Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar 29. október 2025 22:00 „Guð er í öllu – nema í svarinu“ (Ef við fylgjum þessari guðfræði endar kirkjan ekki í Guðs húsi – heldur í gróðurhúsi) Eftir að greinin mín „Er þetta virkilega svar þjóðkirkjunnar?“ birtist á Vísi hefur umræðan haldið áfram – ekki síst á samfélagsmiðlum. Þar svaraði presturinn og siðfræðingurinn Bjarni Karlsson í þremur löngum færslum á Facebook og vísaði í bók sína Bati frá tilgangsleysi og kenningar Bonhoeffers, McFague og Frans páfa. Þrátt fyrir langa svörun: Engin viðurkenning, engin iðrun við því sem kveikti umræðuna. Barn þurfti að flýja frá altarinu — og enn hefur enginn spurt: Hvernig gat þetta gerst? Í Embættisgjörð um starfshætti kirkjunnar stendur skýrt (2. útg. 2012, bls. 298): „Kæri söfnuður. Þessi fermdu ungmenni eru oss á hendur falin. Bjóðum þau velkomin og tökum með gleði á móti þeim sem játendum Jesú Krists. Vörumst að hneyksla þau, hafa illt fyrir þeim eða leiða þau afvega á nokkurn hátt, en ástundum með orðum og eftirdæmi að halda þeim á hinum góða vegi, sem liggur til eilífs lífs.“ Hér brýtur Þjóðkirkjan gegn eigin orðum. Þetta er ekki bara menningarlegt áfall heldur trúarlegt brot. Í stað þess að staldra við breyttist umræðan í orðaþoku: panentheismi, „vistkerfi“ og „Guð í öllu“ — eins og það afsaki að helgi rýmisins hafi verið rofin. Barnslegt traust við altarið verður að tilraunaborði queer-fræðanna. Ef kirkjan, sem þjóðin heldur uppi með sköttum og trausti, hefur breytt trú sinni – ef það sem áður var heilagt er nú orðið „fræðilegt“ eða „opin umræðuefni“ – hefur þjóðin þá ekki rétt á að vita það? Þetta er ekki rifrildi né persónuárás. Þetta er trúvörn. Þegar altarið verður umræðuvettvangur og krossinn fræðilegt tákn, þarf að spyrja: Hverjum þjónar kirkjan – Orðinu eða orðræðunni? Guðfræðilegt undansvar – þegar játningarnar eru brotnar Bjarni fullyrðir að guðfræði sín sé „kristsmiðlæg, biblíuleg og trú hinum fornu hefðum“. En í samhengi beygjast orðin inn á sjálf sig: játning í orði – afneitun í sömu andrá (rökvilla mótsagnar). Falleg orð („heilög heild“, „Guð sem tengslavera“, „veröld sem líkami Guðs“) hljóma játningarlega – en neita forsendunni sem heldur játningunni uppi. Það sem McFague og Bjarni leggja til – að Guð sé bæði handan og innan, og að veröldin sé líkami Guðs – er í orði, mild sýn, en í eðli sínu guðfræðileg innrás. Það er ekki opinberun, heldur endurmerking: – Holdtekjan verður tákn um lífsorku. – Krossinn verður tákn samruna. – Syndin verður táknskekkja. – Og frelsunin verður sjálfsskilningur. Þetta er ekki kristin trú. Þetta er gnósis – innsæisfrelsun sem kemur innan frá, ekki fyrir kross og blóð. Játningarnar – Postulega, Níkeu, Aþanasíusar og Ágsborgar – urðu til í eldraun kirkjunnar. Þær verja sannleikann gegn afbökun eins og sverð og skjöldur: Afmarka hvað má ekki segja án þess að afbaka hver Guð er. Hér eru dæmin, beint úr málflutningi Bjarna: 1) Postulega – „Skapari himins og jarðar“ „Ég trúi á Guð föður almáttugan, skapara himins og jarðar.“ Bjarni: „Ef Guð hefur tekið á sig hold, þá er allt náskylt Guði. Þá erum við og Guð líka á sama stað.“ Rökvillan: Flokkunarvilla (category error): Ruglar Skapara og sköpun. Holdtekja ≠ „allt er Guð“ (panentheismi). Afleiðing: Ef allt er Guð, hver þarf þá frelsara? Trú verður vistfræði í stað játningar. 2) Níkeu – „Sannur Guð af sönnum Guði“ „Ljós af ljósi, sannur Guð af sannum Guði… orðinn maður fyrir oss menn og vegna hjálpræðis vors.“ Bjarni: „Guð er veruleikinn, líkaminn, garðurinn þar sem við lifum…“ + tilvitnun í Bonhoeffer. Rökvillan: Rangur samanburður (false equivalence): Bonhoeffer talar um Guð sem opinberast í heiminum – Bjarni teygir það yfir í einingu eðlis. Þá verður kristin ontólógía að náttúrufræði. Afleiðing: Kristur verður tákn í stað Frelsara; synd „misræmi“, kross óþarfur. (Sama rót og í aríönsku villunni. Aþanasíus dró línu: „Ljós af ljósi, sannur Guð af sannum Guði.“) 3) Aþanasíusar – „Þrenningin er heilög – ekki vistkerfi“ „Guðdómur Föður, Sonar og Heilags Anda er einn; jöfn er dýrð þeirra og hátignin jafneilíf.“ Bjarni: „Guð er alltaf líkamnaður… Guð er í öllu og við í Guði“, „veröldin er líkami Guðs“. Rökvillan: Siðferðisflutningur (moral smuggling): Nýaldarheimspeki smyglað inn sem „tengsl“. Afleiðing: Þrenningin verður sálfræðilegt mynstur; Guð breytist úr Frelsara í „flæði“. Útþynning, ekki dýpkun. 4) Ágsborgar – „Trúin kemur af orðinu“ „Til þess að vér fáum þessa trú hefur Guð stofnað þjónustu orðsins og sakramentanna.“ (5. gr.) Bjarni: „Engin spenna er lengur milli kirkjunnar og markmiða SÞ.“ Rökvillan: Fölsk samkennd (appeal to empathy) + valkvæð notkun (selective quoting): „Guð er kærleikur“ er notað til að mýkja sannleikann þar til andstæðar kenningar „taka sig saman“. Afleiðing: Kirkjan hættir að tala með rödd trúarinnar og endurómar heimsandann. Hún hættir að vera brúður Krists og verður meðvirk mella menningarinnar. Bonhoeffer í réttu samhengi: Hann hafnaði tvíhyggju trúar og veraldar – en ekki aðgreiningu Skapara og sköpunar. Munurinn stendur: Játningin segir „Guð er skapari, Kristur Frelsari, Andinn helgari“. Mótsvör: „Guð er vistkerfi, Kristur samruni, Andinn flæði.“ Allt þetta gæti hljómað fræðilegt – nema vegna staðreyndarinnar sem kveikti umræðuna: Barn flúði frá altarinu. Ekki vegna trúarinnar heldur þess sem var flutt í nafni trúar. Enginn ábyrgur. Prestur blessar kynfræðslu við altarið, vitnað er í villurit – og enn engin yfirbót. Svo, kæri lesandi – ekkert að sjá hér. Guð er í öllu, líka í afneituninni. Þegar allt er „heilagt“ er ekkert lengur helgað. (Vegna umfangs: Critical og Queer/Theory brjóta játningarnar á sama hátt og hér er sýnt – með afmáun marka, sérstaklega milli Skapara og sköpunar.) „Engin spenna“ – kirkjan og Sameinuðu þjóðirnar Ef engin spenna er, hvor breyttist þá? Hvaðan kemur orðræðan? Lucis Trust (áður Lucifer Publishing) hefur tengsl við SÞ og rekur Meditation Room í New York – beðið er til „inner light of humanity“. Alice A. Bailey boðaði The Plan og „Reappearance of the Christ“ – ekki Jesú frá Nasaret heldur „Christ Consciousness“. Sama orðfæri heyrist nú: „Guð er í öllu…“ Þetta er nánast orðrétt úr skrifum Alice A. Bailey (Lucis Trust) og theosófískum anda: „Hin nýja trú mun hvorki vera kristin né heiðin heldur eitt sameinað trúarkerfi mannkyns, þar sem hinn guðlegi neisti í öllu er viðurkenndur.“ Þetta er ekki friður heldur samruni. Ekki kristni heldur endurpakkaður gnostískur guðdómur sjálfsins. Helgi, hjarta og krossskuggi Helgi er ekki tilfinning – hún er tilheyrsla. Hagios / qādôš = að vera aðskilinn, frátekinn fyrir Guð. Sama rót gat lýst presti og hórkonu – ekki því að bæði væru „heilög“, heldur að hvort tveggja tilheyrði herra sínum. Spurningin er alltaf: Hverjum tilheyrir þú? Nútíma guðfræði talar um heilagleika án aðskilnaðar, kærleika án krossins. En þegar allt er „heilagt“ er ekkert lengur helgað. Þá verður altarið „allrými samtals“ – hlaðborð án ábyrgðar. „Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér.“ (Mark 8:34) Kirkjan er ekki gróðurhús. Hún er hús Guðs – byggð á hornsteini Krists. Trúin sem viðbragð við staðreynd „Trúin er fullvissa… Fyrir trú skiljum vér, að heimarnir eru gjörðir með orði Guðs.“ (Heb 11:1–3) Krossinn er staðreynd. Trúin er viðbragð við staðreyndinni – ekki heimspeki, heldur játning. Ein síðustu orð Páls til Tímóteusar: „Fyrir augliti Guðs og Krists Jesú, sem dæma mun lifendur og dauða, með endurkomu hans fyrir augum og ríki hans heiti ég á þig: Prédika þú orðið, gef þig að því í tíma og ótíma, vanda um, ávíta, uppörva með stöðugri þolinmæði og fræðslu. Því að þann tíma mun að bera, er menn þola ekki hina heilnæmu kenningu, heldur hópa þeir að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum til þess að heyra það, sem kitlar eyrun. Þeir munu snúa eyrum sínum burt frá sannleikanum og hverfa að ævintýrum.“ (2Tím 4:1–4) Tíminn er núna! Kirkjan hefur heyrt nóg af röddum – hún þarf að hlusta aftur á Orðið. (Post 17:11) „Hvern þann sem kannast [*játast] við mig fyrir mönnum, mun og ég við játast við fyrir föður minn á himnum.“ (Matt 10:32 — homologeó: að játast með, standa með opinberlega.) Það er játningin sem heldur heiminum. Ekki vistkerfið, heldur krossinn. Ekki sjálfsspeglun, heldur sjálfsfórn. Hugsa sér, þetta sá Hallgrímur fyrir sér: „Fals undir fögru máli, fordildarhræsnin ber.“ „Jesú krossskugga skjólið hér / skýlir þó langtum betur mér.“ (Hallgrímur Pétursson, sálm. 33 og 37) Þess vegna er þessi barátta ekki fræðileg. Hún er andleg. Það er ekki um orðræðu, heldur um altari. Hvort við stöndum við það altari þar sem Lamb Guðs var slátrað, eða við altari heimsins, þar sem mannleg meðvitund er tilbeðin. Og engu er skeytt um börn sem þurfa flýja frá altari lamsins Guðs. Maranatha — Drottinn kemur. Höfundur er guðfræðingur. Heimildir Biblían (1981/2007); Embættisgjörð Þjóðkirkjunnar; Kirkjan játar; Bjarni Karlsson (2025); Bonhoeffer (1955); McFague (2008); Laudato Si’; Hallgrímur Pétursson (1666); Lucis Trust (ECOSOC 2023). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Þegar altarið verður kennslustofa – og krossinn kynfræðilegt tákn 28. október 2025 09:01 Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
„Guð er í öllu – nema í svarinu“ (Ef við fylgjum þessari guðfræði endar kirkjan ekki í Guðs húsi – heldur í gróðurhúsi) Eftir að greinin mín „Er þetta virkilega svar þjóðkirkjunnar?“ birtist á Vísi hefur umræðan haldið áfram – ekki síst á samfélagsmiðlum. Þar svaraði presturinn og siðfræðingurinn Bjarni Karlsson í þremur löngum færslum á Facebook og vísaði í bók sína Bati frá tilgangsleysi og kenningar Bonhoeffers, McFague og Frans páfa. Þrátt fyrir langa svörun: Engin viðurkenning, engin iðrun við því sem kveikti umræðuna. Barn þurfti að flýja frá altarinu — og enn hefur enginn spurt: Hvernig gat þetta gerst? Í Embættisgjörð um starfshætti kirkjunnar stendur skýrt (2. útg. 2012, bls. 298): „Kæri söfnuður. Þessi fermdu ungmenni eru oss á hendur falin. Bjóðum þau velkomin og tökum með gleði á móti þeim sem játendum Jesú Krists. Vörumst að hneyksla þau, hafa illt fyrir þeim eða leiða þau afvega á nokkurn hátt, en ástundum með orðum og eftirdæmi að halda þeim á hinum góða vegi, sem liggur til eilífs lífs.“ Hér brýtur Þjóðkirkjan gegn eigin orðum. Þetta er ekki bara menningarlegt áfall heldur trúarlegt brot. Í stað þess að staldra við breyttist umræðan í orðaþoku: panentheismi, „vistkerfi“ og „Guð í öllu“ — eins og það afsaki að helgi rýmisins hafi verið rofin. Barnslegt traust við altarið verður að tilraunaborði queer-fræðanna. Ef kirkjan, sem þjóðin heldur uppi með sköttum og trausti, hefur breytt trú sinni – ef það sem áður var heilagt er nú orðið „fræðilegt“ eða „opin umræðuefni“ – hefur þjóðin þá ekki rétt á að vita það? Þetta er ekki rifrildi né persónuárás. Þetta er trúvörn. Þegar altarið verður umræðuvettvangur og krossinn fræðilegt tákn, þarf að spyrja: Hverjum þjónar kirkjan – Orðinu eða orðræðunni? Guðfræðilegt undansvar – þegar játningarnar eru brotnar Bjarni fullyrðir að guðfræði sín sé „kristsmiðlæg, biblíuleg og trú hinum fornu hefðum“. En í samhengi beygjast orðin inn á sjálf sig: játning í orði – afneitun í sömu andrá (rökvilla mótsagnar). Falleg orð („heilög heild“, „Guð sem tengslavera“, „veröld sem líkami Guðs“) hljóma játningarlega – en neita forsendunni sem heldur játningunni uppi. Það sem McFague og Bjarni leggja til – að Guð sé bæði handan og innan, og að veröldin sé líkami Guðs – er í orði, mild sýn, en í eðli sínu guðfræðileg innrás. Það er ekki opinberun, heldur endurmerking: – Holdtekjan verður tákn um lífsorku. – Krossinn verður tákn samruna. – Syndin verður táknskekkja. – Og frelsunin verður sjálfsskilningur. Þetta er ekki kristin trú. Þetta er gnósis – innsæisfrelsun sem kemur innan frá, ekki fyrir kross og blóð. Játningarnar – Postulega, Níkeu, Aþanasíusar og Ágsborgar – urðu til í eldraun kirkjunnar. Þær verja sannleikann gegn afbökun eins og sverð og skjöldur: Afmarka hvað má ekki segja án þess að afbaka hver Guð er. Hér eru dæmin, beint úr málflutningi Bjarna: 1) Postulega – „Skapari himins og jarðar“ „Ég trúi á Guð föður almáttugan, skapara himins og jarðar.“ Bjarni: „Ef Guð hefur tekið á sig hold, þá er allt náskylt Guði. Þá erum við og Guð líka á sama stað.“ Rökvillan: Flokkunarvilla (category error): Ruglar Skapara og sköpun. Holdtekja ≠ „allt er Guð“ (panentheismi). Afleiðing: Ef allt er Guð, hver þarf þá frelsara? Trú verður vistfræði í stað játningar. 2) Níkeu – „Sannur Guð af sönnum Guði“ „Ljós af ljósi, sannur Guð af sannum Guði… orðinn maður fyrir oss menn og vegna hjálpræðis vors.“ Bjarni: „Guð er veruleikinn, líkaminn, garðurinn þar sem við lifum…“ + tilvitnun í Bonhoeffer. Rökvillan: Rangur samanburður (false equivalence): Bonhoeffer talar um Guð sem opinberast í heiminum – Bjarni teygir það yfir í einingu eðlis. Þá verður kristin ontólógía að náttúrufræði. Afleiðing: Kristur verður tákn í stað Frelsara; synd „misræmi“, kross óþarfur. (Sama rót og í aríönsku villunni. Aþanasíus dró línu: „Ljós af ljósi, sannur Guð af sannum Guði.“) 3) Aþanasíusar – „Þrenningin er heilög – ekki vistkerfi“ „Guðdómur Föður, Sonar og Heilags Anda er einn; jöfn er dýrð þeirra og hátignin jafneilíf.“ Bjarni: „Guð er alltaf líkamnaður… Guð er í öllu og við í Guði“, „veröldin er líkami Guðs“. Rökvillan: Siðferðisflutningur (moral smuggling): Nýaldarheimspeki smyglað inn sem „tengsl“. Afleiðing: Þrenningin verður sálfræðilegt mynstur; Guð breytist úr Frelsara í „flæði“. Útþynning, ekki dýpkun. 4) Ágsborgar – „Trúin kemur af orðinu“ „Til þess að vér fáum þessa trú hefur Guð stofnað þjónustu orðsins og sakramentanna.“ (5. gr.) Bjarni: „Engin spenna er lengur milli kirkjunnar og markmiða SÞ.“ Rökvillan: Fölsk samkennd (appeal to empathy) + valkvæð notkun (selective quoting): „Guð er kærleikur“ er notað til að mýkja sannleikann þar til andstæðar kenningar „taka sig saman“. Afleiðing: Kirkjan hættir að tala með rödd trúarinnar og endurómar heimsandann. Hún hættir að vera brúður Krists og verður meðvirk mella menningarinnar. Bonhoeffer í réttu samhengi: Hann hafnaði tvíhyggju trúar og veraldar – en ekki aðgreiningu Skapara og sköpunar. Munurinn stendur: Játningin segir „Guð er skapari, Kristur Frelsari, Andinn helgari“. Mótsvör: „Guð er vistkerfi, Kristur samruni, Andinn flæði.“ Allt þetta gæti hljómað fræðilegt – nema vegna staðreyndarinnar sem kveikti umræðuna: Barn flúði frá altarinu. Ekki vegna trúarinnar heldur þess sem var flutt í nafni trúar. Enginn ábyrgur. Prestur blessar kynfræðslu við altarið, vitnað er í villurit – og enn engin yfirbót. Svo, kæri lesandi – ekkert að sjá hér. Guð er í öllu, líka í afneituninni. Þegar allt er „heilagt“ er ekkert lengur helgað. (Vegna umfangs: Critical og Queer/Theory brjóta játningarnar á sama hátt og hér er sýnt – með afmáun marka, sérstaklega milli Skapara og sköpunar.) „Engin spenna“ – kirkjan og Sameinuðu þjóðirnar Ef engin spenna er, hvor breyttist þá? Hvaðan kemur orðræðan? Lucis Trust (áður Lucifer Publishing) hefur tengsl við SÞ og rekur Meditation Room í New York – beðið er til „inner light of humanity“. Alice A. Bailey boðaði The Plan og „Reappearance of the Christ“ – ekki Jesú frá Nasaret heldur „Christ Consciousness“. Sama orðfæri heyrist nú: „Guð er í öllu…“ Þetta er nánast orðrétt úr skrifum Alice A. Bailey (Lucis Trust) og theosófískum anda: „Hin nýja trú mun hvorki vera kristin né heiðin heldur eitt sameinað trúarkerfi mannkyns, þar sem hinn guðlegi neisti í öllu er viðurkenndur.“ Þetta er ekki friður heldur samruni. Ekki kristni heldur endurpakkaður gnostískur guðdómur sjálfsins. Helgi, hjarta og krossskuggi Helgi er ekki tilfinning – hún er tilheyrsla. Hagios / qādôš = að vera aðskilinn, frátekinn fyrir Guð. Sama rót gat lýst presti og hórkonu – ekki því að bæði væru „heilög“, heldur að hvort tveggja tilheyrði herra sínum. Spurningin er alltaf: Hverjum tilheyrir þú? Nútíma guðfræði talar um heilagleika án aðskilnaðar, kærleika án krossins. En þegar allt er „heilagt“ er ekkert lengur helgað. Þá verður altarið „allrými samtals“ – hlaðborð án ábyrgðar. „Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér.“ (Mark 8:34) Kirkjan er ekki gróðurhús. Hún er hús Guðs – byggð á hornsteini Krists. Trúin sem viðbragð við staðreynd „Trúin er fullvissa… Fyrir trú skiljum vér, að heimarnir eru gjörðir með orði Guðs.“ (Heb 11:1–3) Krossinn er staðreynd. Trúin er viðbragð við staðreyndinni – ekki heimspeki, heldur játning. Ein síðustu orð Páls til Tímóteusar: „Fyrir augliti Guðs og Krists Jesú, sem dæma mun lifendur og dauða, með endurkomu hans fyrir augum og ríki hans heiti ég á þig: Prédika þú orðið, gef þig að því í tíma og ótíma, vanda um, ávíta, uppörva með stöðugri þolinmæði og fræðslu. Því að þann tíma mun að bera, er menn þola ekki hina heilnæmu kenningu, heldur hópa þeir að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum til þess að heyra það, sem kitlar eyrun. Þeir munu snúa eyrum sínum burt frá sannleikanum og hverfa að ævintýrum.“ (2Tím 4:1–4) Tíminn er núna! Kirkjan hefur heyrt nóg af röddum – hún þarf að hlusta aftur á Orðið. (Post 17:11) „Hvern þann sem kannast [*játast] við mig fyrir mönnum, mun og ég við játast við fyrir föður minn á himnum.“ (Matt 10:32 — homologeó: að játast með, standa með opinberlega.) Það er játningin sem heldur heiminum. Ekki vistkerfið, heldur krossinn. Ekki sjálfsspeglun, heldur sjálfsfórn. Hugsa sér, þetta sá Hallgrímur fyrir sér: „Fals undir fögru máli, fordildarhræsnin ber.“ „Jesú krossskugga skjólið hér / skýlir þó langtum betur mér.“ (Hallgrímur Pétursson, sálm. 33 og 37) Þess vegna er þessi barátta ekki fræðileg. Hún er andleg. Það er ekki um orðræðu, heldur um altari. Hvort við stöndum við það altari þar sem Lamb Guðs var slátrað, eða við altari heimsins, þar sem mannleg meðvitund er tilbeðin. Og engu er skeytt um börn sem þurfa flýja frá altari lamsins Guðs. Maranatha — Drottinn kemur. Höfundur er guðfræðingur. Heimildir Biblían (1981/2007); Embættisgjörð Þjóðkirkjunnar; Kirkjan játar; Bjarni Karlsson (2025); Bonhoeffer (1955); McFague (2008); Laudato Si’; Hallgrímur Pétursson (1666); Lucis Trust (ECOSOC 2023).
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Þegar altarið verður kennslustofa – og krossinn kynfræðilegt tákn 28. október 2025 09:01
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun