Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar 4. nóvember 2025 08:32 Þetta fjaðrafok yfir því að það hafi verið boðið upp á kynfræðslu í fermingarfræðslu er einfaldlega farið algjörlega úr böndunum. Hvað er virkilega svona slæmt við þetta? Í skoðanagreininni „Hvað var RÚV að hvítþvo - og til hvers?“ vildi Hilmar Kristinsson meina að RÚV hefði afvegaleitt umræðuna, eða í hans orðum: „RÚV var að hvítþvo“. Hann vill sem sagt meina að kirkjan hafi brotið trúarlög og að RÚV hafi brotið fjölmiðlalög. Gamaldags forsjárhyggja Ég spyr hins vegar, hvers konar risaeðluforsjárhyggja er það að banna umræðu sem þú ert ósammála á þeim grundvelli að hún hafi farið fram á vitlausum stað? Við lifum ekki á árinu núll, það má alveg nútímavæða það hvernig við tölum um trú og það má alveg líta til baka og færa Biblíusögurnar í samhengi við samtímann. Biblían er yfirfull af sögum og dæmum sem eru augljóslega siðferðislega röng, til dæmis upphefð þrælahalds, og það er þess vegna algjörlega fáránlegur póll að við eigum að taka Biblíuna og helgidóminn á einhvern hátt bókstaflega. Í grein sinni setti Hilmar upp tímalínu af þessu máli með sinni túlkun. Ég set því hér fram mína eigin tímalínu sem sýnir hvað átti sér raunverulega stað: 18. - 22. október: Faðir tekur dóttur sína út úr fræðslunni því hann móðgaðist sjálfur yfir því að dóttirin hafi heyrt að að María Magdalena hefði „alltaf verið í sleik við Jesú“. Þingmaður móðgast líka. Almenningi finnst þetta ekkert mál. 22. - 27. október: Kynfræðingur heldur áfram sömu frásögn og bendir á það sem hún var að gera í fermingarfræðslunni: „ég er bara að fræða“. 27. október: Prestur bendir á þá sjálfsögðu staðreynd að „allt er til umræðu í kirkju Jesú“. 30. - 31. október: Frétt að Kirkjuþing krefst hækkunar sóknargjalda og talar um „andlegan og menningarlegan þátt þjóðarinnar“ sem er náttúrulega fáránlegt þar sem að Þjóðkirkjan fær meira en nóg í kassann frá landsmönnum. 2. nóvember: RÚVfréttin birtist - Falleg frétt sem sýnir raunveruleg viðbrögð landsmanna. Bara bros, fræðsla og félagslegt samþykki. Kristin snjókorn Kjarni málsins er í rauninni þessi, það er ekkert að kynfræðslu sama hvar hún er sett fram og kristið fólk þarf einfaldlega að hætta að vera svona mikil snjókorn. Ef þau ætla hins vegar að halda áfram á sömu braut og móðgast svona svakalega yfir því hvað börnin þeirra heyra í fermingarfræðslu ætla ég að biðla til þeirra að kíkja ekki á internetsögu barna þeirra, það gæti verið þeim ofviða. Það sem gerir þessa móðgunargirni einstaklega kaldhæðnislega er að það fólk sem er líklegast til þess að vera stuðningsfólk þessarar tilteknu fermingarfræðslu má vanalega ekki anda án þess að vera kölluð viðkvæm snjókorn. Í þessari umræðu hefur hins vegar komið í ljós svart á hvítu hvar þessi snjókorn eiga raunverulega heima. Íslendingar eru ekki strangtrúaðir Það væri í rauninni fáránlegt ef það ætti að banna það að halda kynfræðslutíma í fermingarfræðslum. Ísland er ekki strangtrúuð þjóð og við erum á engan hátt vön að spara okkur fram að giftingu. Jafnvel eftir giftingu erum við ekki einu sinni vön að halda okkur í sama hjónabandinu voðalega lengi. Það er því í rauninni nauðsynlegt að vera með næga kynfræðslu fyrir okkur Íslendinga og fermingarfræðslur eru ekkert verri vettvangur fyrir það heldur en eitthvað annað. Ofan á það þá er kynfræðsla einfaldlega bara skemmtileg, fermingarfræðsla er það ekki. Það ætti í rauninni að bjóða upp á kynfræðslu í öllum fermingarfræðslum landsins. Sigmundur Davíð Hilmar spyr í grein sinni af hverju RÚV hafi ekki spurt Sigmund Davíð út í málið. Af hverju ætti RÚV að spyrja Sigmund Davíð út í þetta mál? Þetta kemur honum bara ekkert við! Sigmundur Davíð er enginn verndari kirkjunnar, það eina sem hann gerir er að nýta sér hana í sinni eigin valdabaráttu. En fyrst Hilmar vildi endilega blanda Sigmundi Davíð inn í þetta mál þá langar mig að benda á 48. kafla Jeremía sem mér finnst passa sérstaklega vel við hann Sigmund: „Vér höfum heyrt um hroka Móabs sem er mikill, stolt hans, yfirlæti og ofmetnað og marklaus gífuryrði.“ Látið prestana og kynfræðingana í friði Að lokum langar mig einfaldlega að skilja lesendur eftir með það hvað það er fáránlegt að Hilmar, Sigmundur og félagar séu að standa í öllum þessum skrifum yfir einhverju, sem í grunninn, kemur þeim bara alls ekki við. Látið þessa góðu presta og kynfræðinga bara í friði. Ef þið viljið ekki heyra þessa umræðu, hættið þá bara að lesa hana. Þetta er ekki flóknara en það. Það er ekkert slæmt við kynfræðslu og ef hún á ekki heima inn í kirkjunni þá þarf eitthvað að fara að endurskoða hvaða gildi hún stendur fyrir. Ef kirkjan vill að Jesú verði hot þá þarf hún að leyfa Jesú að vera hot! Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Þetta fjaðrafok yfir því að það hafi verið boðið upp á kynfræðslu í fermingarfræðslu er einfaldlega farið algjörlega úr böndunum. Hvað er virkilega svona slæmt við þetta? Í skoðanagreininni „Hvað var RÚV að hvítþvo - og til hvers?“ vildi Hilmar Kristinsson meina að RÚV hefði afvegaleitt umræðuna, eða í hans orðum: „RÚV var að hvítþvo“. Hann vill sem sagt meina að kirkjan hafi brotið trúarlög og að RÚV hafi brotið fjölmiðlalög. Gamaldags forsjárhyggja Ég spyr hins vegar, hvers konar risaeðluforsjárhyggja er það að banna umræðu sem þú ert ósammála á þeim grundvelli að hún hafi farið fram á vitlausum stað? Við lifum ekki á árinu núll, það má alveg nútímavæða það hvernig við tölum um trú og það má alveg líta til baka og færa Biblíusögurnar í samhengi við samtímann. Biblían er yfirfull af sögum og dæmum sem eru augljóslega siðferðislega röng, til dæmis upphefð þrælahalds, og það er þess vegna algjörlega fáránlegur póll að við eigum að taka Biblíuna og helgidóminn á einhvern hátt bókstaflega. Í grein sinni setti Hilmar upp tímalínu af þessu máli með sinni túlkun. Ég set því hér fram mína eigin tímalínu sem sýnir hvað átti sér raunverulega stað: 18. - 22. október: Faðir tekur dóttur sína út úr fræðslunni því hann móðgaðist sjálfur yfir því að dóttirin hafi heyrt að að María Magdalena hefði „alltaf verið í sleik við Jesú“. Þingmaður móðgast líka. Almenningi finnst þetta ekkert mál. 22. - 27. október: Kynfræðingur heldur áfram sömu frásögn og bendir á það sem hún var að gera í fermingarfræðslunni: „ég er bara að fræða“. 27. október: Prestur bendir á þá sjálfsögðu staðreynd að „allt er til umræðu í kirkju Jesú“. 30. - 31. október: Frétt að Kirkjuþing krefst hækkunar sóknargjalda og talar um „andlegan og menningarlegan þátt þjóðarinnar“ sem er náttúrulega fáránlegt þar sem að Þjóðkirkjan fær meira en nóg í kassann frá landsmönnum. 2. nóvember: RÚVfréttin birtist - Falleg frétt sem sýnir raunveruleg viðbrögð landsmanna. Bara bros, fræðsla og félagslegt samþykki. Kristin snjókorn Kjarni málsins er í rauninni þessi, það er ekkert að kynfræðslu sama hvar hún er sett fram og kristið fólk þarf einfaldlega að hætta að vera svona mikil snjókorn. Ef þau ætla hins vegar að halda áfram á sömu braut og móðgast svona svakalega yfir því hvað börnin þeirra heyra í fermingarfræðslu ætla ég að biðla til þeirra að kíkja ekki á internetsögu barna þeirra, það gæti verið þeim ofviða. Það sem gerir þessa móðgunargirni einstaklega kaldhæðnislega er að það fólk sem er líklegast til þess að vera stuðningsfólk þessarar tilteknu fermingarfræðslu má vanalega ekki anda án þess að vera kölluð viðkvæm snjókorn. Í þessari umræðu hefur hins vegar komið í ljós svart á hvítu hvar þessi snjókorn eiga raunverulega heima. Íslendingar eru ekki strangtrúaðir Það væri í rauninni fáránlegt ef það ætti að banna það að halda kynfræðslutíma í fermingarfræðslum. Ísland er ekki strangtrúuð þjóð og við erum á engan hátt vön að spara okkur fram að giftingu. Jafnvel eftir giftingu erum við ekki einu sinni vön að halda okkur í sama hjónabandinu voðalega lengi. Það er því í rauninni nauðsynlegt að vera með næga kynfræðslu fyrir okkur Íslendinga og fermingarfræðslur eru ekkert verri vettvangur fyrir það heldur en eitthvað annað. Ofan á það þá er kynfræðsla einfaldlega bara skemmtileg, fermingarfræðsla er það ekki. Það ætti í rauninni að bjóða upp á kynfræðslu í öllum fermingarfræðslum landsins. Sigmundur Davíð Hilmar spyr í grein sinni af hverju RÚV hafi ekki spurt Sigmund Davíð út í málið. Af hverju ætti RÚV að spyrja Sigmund Davíð út í þetta mál? Þetta kemur honum bara ekkert við! Sigmundur Davíð er enginn verndari kirkjunnar, það eina sem hann gerir er að nýta sér hana í sinni eigin valdabaráttu. En fyrst Hilmar vildi endilega blanda Sigmundi Davíð inn í þetta mál þá langar mig að benda á 48. kafla Jeremía sem mér finnst passa sérstaklega vel við hann Sigmund: „Vér höfum heyrt um hroka Móabs sem er mikill, stolt hans, yfirlæti og ofmetnað og marklaus gífuryrði.“ Látið prestana og kynfræðingana í friði Að lokum langar mig einfaldlega að skilja lesendur eftir með það hvað það er fáránlegt að Hilmar, Sigmundur og félagar séu að standa í öllum þessum skrifum yfir einhverju, sem í grunninn, kemur þeim bara alls ekki við. Látið þessa góðu presta og kynfræðinga bara í friði. Ef þið viljið ekki heyra þessa umræðu, hættið þá bara að lesa hana. Þetta er ekki flóknara en það. Það er ekkert slæmt við kynfræðslu og ef hún á ekki heima inn í kirkjunni þá þarf eitthvað að fara að endurskoða hvaða gildi hún stendur fyrir. Ef kirkjan vill að Jesú verði hot þá þarf hún að leyfa Jesú að vera hot! Höfundur er háskólanemi.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun