Innlent

Hús­næðis­málin í brenni­depli og Alvotech lækkar á mörkuðum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um tillögur ríkisstjórarinnar í húsnæðismálum sem kynntar voru á dögunum. 

Við ræðum við stjórnarformann Húseigendafélagsins sem telur hættu á því að áform um að draga úr skattaafslætti leigutekna muni bitna á leigjendunum sjálfum.

Þá fjöllum við um líftæknifyrirtækið Alvotech sem tók dýfu á mörkuðum hér á landi og í Svíþjóð í morgun eftir að í ljós kom að fyrirtækið fengi ekki leyfi fyrir markaðsetningu á  hliðstæðulyfi í Bandaríkjunum sem hefur verið í undirbúningi lengi.

Að auki verður rætt við þingmann sem stendur að tillögu þar á bæ sem miðar að því að leyfa undir ákveðnum kringumstæðum veiðar á álft, gæsum og helsingjum sem eyðileggja uppskeruna fyrir bændum hér á landi. 

Í sportpakka dagsins verður svo fjallað um ráðningu Hermanns Hreiðarssonar til Vals sem tilkynnt var um í gærkvöldi en skiptar skoðanir eru sagðar um ráðninguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×