízt skapaður af stjórnmálamönnum í valdastöðum eins og hann var í Reykjavík í áratug þar til í byrjun þessa árs. Skiljanlega er Degi mjög í mun að reyna að endurskrifa söguna og velta ábyrgðinni yfir á einhvern annan og þá er auðvitað bezt ef um er að ræða eitthvað sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér. Hins vegar tala staðreyndirnar máli krónunnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Íslenska krónan Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum fullyrðingar um það að háir vextir og mikil verðbólga sé óhjákvæmilegur fylgifiskur krónunnar vegna þess að hún sé smár sjálfstæður gjaldmiðill. Hins vegar eru það einungis fullyrðingar. Þeim fylgir sjaldnast einhver röstuðningur og aldrei rök sem standast nánari skoðun. Nýleg dæmi um þetta eru greinar Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, og Guðbrands Einarssonar, þingmanns Viðreisnar, á Vísi í gær. Báðir gefa þeir sér að verðbólga, verðtrygging og háir vextir séu afleiðingar krónunnar án þess að gera einu sinni tilraun til þess að styðja það haldbærum rökum. Dr. Ólafur Margeirsson hagfræðingur er á meðal þeirra sem þvert á móti hafa sýnt fram á það með gildum rökum að það standist ekki að skrifa háa vexti og verðbólgu á reikning krónunnar. Væri svo ætti það þá einnig að eiga við um aðra smáa sjálfstæða gjaldmiðla. Fylgnin þar á milli væri hins vegar afskaplega veik. Verðbólgan hér á landi í gegnum tíðina væri ekki sízt afleiðing þess að of mikið hefði verið búið til af krónunni á liðnum áratugum en gjaldmiðill gæti hins vegar ekki búið sig til sjálfur. Langstærstur hluti króna í umferð hér á landi væru búnar til af bönkum með lánveitingum. Krónum í umferð hefur fjölgað mikið á undanförnum árum einkum vegna snarhækkandi fasteignaverðs. Hækkun þess hefur þýtt hærri lán og þar með fleiri krónur í umferð sem aftur hefur skapað meiri verðbólgu ofan á hækkun sjálfs fasteignaverðsins. Hvers vegna hafa fasteignir hækkað svo gríðarlega í verði á síðustu árum? Einkum vegna skorts á húsnæði. Hvar hefur það vegið þyngst? Í Reykjavík. Hvað þarf til þess að byggja húsnæði? Lóðir. Hverjir úthluta lóðum? Sveitarfélögin. Hverjir stýrðu Reykjavík lengst af undanfarin ár? Samfylkingin og Viðreisn undir forystu Dags B. Eggertssonar. Með öðrum orðum kemur auðvitað úr hörðustu átt af hálfu Dags að reyna að skella skuldinni á krónuna sem til að mynda býr sig hvorki til sjálf né úthlutar lóðum heldur endurspeglar einungis þann efnahagslega veruleika sem fyrir hendi er og er ekki sízt skapaður af stjórnmálamönnum í valdastöðum eins og hann var í Reykjavík í áratug þar til í byrjun þessa árs. Skiljanlega er Degi mjög í mun að reyna að endurskrifa söguna og velta ábyrgðinni yfir á einhvern annan og þá er auðvitað bezt ef um er að ræða eitthvað sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér. Hins vegar tala staðreyndirnar máli krónunnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun