Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. nóvember 2025 10:50 Reykjavíkurborg ætlar að láta framkvæma úttekt. Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst ráðast í úttekt á sundlaug Vesturbæjar. Lauginni hefur ítrekað verið lokað síðustu mánuði vegna viðgerða. Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti þann 16. október að fela umhverfis- og skipulagssviði að taka út ágalla á framkvæmdum við laugina. Að úttekt lokinni á að fela borgarlögmanni eftir atvikum að meta réttarstöðu Reykjavíkurborgar gagnvart framkvæmdaaðilum. Menningar- og íþróttaráð fundaði einnig um úttektina þann 31. október. „Ljóst er að potturinn er brotinn í ferli málsins og samþykkti borgarráð tillögu að USK réðist í úttekt á ferlinu við framkvæmdirnar. Samstarfsflokkarnir leggja áherslu á það að í þeirri úttekt verði horft til þess að skerpa á eftirliti með framkvæmdum, gæðastjórnun og síðast en ekki síst hvort þurfi breytingar á innkaupareglum borgarinnar til að skerpa á því að borgin hafi viðeigandi úrræði til að grípa inn í ef vinnubrögð við framkvæmdir eru óviðunandi,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna á fundinum. Lauginni lokað fjórum sinnum Málið hófst í apríl þegar borgin tilkynnti að Vesturbæjarlaug yrði lokað í fjórar vikur í maí og júní svo hægt væri að sinna viðhaldi. Sinna þurfti verkefnum eins og að mála laugarkerið, skipta út rennibraut, færa körfuboltaspjald og skipta um neyðarkerfi. Viðgerðirnar hófust 2. maí. Um miðjan júní var opnuninni seinkað til 15. júlí og síðan aftur til 19. júlí. Sundgarpar fengu að njóta þess að svamla í lauginni í mánuð þar til tilkynnt var 18. ágúst að loka þyrfti lauginni í viku þar sem galli fannst á málningarvinnu á laugarbotninum og var málningin farin að flagna af. Viku síðar stungu sundmenn sér aftur í laugina, þann 26. ágúst. Málningin sem hefur flagnað af sundlaugarkarinu.Reykjavíkurborg Föstudaginn 29. ágúst var lauginni lokað í rúman sólarhring þar sem þrep ofan í laugina reyndust of hál. Til að tryggja öryggi gesta var laugin tæmd. Í lok september tók laugin að flagna enn á ný og sagði Anna Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður laugarinnar, að það væri eins og laugin væri með skallablett. Fyrst um sinn stóð ekki til að loka lauginni en þann 13. október var einungis sundlauginni lokað meðan unnið var að lausn á skallablettavandanum. Sundlaugin var svo opnuð, enn eina ferðina, þann 28. október. Sundlaugar og baðlón Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti þann 16. október að fela umhverfis- og skipulagssviði að taka út ágalla á framkvæmdum við laugina. Að úttekt lokinni á að fela borgarlögmanni eftir atvikum að meta réttarstöðu Reykjavíkurborgar gagnvart framkvæmdaaðilum. Menningar- og íþróttaráð fundaði einnig um úttektina þann 31. október. „Ljóst er að potturinn er brotinn í ferli málsins og samþykkti borgarráð tillögu að USK réðist í úttekt á ferlinu við framkvæmdirnar. Samstarfsflokkarnir leggja áherslu á það að í þeirri úttekt verði horft til þess að skerpa á eftirliti með framkvæmdum, gæðastjórnun og síðast en ekki síst hvort þurfi breytingar á innkaupareglum borgarinnar til að skerpa á því að borgin hafi viðeigandi úrræði til að grípa inn í ef vinnubrögð við framkvæmdir eru óviðunandi,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna á fundinum. Lauginni lokað fjórum sinnum Málið hófst í apríl þegar borgin tilkynnti að Vesturbæjarlaug yrði lokað í fjórar vikur í maí og júní svo hægt væri að sinna viðhaldi. Sinna þurfti verkefnum eins og að mála laugarkerið, skipta út rennibraut, færa körfuboltaspjald og skipta um neyðarkerfi. Viðgerðirnar hófust 2. maí. Um miðjan júní var opnuninni seinkað til 15. júlí og síðan aftur til 19. júlí. Sundgarpar fengu að njóta þess að svamla í lauginni í mánuð þar til tilkynnt var 18. ágúst að loka þyrfti lauginni í viku þar sem galli fannst á málningarvinnu á laugarbotninum og var málningin farin að flagna af. Viku síðar stungu sundmenn sér aftur í laugina, þann 26. ágúst. Málningin sem hefur flagnað af sundlaugarkarinu.Reykjavíkurborg Föstudaginn 29. ágúst var lauginni lokað í rúman sólarhring þar sem þrep ofan í laugina reyndust of hál. Til að tryggja öryggi gesta var laugin tæmd. Í lok september tók laugin að flagna enn á ný og sagði Anna Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður laugarinnar, að það væri eins og laugin væri með skallablett. Fyrst um sinn stóð ekki til að loka lauginni en þann 13. október var einungis sundlauginni lokað meðan unnið var að lausn á skallablettavandanum. Sundlaugin var svo opnuð, enn eina ferðina, þann 28. október.
Sundlaugar og baðlón Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira