Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Agnar Már Másson skrifar 29. október 2025 21:42 Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í lok þingsins afhenda Nýsköpunarverðlaun Íslands 2025. Vísir/Ívar Fólk fær áfram að ráðstafa séreignarsparnaði sínum skattfrjálst inn á fasteignalán með 10 ára nýtingartímabili, samkvæmt áformum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Annar húsnæðispakki verður kynntur á nýju ári, að sögn ríkisstjórnarinnar. Frá 2014 hefur fólk getað nýtt séreignarsparnað skattfrjálst til að kaupa sína fyrstu íbúð. Var þetta meðal annars gert til að mæta húsnæðisvanda eftir efnahagshrunið 2008. Frá 2017 var einnig heimilað að nýta séreignarsparnað skattfrjálst til að greiða inn á höfuðstól íbúðarlána óháð því hvort um fyrstu íbúð væri að ræða. Í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar kom fram að séreignasparnaðarúrræðið yrði afnumið enda áttu lögin ekki að vera varanleg og því hefur árlega þurft að samþykkja framlengingu á heimildinni. Þetta hefur væntanlega skapað óvissu á íbúðamarkaði einkum vegna greiðslumats, bæði meðal kaupenda og lánveitenda. Nú verður heimildin til að ráðstafa séreign skattfrjálst inn á íbúðalán gerð varanleg, samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar, þannig að allir eigendur íbúða geti nýtt sér hana í 10 ár að hámarki. Í tillögum ríkisstjórnarinnar kemur fram að með þessum hætti verði stuðningurinn um leið markvissari þar sem hann renni í auknum mæli til fólks á fyrstu árum þess á húsnæðismarkaði. Þá kemur fram að efnt verði til samráðs um leiðir til að auka séreignarsparnað almennings þannig að fleiri geti átt kost á að nýta sér skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á íbúðalán. Fjármálaráðherra muni á næstunni leggja fram tillögur þar að lútandi. Þetta og margt annað var kynnt í húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar en fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum Sýnar. Ríkisstjórnin ætlar auk þessa að fjölga íbúðum í Úlfarsárdal um fjögur þúsund, auka hlutdeildarlán, einfalda regluverk. Auk þess kemur fram að annar húsnæðispakki verði kynntur á fyrri hluta ársins 2026. Hann muni meðal annars snúa að því hvernig ríkið getur liðkað fyrir uppbyggingu nýrra íbúðahverfa – eftir samtal við sveitarfélögin og vinnustofu félags- og húsnæðismálaráðuneytisins um þetta efni. Þar verði einnig tekið á uppbyggingu íbúða á ríkislóðum, breytingu ríkiseigna í íbúðir og regluverki á leigumarkaði eftir að frumvarp um skráningarskyldu leigusamninga mun hafa hlotið afgreiðslu á Alþingi. Húsnæðismál Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Frá 2014 hefur fólk getað nýtt séreignarsparnað skattfrjálst til að kaupa sína fyrstu íbúð. Var þetta meðal annars gert til að mæta húsnæðisvanda eftir efnahagshrunið 2008. Frá 2017 var einnig heimilað að nýta séreignarsparnað skattfrjálst til að greiða inn á höfuðstól íbúðarlána óháð því hvort um fyrstu íbúð væri að ræða. Í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar kom fram að séreignasparnaðarúrræðið yrði afnumið enda áttu lögin ekki að vera varanleg og því hefur árlega þurft að samþykkja framlengingu á heimildinni. Þetta hefur væntanlega skapað óvissu á íbúðamarkaði einkum vegna greiðslumats, bæði meðal kaupenda og lánveitenda. Nú verður heimildin til að ráðstafa séreign skattfrjálst inn á íbúðalán gerð varanleg, samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar, þannig að allir eigendur íbúða geti nýtt sér hana í 10 ár að hámarki. Í tillögum ríkisstjórnarinnar kemur fram að með þessum hætti verði stuðningurinn um leið markvissari þar sem hann renni í auknum mæli til fólks á fyrstu árum þess á húsnæðismarkaði. Þá kemur fram að efnt verði til samráðs um leiðir til að auka séreignarsparnað almennings þannig að fleiri geti átt kost á að nýta sér skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á íbúðalán. Fjármálaráðherra muni á næstunni leggja fram tillögur þar að lútandi. Þetta og margt annað var kynnt í húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar en fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum Sýnar. Ríkisstjórnin ætlar auk þessa að fjölga íbúðum í Úlfarsárdal um fjögur þúsund, auka hlutdeildarlán, einfalda regluverk. Auk þess kemur fram að annar húsnæðispakki verði kynntur á fyrri hluta ársins 2026. Hann muni meðal annars snúa að því hvernig ríkið getur liðkað fyrir uppbyggingu nýrra íbúðahverfa – eftir samtal við sveitarfélögin og vinnustofu félags- og húsnæðismálaráðuneytisins um þetta efni. Þar verði einnig tekið á uppbyggingu íbúða á ríkislóðum, breytingu ríkiseigna í íbúðir og regluverki á leigumarkaði eftir að frumvarp um skráningarskyldu leigusamninga mun hafa hlotið afgreiðslu á Alþingi.
Húsnæðismál Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira