Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2025 20:03 Bekkurinn var þétt skipaður í salnum í félagsheimilinu Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi í dag en á annað hundrað sumarbústaðaeigendur mættu á fundinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill hugur er í eigendum frístundahúsa í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem komu saman á fundi í dag til að undirbúa málefnaskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor þar sem lögð verður áhersla á bætta þjónustu, fjölbreyttra búsetuform og náttúruvernd í sveitarfélaginu. Það var góð mætingin í félagsheimilið á Borg i Grímsnesi í dag á fundinn en á annað hundrað manns mættu enda þurfti alltaf að bæta fleiri og fleiri stólum við í salinn. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru um 3.400 sumarhús og heilsárshúsum fjölgar og fjölgar. Tveir frummælendur voru á fundi dagsins, annars vegar Heimir Karlsson, íbúi í sveitarfélaginu og Ragna Ívarsdóttir, sem býr líka í sveitarfélaginu. Mikill hugur er í fólkinu að bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningum í maí í vor. „Ég kem úr hópi þeirra íbúa, sem bý hér ótilgreint og við viljum yfirstíga þetta viðhorf þið og við. Við lítum á okkur sem íbúa hér og viljum vera með og gera hlutina saman,“ segir Ragna. Þannig að þið fáið ekki að vera með? „Ósköp lítið, við þurfum allavega mikið að hafa fyrir því,“ segi hún. Ragna Ívarsdóttir, íbúi í Grímsnes- og Grafningshreppi og annar af frummælendum dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjölmargir tjáðu skoðun sína í pontu á fundinum þegar orðið var gefið laust. Fram kom að sumarbústaðaeigendur margir hverjir eru til dæmis óánægðir með tíðni á losun rotþróa og kostnað við losunina og þá óska eigendurnir eftir betri þjónustu frá sveitarfélaginu þar sem allir sitja jafnir við borðið en sumarhúsaeigendur segjast standa undir 40% af ráðstöfunartekjum hreppsins með fasteignagjöldum sínum, sem eru 0,45% á meðan þau eru 0,18% í Reykjavík. Heimir Karlsson, sem býr í sveitarfélaginu með sinni konu var líka frummælandi á fundinum í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson En óstaðsettur í húsi, hvað þýðir það á mannamáli? „Óstaðsettur í húsi þýðir það að ég bý í mínu húsi en ég má ekki eiga lögheimili í því. Þannig að ég er svokallað ótilgreint í hreppnum” segir Ragna. Og færð því enga þjónustu? „Nei og ekki í sjálfum sér það sem við erum að leitast eftir heldur það að fá að vera skráð í okkar hús fyrst og fremst.” Í fljótu bragði sást ekki neinn úr sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps á fundinum í dag en fulltrúar meirihlutans hafa þó verið að skrifa greinar um málefnið í fjölmiðlum, nú síðast á Vísi. Fulltrúar meirihlutans í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hafa verið að skrifa greinar um málefni frístundahúsaeigenda í sveitarfélaginu í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi 23. október.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er best við Grímsnes og Grafningshrepp? „Horfuð bara í kringum þig, það er allt. Það er fólkið, það er náttúran, já það er bara svo ótrúlega margt. Hér veljum við vera og við viljum vera,“ segir Ragna. Lára V. Júlíusdóttir var fundarstjóri dagsins en hún býr í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Það var góð mætingin í félagsheimilið á Borg i Grímsnesi í dag á fundinn en á annað hundrað manns mættu enda þurfti alltaf að bæta fleiri og fleiri stólum við í salinn. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru um 3.400 sumarhús og heilsárshúsum fjölgar og fjölgar. Tveir frummælendur voru á fundi dagsins, annars vegar Heimir Karlsson, íbúi í sveitarfélaginu og Ragna Ívarsdóttir, sem býr líka í sveitarfélaginu. Mikill hugur er í fólkinu að bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningum í maí í vor. „Ég kem úr hópi þeirra íbúa, sem bý hér ótilgreint og við viljum yfirstíga þetta viðhorf þið og við. Við lítum á okkur sem íbúa hér og viljum vera með og gera hlutina saman,“ segir Ragna. Þannig að þið fáið ekki að vera með? „Ósköp lítið, við þurfum allavega mikið að hafa fyrir því,“ segi hún. Ragna Ívarsdóttir, íbúi í Grímsnes- og Grafningshreppi og annar af frummælendum dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjölmargir tjáðu skoðun sína í pontu á fundinum þegar orðið var gefið laust. Fram kom að sumarbústaðaeigendur margir hverjir eru til dæmis óánægðir með tíðni á losun rotþróa og kostnað við losunina og þá óska eigendurnir eftir betri þjónustu frá sveitarfélaginu þar sem allir sitja jafnir við borðið en sumarhúsaeigendur segjast standa undir 40% af ráðstöfunartekjum hreppsins með fasteignagjöldum sínum, sem eru 0,45% á meðan þau eru 0,18% í Reykjavík. Heimir Karlsson, sem býr í sveitarfélaginu með sinni konu var líka frummælandi á fundinum í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson En óstaðsettur í húsi, hvað þýðir það á mannamáli? „Óstaðsettur í húsi þýðir það að ég bý í mínu húsi en ég má ekki eiga lögheimili í því. Þannig að ég er svokallað ótilgreint í hreppnum” segir Ragna. Og færð því enga þjónustu? „Nei og ekki í sjálfum sér það sem við erum að leitast eftir heldur það að fá að vera skráð í okkar hús fyrst og fremst.” Í fljótu bragði sást ekki neinn úr sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps á fundinum í dag en fulltrúar meirihlutans hafa þó verið að skrifa greinar um málefnið í fjölmiðlum, nú síðast á Vísi. Fulltrúar meirihlutans í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hafa verið að skrifa greinar um málefni frístundahúsaeigenda í sveitarfélaginu í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi 23. október.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er best við Grímsnes og Grafningshrepp? „Horfuð bara í kringum þig, það er allt. Það er fólkið, það er náttúran, já það er bara svo ótrúlega margt. Hér veljum við vera og við viljum vera,“ segir Ragna. Lára V. Júlíusdóttir var fundarstjóri dagsins en hún býr í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira