RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar 3. nóvember 2025 09:32 Í lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, er skýrt kveðið á um að stofnunin skuli „vera til fyrirmyndar um gæði og fagleg vinnubrögð“ í starfsháttum sínum. Þessi fyrirmæli virðast hafa farið fram hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins því á síðustu dögum, t.d. eftir veðurfréttir föstudaginn 31. október síðastliðinn, hefur RÚV þverbrotið gegn 28. gr. Laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um vernd barna gegn skaðlegu efni. Þar segir: „Fjölmiðlaveitu sem miðlar hljóð- og myndefni er óheimilt að miðla efni, þar á meðal hljóð- og myndsendingum í viðskiptaskyni, sem getur haft skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi efni sem felur í sér klám eða tilefnislaust ofbeldi.“ Undantekningu má gera eftir kl. 22 á föstudags- og laugardagskvöldum en klukkutíma fyrr önnur kvöld vikunnar. Í aðdraganda hrekkjavöku kynnti RÚV dagskrá sína með því að skella saman í einn pakka eftirfarandi efni: Pahanhautoja, Óráði, Shaun of the dead, Don’t look now, Kamera o tomero na, Wreck og Coupez! með Kappsmálum, Jakten på Olavsskrinet, Tilraunastund og Heimilisfræði, Skrímslasjúkum snillingum, Bursta, Hvolpasveitinni og Blæju. Af þessum 15 kvikmyndum og þáttaseríum eru sjö bannaðar börnum yngri en 16 ára. Það skýtur skökku við að til að nálgast bannaða efnið inni á vef RÚV þarf að staðfesta aldur en á sama tíma þótti lítið tiltökumál að sýna sérvalin myndbrot sem mörg hver voru ansi blóðug og óhugnanleg, sérstaklega í augum ungra barna, á þeim tíma dags sem börn eru enn vakandi og sum hver hugsanlega valsandi fyrir framan sjónvarpstæki. Nú er vel hægt að halda því fram að hvað RÚV sýni og hvenær skipti orðið engu máli því allir séu löngu hættir að horfa á línulega dagskrá; þrjú af hverjum fjórum heimilum hér á landi séu með áskrift að Netflix og níu af hverjum tíu heimilum kaupi aðgang að einhvers konar streymisveitu. En kjarni málsins er einfaldlega sá að óháð því hversu mörg börn kunni að hafa séð dagskárkynningu RÚV þá ber Ríkisútvarpinu að virða þau lög sem sett hafa verið um starfsemi þess. Höfundur er dósent í fjölmiðlafræði við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, er skýrt kveðið á um að stofnunin skuli „vera til fyrirmyndar um gæði og fagleg vinnubrögð“ í starfsháttum sínum. Þessi fyrirmæli virðast hafa farið fram hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins því á síðustu dögum, t.d. eftir veðurfréttir föstudaginn 31. október síðastliðinn, hefur RÚV þverbrotið gegn 28. gr. Laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um vernd barna gegn skaðlegu efni. Þar segir: „Fjölmiðlaveitu sem miðlar hljóð- og myndefni er óheimilt að miðla efni, þar á meðal hljóð- og myndsendingum í viðskiptaskyni, sem getur haft skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi efni sem felur í sér klám eða tilefnislaust ofbeldi.“ Undantekningu má gera eftir kl. 22 á föstudags- og laugardagskvöldum en klukkutíma fyrr önnur kvöld vikunnar. Í aðdraganda hrekkjavöku kynnti RÚV dagskrá sína með því að skella saman í einn pakka eftirfarandi efni: Pahanhautoja, Óráði, Shaun of the dead, Don’t look now, Kamera o tomero na, Wreck og Coupez! með Kappsmálum, Jakten på Olavsskrinet, Tilraunastund og Heimilisfræði, Skrímslasjúkum snillingum, Bursta, Hvolpasveitinni og Blæju. Af þessum 15 kvikmyndum og þáttaseríum eru sjö bannaðar börnum yngri en 16 ára. Það skýtur skökku við að til að nálgast bannaða efnið inni á vef RÚV þarf að staðfesta aldur en á sama tíma þótti lítið tiltökumál að sýna sérvalin myndbrot sem mörg hver voru ansi blóðug og óhugnanleg, sérstaklega í augum ungra barna, á þeim tíma dags sem börn eru enn vakandi og sum hver hugsanlega valsandi fyrir framan sjónvarpstæki. Nú er vel hægt að halda því fram að hvað RÚV sýni og hvenær skipti orðið engu máli því allir séu löngu hættir að horfa á línulega dagskrá; þrjú af hverjum fjórum heimilum hér á landi séu með áskrift að Netflix og níu af hverjum tíu heimilum kaupi aðgang að einhvers konar streymisveitu. En kjarni málsins er einfaldlega sá að óháð því hversu mörg börn kunni að hafa séð dagskárkynningu RÚV þá ber Ríkisútvarpinu að virða þau lög sem sett hafa verið um starfsemi þess. Höfundur er dósent í fjölmiðlafræði við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar