Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Jón Ísak Ragnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 30. október 2025 19:32 Þórður Kristjánsson hefur verið innlyksa í þrjá daga. Vísir/Bjarni Áttræð hjón hafa verið föst heima hjá sér í rúma þrjá sólarhringa þar sem gatan var ekki mokuð við heimili þeirra. Þau eru ósátt við hvernig staðið var að snjómokstri og segja fá svör að fá frá borginni. Snjó byrjaði að kyngja niður á suðvesturhorni landsins á mánudagskvöldið og snjóaði lang fram á þriðjudag. Götur Reykjavíkur fylltust af snjó og fóru snjómoksturstæki borgarinnar strax af stað. Nú um þremur sólarhringum síðar eru enn húsagötur sem á eftir að moka allar eða að hluta til líkt og Seiðakvísl. Þar býr Þórður Kristjánsson, áttræður maður ásamt eiginkonu sinni, innst í botlanga. „Þá komust við ekki héðan út hjónin. Hvorki lönd né strönd. Við erum búin að vera hérna innilokuð í þrjá og hálfan sólarhring. Hér er búið að moka eina bunu með stórri vél bara upp að húsi númer sjö. Það var ekki farið hérna sem að á að gera. Þetta svíður okkur sem að búum hér efst. “ Þórður segir þau hjónin ekki hafa heilsu í að moka og bíllinn þeirra sé því fastur inni í skúr. Hann segir þann hluta sem á eftir að moka tilheyra Reykjavíkurborg. Hann hefur reynta að ná sambandi við einhvern þar sem sér um snjómokstur. Þórður og ómokaða gatan.Vísir/Bjarni „Það er svarað að það sé ekki í kortunum að fá það. Það er bara tekið niður upplýsingar. Svo fékk ég númer meira að segja og svo fékk ég tölvupóst um það að ég væri kominn á skrá. Þetta skeði núna áðan svo ég sendi tölvupóst aftur og sagði að við hjónin kæmust nú ekki langt á einhverjum tölvupósti en önnur svör hef ég ekki fengið.“ Þórður hefur ekki viljað trufla ættingja sína og biðja um hjálp þar sem þeir hafi nóg um að vera. Hann er vongóður um að gatan verði mokuð sem fyrst en á innkaupalistanum eru meðal annars blóm fyrir eiginkonuna. „Af því hún er áttræð í dag þessi elska.“ Snjómokstur Reykjavík Færð á vegum Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Snjó byrjaði að kyngja niður á suðvesturhorni landsins á mánudagskvöldið og snjóaði lang fram á þriðjudag. Götur Reykjavíkur fylltust af snjó og fóru snjómoksturstæki borgarinnar strax af stað. Nú um þremur sólarhringum síðar eru enn húsagötur sem á eftir að moka allar eða að hluta til líkt og Seiðakvísl. Þar býr Þórður Kristjánsson, áttræður maður ásamt eiginkonu sinni, innst í botlanga. „Þá komust við ekki héðan út hjónin. Hvorki lönd né strönd. Við erum búin að vera hérna innilokuð í þrjá og hálfan sólarhring. Hér er búið að moka eina bunu með stórri vél bara upp að húsi númer sjö. Það var ekki farið hérna sem að á að gera. Þetta svíður okkur sem að búum hér efst. “ Þórður segir þau hjónin ekki hafa heilsu í að moka og bíllinn þeirra sé því fastur inni í skúr. Hann segir þann hluta sem á eftir að moka tilheyra Reykjavíkurborg. Hann hefur reynta að ná sambandi við einhvern þar sem sér um snjómokstur. Þórður og ómokaða gatan.Vísir/Bjarni „Það er svarað að það sé ekki í kortunum að fá það. Það er bara tekið niður upplýsingar. Svo fékk ég númer meira að segja og svo fékk ég tölvupóst um það að ég væri kominn á skrá. Þetta skeði núna áðan svo ég sendi tölvupóst aftur og sagði að við hjónin kæmust nú ekki langt á einhverjum tölvupósti en önnur svör hef ég ekki fengið.“ Þórður hefur ekki viljað trufla ættingja sína og biðja um hjálp þar sem þeir hafi nóg um að vera. Hann er vongóður um að gatan verði mokuð sem fyrst en á innkaupalistanum eru meðal annars blóm fyrir eiginkonuna. „Af því hún er áttræð í dag þessi elska.“
Snjómokstur Reykjavík Færð á vegum Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira