„Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Bjarki Sigurðsson skrifar 4. nóvember 2025 13:01 Páll Kristjánsson er lögmaður. Vísir/Steingrímur Dúi Lögmaður segir ekki nægt eftirlit með störfum lögreglu. Langflestir lögreglumenn vinni vel og vandlega en í öllum stéttum séu svartir sauðir. Tveir lögreglumenn voru nýlega ákærðir fyrir brot í starfi. Fréttastofa greindi frá ákærunum í gær. Kona er ákærð fyrir uppflettingar í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, og karlmaður fyrir að láta koma fyrir hlerunarbúnaði í bifreið manns án dómsúrskurðar. Bæði neita sök. Að sögn formanns Landssambands lögreglumanna enda svipuð mál oftast með áminningu eða lögreglustjórasátt og kom það honum því á óvart að málin væru komin svo langt. Fleiri mál sem ekki er vitað af Páll Kristjánsson lögmaður segir það þurfa að efla eftirlit með lögreglu. „Ég held að það sé algjörlega ljóst. Í dag er starfandi nefnd um eftirlit með störfum lögreglu sem maður verður að engu móti var við í sínum störfum. Í kjölfar aðgerða, svona þvingunaraðgerða, til að mynda eins og í kjölfar hlerunar og hlustunar og skyggnirannsóknar, þá á að upplýsa sakborning. Miðað við hversu sárasjaldan maður sér slíkar tilkynningar, þá held ég að það sé veruleg brotalöm í þessum málum og ekki nægilega vel að þessu staðið,“ segir Páll. Heldur þú að það séu fleiri svipuð hlerunarmál sem við vitum kannski ekki af? „Ég held ég geti fullyrt svo.“ Vill betra eftirlit Páll segir lögregluna ekki rúna trausti, þó hann telji of oft gengið hart á rétt sakborninga. „Það gildir svo sem um lögreglu og allar aðrar stéttir þar sem menn eru að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar að langflestir vinna þetta vel og vandlega og gera þetta rétt. En í öllum stéttum eru svartir sauðir, ef þannig má að orði komast. Þá er ég ekkert að fullyrða um þessa tilteknu aðila enda þekki ég ekki málsatvik í þessu máli nægilega vel,“ segir Páll. „En þetta eru viðkvæmar persónuupplýsingar. Það má líkja þessu við þegar menn eru að fletta upp í sjúkraskrám og slíku. Menn eiga ekki að hafa aðgang. Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við. Það er alveg ljóst að það er ekki nægilega gott eftirlit með þessu. Ég held að það sé algjörlega á kristaltæru.“ Lögreglan Lögmennska Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Fréttastofa greindi frá ákærunum í gær. Kona er ákærð fyrir uppflettingar í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, og karlmaður fyrir að láta koma fyrir hlerunarbúnaði í bifreið manns án dómsúrskurðar. Bæði neita sök. Að sögn formanns Landssambands lögreglumanna enda svipuð mál oftast með áminningu eða lögreglustjórasátt og kom það honum því á óvart að málin væru komin svo langt. Fleiri mál sem ekki er vitað af Páll Kristjánsson lögmaður segir það þurfa að efla eftirlit með lögreglu. „Ég held að það sé algjörlega ljóst. Í dag er starfandi nefnd um eftirlit með störfum lögreglu sem maður verður að engu móti var við í sínum störfum. Í kjölfar aðgerða, svona þvingunaraðgerða, til að mynda eins og í kjölfar hlerunar og hlustunar og skyggnirannsóknar, þá á að upplýsa sakborning. Miðað við hversu sárasjaldan maður sér slíkar tilkynningar, þá held ég að það sé veruleg brotalöm í þessum málum og ekki nægilega vel að þessu staðið,“ segir Páll. Heldur þú að það séu fleiri svipuð hlerunarmál sem við vitum kannski ekki af? „Ég held ég geti fullyrt svo.“ Vill betra eftirlit Páll segir lögregluna ekki rúna trausti, þó hann telji of oft gengið hart á rétt sakborninga. „Það gildir svo sem um lögreglu og allar aðrar stéttir þar sem menn eru að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar að langflestir vinna þetta vel og vandlega og gera þetta rétt. En í öllum stéttum eru svartir sauðir, ef þannig má að orði komast. Þá er ég ekkert að fullyrða um þessa tilteknu aðila enda þekki ég ekki málsatvik í þessu máli nægilega vel,“ segir Páll. „En þetta eru viðkvæmar persónuupplýsingar. Það má líkja þessu við þegar menn eru að fletta upp í sjúkraskrám og slíku. Menn eiga ekki að hafa aðgang. Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við. Það er alveg ljóst að það er ekki nægilega gott eftirlit með þessu. Ég held að það sé algjörlega á kristaltæru.“
Lögreglan Lögmennska Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira