Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 1. nóvember 2025 12:00 Haustið 2009 sagði Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi stjórnarmaður í Evrópusamtökunum sem börðust fyrir inngöngu í Evrópusambandið, á fundi í Norræna húsinu að forsenda þess að mögulegt væri að koma Íslandi inn í sambandið væri að staða efnahagsmála þjóðarinnar yrði enn verri en hún varð í kjölfar bankahrunsins. „Þá gætu Íslendingar í augnabliks geðveiki átt það til að segja já en á venjulegum degi munu þeir segja nei.“ Mér varð hugsað til þessara orða Eiríks vagna vaxandi umræðna í samfélaginu um framgöngu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmála þjóðarinnar sem hefur frekar verið til þess fallin að auka á verðbólgu en draga úr henni og draga úr þrótti atvinnulífsins með ákvörðunum eða áformum um stórauknar álögur. Vangaveltur um það hvort ríkisstjórnin sé vísvitandi í pólitískum tilgangi að valda atvinnulífinu skaða eru skiljanlegar í ljósi þess hvernig hún hefur kosið að halda á málum. Vafalaust hugsa ýmsir að hér sé aðeins um samsæriskenningu að ræða og þannig hugsaði ég sjálfur til að byrja með. Ég vil enn ekki trúa því að þetta sé raunin en á sama tíma hrannast vísbendingarnar upp sem erfitt er að hunza. Allar helztu atvinnugreinar þjóðarinnar hafa verið undir í þeim efnum. Sjávarútvegurinn, landbúnaðurinn, stóriðjan og ferðaþjónustan sem vill svo til að eru allar á könnu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra Viðreisnar. Hafa verður í huga í þess sambandi að það er ekki Viðreisn pólitískt í hag að staða efnahagsmála batni hér á landi. Þvert á móti. Helzta stefnumál flokksins, sem öll önnur stefna hans tekur mið af og sem hann var hreinlega stofnaður í kringum, er innganga í Evrópurópusambandið. Lagist efnahagsmálin er viðbúið að áhugi á því að ganga í sambandið minnki enn frekar. Versni það, eins og Eiríkur Bergmann benti á, er það á hinn bóginn líklegt til þess að auka stuðning við það. Formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, skaut föstum skotum á forystu Samfylkingarinnar í færslu á Facebook fyrir helgi fyrir að taka ekki þátt í að tala fyrir inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Pawel Bartoszek, þingmaður flokksins, ritaði grein á Vísi í vikunni þar sem hann viðurkenndi að staða efnahagsmála sambandsins væri ekki góð en vildi ranglega meina að hún væri verri hér. Betri efnahagsstaða landsins hentar ekki Viðreisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Haustið 2009 sagði Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi stjórnarmaður í Evrópusamtökunum sem börðust fyrir inngöngu í Evrópusambandið, á fundi í Norræna húsinu að forsenda þess að mögulegt væri að koma Íslandi inn í sambandið væri að staða efnahagsmála þjóðarinnar yrði enn verri en hún varð í kjölfar bankahrunsins. „Þá gætu Íslendingar í augnabliks geðveiki átt það til að segja já en á venjulegum degi munu þeir segja nei.“ Mér varð hugsað til þessara orða Eiríks vagna vaxandi umræðna í samfélaginu um framgöngu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmála þjóðarinnar sem hefur frekar verið til þess fallin að auka á verðbólgu en draga úr henni og draga úr þrótti atvinnulífsins með ákvörðunum eða áformum um stórauknar álögur. Vangaveltur um það hvort ríkisstjórnin sé vísvitandi í pólitískum tilgangi að valda atvinnulífinu skaða eru skiljanlegar í ljósi þess hvernig hún hefur kosið að halda á málum. Vafalaust hugsa ýmsir að hér sé aðeins um samsæriskenningu að ræða og þannig hugsaði ég sjálfur til að byrja með. Ég vil enn ekki trúa því að þetta sé raunin en á sama tíma hrannast vísbendingarnar upp sem erfitt er að hunza. Allar helztu atvinnugreinar þjóðarinnar hafa verið undir í þeim efnum. Sjávarútvegurinn, landbúnaðurinn, stóriðjan og ferðaþjónustan sem vill svo til að eru allar á könnu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra Viðreisnar. Hafa verður í huga í þess sambandi að það er ekki Viðreisn pólitískt í hag að staða efnahagsmála batni hér á landi. Þvert á móti. Helzta stefnumál flokksins, sem öll önnur stefna hans tekur mið af og sem hann var hreinlega stofnaður í kringum, er innganga í Evrópurópusambandið. Lagist efnahagsmálin er viðbúið að áhugi á því að ganga í sambandið minnki enn frekar. Versni það, eins og Eiríkur Bergmann benti á, er það á hinn bóginn líklegt til þess að auka stuðning við það. Formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, skaut föstum skotum á forystu Samfylkingarinnar í færslu á Facebook fyrir helgi fyrir að taka ekki þátt í að tala fyrir inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Pawel Bartoszek, þingmaður flokksins, ritaði grein á Vísi í vikunni þar sem hann viðurkenndi að staða efnahagsmála sambandsins væri ekki góð en vildi ranglega meina að hún væri verri hér. Betri efnahagsstaða landsins hentar ekki Viðreisn.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar