Innlent

Val­höll aug­lýst til sölu

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft aðsetur í Valhöll í rúma hálfa öld.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft aðsetur í Valhöll í rúma hálfa öld. Vísir/Einar

Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett höfuðstöðvar sínar, Valhöll við Háaleitisbraut, á sölu. Ekkert verð er gefið upp en tilboða óskað.

Greint er frá þessu í Morgunblaðinu en í dag birtist þar heilsíðuauglýsing þar sem Valhöll er auglýst til sölu með eftirfarandi hætti:

„Einstaklega reisulegt og sögufrægt 2.732,7 m² hús á frábærum stað miðsvæðis í Reykjavík. Húsið var byggt árið 1975 fyrir starfsemi Sjálfstæðisflokksins en þar hefur einnig ýmis önnur starfsemi verið rekin.“

„Um er að ræða eitt af þekktari kennileitum Reykjavíkur og er hér um að ræða tækifæri fyrir aðila að tryggja sér eign sem getur nýst undir hina ýmsu starfsemi s.s. sem skrifstofuhúsnæði, heilsu eða ferðatengda þjónustu o.s.frv.“

Nýr kafli að hefjast hjá flokknum

Guðrún Hafsteinsdóttir segir í viðtali við Morgunblaðið að leit sé hafin að nýjum og nútímaleguum höfuðstöðvum flokksins, smíði nýs húss sé afar ósennileg.

Húsnæðismál flokksins hafi verið til skoðunar í nokkuð langan tíma, þau séu hluti af heildarendurskoðun á starfsemi hans til framtíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×