Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar 31. október 2025 09:32 Fyrir hönd SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, gagnrýni ég harðlega tillögu um að færa virkjanakosti í Héraðsvötnum í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Að mínu mati er þar ekki aðeins um að ræða aðför að einu gjöfulasta vatnasvæði landshlutans, heldur líka aðför að því stjórntæki sem rammaáætlun er. Faghópar í 3. og 5. áfanga hafa vandað til verka og unnið sín störf af heilindum og virðingu fyrir náttúrunni, og ítrekað flokkað virkjanir í Héraðsvötnum í verndarflokk með ótvíræðum hætti. Í kvöld rennur út frestur til þess að skila inn umsögn á tillögu umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins um að færa Kjalölduveitu og virkjanir í Héraðsvötnum í Skagafirði úr verndarflokki í biðflokk. Að hafa vinnu faghópanna að engu, með því að ganga gegn ráðleggingum þeirra myndi rýra traust til rammáætlunar, enda voru Héraðsvatnakostir nýlega metnir með hæsta verndargildið af öllum kostum áfangans. Ég þarf varla að tíunda, hversu dýrmæt náttúra er færð til fórnar, þar sem það stendur svart á hvítu í niðurstöðum vísindafólksins sem skipaði faghóp 1 í 3. áfanga rammaáætlunar, og síðan staðfest aftur af nýjum faghópi í 5. áfanga. Í 5. áfanga rammaáætlunar var óskað eftir endurmati á fyrri niðurstöðum, en áhrif virkjana voru hugsanlega ofmetin, fannst umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Nýr faghópur tók til starfa frá grunni og komst að því að ekkert ofmat hafði átt sér stað. Í 5. áfanga var einnig fenginn óháður sérfræðingur frá Svíþjóð, Christer Nilsson, til þess að vinna sjálfstætt mat á verðmætum og áhrifum virkjanakostanna þriggja í Héraðsvötnum og í séráliti sem hann skilaði var skemmst frá því að segja að hann staðfesti niðurstöður kollega sinna á Íslandi. Það fer ekki saman hljóð og mynd Ein af áherslum Jóhanns Páls, ráðherra orku- umhverfis og loftslags, er að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi - en að raska jafnvægi jökulfljótanna í Skagafirði með virkjunum er alls ekki því til stuðnings, þvert á móti. Fjölbreytt líf á landi og legi er háð þessum fljótum, það er ekki nein spurning um það eins og faghópar rammaáætlunar hafa bent á og varað við. Til samantektar, þá hafa tveir faghópar rammaáætlunar komist að sömu niðurstöðu, og vitna ég nú beint í lokaorð greinargerðar faghóps 5. áfanga: Niðurstaða höfunda greinargerðar um endurmat á niðurstöðu faghóps 1 í 3. áfanga rammaáætlunar á virkjunarkostum í Héraðsvötnum er að verðmæti vatnasviðs Héraðsvatna sé mjög hátt og hafi þar af leiðandi mikið náttúruverndargildi. Það er einnig álit höfunda að fyrirhugaðir virkjunarkostir myndu hafa mikil áhrif á vistkerfi og vistgerðir með hátt verndargildi. - Greinargerð um endurmat á niðurstöðum faghóps 1 í 3. áfanga rammaáætlunar á virkjunarkostum í Héraðsvötnum, nóvember 2023. Ég hlustaði á ræðu Jóhanns Páls á Umhverfisþingi í Hörpu um miðjan september síðastliðinn. Þar nefndi hann sérstaklega, hvað við stöndum framarlega í náttúruvernd, vegna þess að við höfum rammaáætlun. Stjórntæki sem tekur á því faglega, hvaða staði ber að virkja, og hverja ber að vernda. Ég tek undir með honum, en það er hætta á því að stjórntækið missi vigt sína og virðingu, ef faglegar niðurstöður hennar eru svo ekkert annað en tillögur á borði ráðherra, þar sem hann getur hrókerað í flokkun faghópanna eins og hann lystir. Stöndum vörð um Héraðsvötnin, og stöndum vörð um virðingu og trúverðugleika rammaáætlunar! Vegna þess að ef þessi tillaga ráðuneytisins nær fram að ganga, að færa virkjunarkosti í Héraðsvötnum og Kjalölduveitu í biðflokk, er rammaáætlun ómerk sem stjórntæki að mínu mati. Umsögn SUNN er komin inn í samráðsgátt, og er númer 8 í röð athugasemda. HÉR má nálgast styttri umsögn sem við gefum fullt leyfi til notkunar, óbreytt eða aðlögðuð eftir hentisemi, fyrir þau sem vilja leggja málinu lið og hjálpa okkur að standa vörð um Héraðsvötnin. Höfundur er formaður SUNN, samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Skagafjörður Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fyrir hönd SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, gagnrýni ég harðlega tillögu um að færa virkjanakosti í Héraðsvötnum í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Að mínu mati er þar ekki aðeins um að ræða aðför að einu gjöfulasta vatnasvæði landshlutans, heldur líka aðför að því stjórntæki sem rammaáætlun er. Faghópar í 3. og 5. áfanga hafa vandað til verka og unnið sín störf af heilindum og virðingu fyrir náttúrunni, og ítrekað flokkað virkjanir í Héraðsvötnum í verndarflokk með ótvíræðum hætti. Í kvöld rennur út frestur til þess að skila inn umsögn á tillögu umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins um að færa Kjalölduveitu og virkjanir í Héraðsvötnum í Skagafirði úr verndarflokki í biðflokk. Að hafa vinnu faghópanna að engu, með því að ganga gegn ráðleggingum þeirra myndi rýra traust til rammáætlunar, enda voru Héraðsvatnakostir nýlega metnir með hæsta verndargildið af öllum kostum áfangans. Ég þarf varla að tíunda, hversu dýrmæt náttúra er færð til fórnar, þar sem það stendur svart á hvítu í niðurstöðum vísindafólksins sem skipaði faghóp 1 í 3. áfanga rammaáætlunar, og síðan staðfest aftur af nýjum faghópi í 5. áfanga. Í 5. áfanga rammaáætlunar var óskað eftir endurmati á fyrri niðurstöðum, en áhrif virkjana voru hugsanlega ofmetin, fannst umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Nýr faghópur tók til starfa frá grunni og komst að því að ekkert ofmat hafði átt sér stað. Í 5. áfanga var einnig fenginn óháður sérfræðingur frá Svíþjóð, Christer Nilsson, til þess að vinna sjálfstætt mat á verðmætum og áhrifum virkjanakostanna þriggja í Héraðsvötnum og í séráliti sem hann skilaði var skemmst frá því að segja að hann staðfesti niðurstöður kollega sinna á Íslandi. Það fer ekki saman hljóð og mynd Ein af áherslum Jóhanns Páls, ráðherra orku- umhverfis og loftslags, er að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi - en að raska jafnvægi jökulfljótanna í Skagafirði með virkjunum er alls ekki því til stuðnings, þvert á móti. Fjölbreytt líf á landi og legi er háð þessum fljótum, það er ekki nein spurning um það eins og faghópar rammaáætlunar hafa bent á og varað við. Til samantektar, þá hafa tveir faghópar rammaáætlunar komist að sömu niðurstöðu, og vitna ég nú beint í lokaorð greinargerðar faghóps 5. áfanga: Niðurstaða höfunda greinargerðar um endurmat á niðurstöðu faghóps 1 í 3. áfanga rammaáætlunar á virkjunarkostum í Héraðsvötnum er að verðmæti vatnasviðs Héraðsvatna sé mjög hátt og hafi þar af leiðandi mikið náttúruverndargildi. Það er einnig álit höfunda að fyrirhugaðir virkjunarkostir myndu hafa mikil áhrif á vistkerfi og vistgerðir með hátt verndargildi. - Greinargerð um endurmat á niðurstöðum faghóps 1 í 3. áfanga rammaáætlunar á virkjunarkostum í Héraðsvötnum, nóvember 2023. Ég hlustaði á ræðu Jóhanns Páls á Umhverfisþingi í Hörpu um miðjan september síðastliðinn. Þar nefndi hann sérstaklega, hvað við stöndum framarlega í náttúruvernd, vegna þess að við höfum rammaáætlun. Stjórntæki sem tekur á því faglega, hvaða staði ber að virkja, og hverja ber að vernda. Ég tek undir með honum, en það er hætta á því að stjórntækið missi vigt sína og virðingu, ef faglegar niðurstöður hennar eru svo ekkert annað en tillögur á borði ráðherra, þar sem hann getur hrókerað í flokkun faghópanna eins og hann lystir. Stöndum vörð um Héraðsvötnin, og stöndum vörð um virðingu og trúverðugleika rammaáætlunar! Vegna þess að ef þessi tillaga ráðuneytisins nær fram að ganga, að færa virkjunarkosti í Héraðsvötnum og Kjalölduveitu í biðflokk, er rammaáætlun ómerk sem stjórntæki að mínu mati. Umsögn SUNN er komin inn í samráðsgátt, og er númer 8 í röð athugasemda. HÉR má nálgast styttri umsögn sem við gefum fullt leyfi til notkunar, óbreytt eða aðlögðuð eftir hentisemi, fyrir þau sem vilja leggja málinu lið og hjálpa okkur að standa vörð um Héraðsvötnin. Höfundur er formaður SUNN, samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar