Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar 29. október 2025 13:00 Á hverju ári fá um fimm hundruð Íslendinga slag – það er blóðtappa í eða blæðingu frá heilaslagæð - sjúkdóm sem getur á örfáum mínútum breytt lífi einstaklings og fjölskyldu til frambúðar. Slag er ein helsta dánar- og fötlunarorsök fullorðinna, en það er líka eitt þeirra heilsufarsvandamála sem við getum raunverulega haft áhrif á með fræðslu, forvörnum, skjótum viðbrögðum og sterkri heilbrigðisþjónustu um allt land. 29. október er alþjóðlegi slagdagurinn (World Stroke Day) sem tileinkaður er forvörnum og meðferð gegn slagi. „Saman getum við komið í veg fyrir slag” er yfirskrift dagsins. Þau orð eru metnaðarfull en eiga vel við á Íslandi. Sem vel upplýst þjóð getum við með forvörnum náð betri árangri en margar aðra þjóðir. Það sannast t.d. á því hve vel hefur gengið að draga úr reykingum og áfengisneyslu ungmenna. Í sumum tilvikum vinnur smæðin með okkur auk þess sem samstaða og samvinna eru sterk einkenni okkar þjóðar. Tíminn skiptir öllu máli Þegar slag verður, skiptir hver mínúta máli því með hverri mínútu án meðferðar tapar heilinn milljónum taugafruma. Þess vegna þarf að þekkja einkenni og bregðast strax við.Hin alþjóðlega minnisregla FAST getur hjálpað okkur að þekkja einkennin og bregðast strax við:F – Fall (lömun) í andlitiA – Aflleysi í handlegg (eða fótlegg)S – Skert talT – Tími til að hringja í 112Að hringja strax getur ráðið úrslitum um hvort viðkomandi endurheimti heilsu eða glími við varanlegar afleiðingar.Síðust ár hafa að jafnaði um 500 einstaklingar fengið slag ár hvert og er meðalaldur sjúklinga um sjötugt, þó heldur lægri hjá konum en körlum. Fjórir af hverjum fimm eru með blóðþurrðarslag (vegna blóðtappa) og einn af hverjum fimm með heilablæðingu. Framfarir og efling þjónustunnar um land allt Á Landspítala hefur verið byggð upp öflug slagþjónusta sem stenst alþjóðleg gæðaviðmið. Árið 2022 fengu tæplega einn af hverjum fimm sjúklinga enduropnunarmeðferð (segaleysandi lyf eða segabrottnám) við slagi og tíminn frá komu að meðferð var að jafnaði um hálftími. Þetta er árangur sem stenst samanburð við bestu spítala heims. Hann sýnir hvað hægt er að gera þegar skýrir verkferlar, vel þjálfað starfsfólk og skjót viðbrögð mynda eina keðju. Slag tekur ekki tillit til búsetu, og það á heilbrigðisþjónustan heldur ekki að gera. Við þurfum að halda áfram að byggja upp aðgengi fólks á landsbyggðinni að bráðaþjónustu. Þó svo að ekki sé hægt að byggja upp mjög sérhæfða þjónustu alls staðar á landinu er hægt að beita hraðri greiningu og öflugri meðferð um allt land. Forvarnir – slag er ekki óhjákvæmilegt Um 90% slaga tengjast áhættuþáttum sem við getum haft áhrif á: háþrýstingi, reykingum, sykursýki, hreyfingarleysi og óhollum lífsvenjum. Samkvæmt nýlegum gögnum er um helmingur fullorðinna Íslendinga með of háan blóðþrýsting eða á mörkum hans og stór hluti þess hóps veit ekki af vandanum. Ég vil hvetja alla, unga sem aldna, til að láta mæla hjá sér blóðþrýstinginn – hvort sem er heima, á næstu heilsugæslustöð eða í lyfjaverslun. Slíkt tekur aðeins örfáar mínútur, en er afar mikilvægt. Við getum komið í veg fyrir slag með því að huga að eigin heilsu. Við getum bjargað lífi með því að þekkja einkennin og hringja strax í 112. Og við getum eflt forvarnir og styrkt viðbragðsgetu um allt land og jafnað þannig aðstöðu fólks og aðgengi að þjónustu óháð búsetu. Við verðum að byggja upp samfélag þar sem heilsusamlegir kostir eru aðgengilegir, og þar sem heilsugæsla og samfélagsleg fræðsla ná til allra. Við getum gert betur í því að ná til einstaklinga sem hafa annað móðurmál en íslensku og þurfum að gera það til að viðhalda og bæta þann árangur sem við höfum náð. Þar er lykilatriði að halda áfram að fræða almenning um einkenni slags og mikilvægi þess að hringja strax í 112 – því með hverri mínútu sem líður minnka lífslíkur og batatími lengist. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Heilbrigðismál Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári fá um fimm hundruð Íslendinga slag – það er blóðtappa í eða blæðingu frá heilaslagæð - sjúkdóm sem getur á örfáum mínútum breytt lífi einstaklings og fjölskyldu til frambúðar. Slag er ein helsta dánar- og fötlunarorsök fullorðinna, en það er líka eitt þeirra heilsufarsvandamála sem við getum raunverulega haft áhrif á með fræðslu, forvörnum, skjótum viðbrögðum og sterkri heilbrigðisþjónustu um allt land. 29. október er alþjóðlegi slagdagurinn (World Stroke Day) sem tileinkaður er forvörnum og meðferð gegn slagi. „Saman getum við komið í veg fyrir slag” er yfirskrift dagsins. Þau orð eru metnaðarfull en eiga vel við á Íslandi. Sem vel upplýst þjóð getum við með forvörnum náð betri árangri en margar aðra þjóðir. Það sannast t.d. á því hve vel hefur gengið að draga úr reykingum og áfengisneyslu ungmenna. Í sumum tilvikum vinnur smæðin með okkur auk þess sem samstaða og samvinna eru sterk einkenni okkar þjóðar. Tíminn skiptir öllu máli Þegar slag verður, skiptir hver mínúta máli því með hverri mínútu án meðferðar tapar heilinn milljónum taugafruma. Þess vegna þarf að þekkja einkenni og bregðast strax við.Hin alþjóðlega minnisregla FAST getur hjálpað okkur að þekkja einkennin og bregðast strax við:F – Fall (lömun) í andlitiA – Aflleysi í handlegg (eða fótlegg)S – Skert talT – Tími til að hringja í 112Að hringja strax getur ráðið úrslitum um hvort viðkomandi endurheimti heilsu eða glími við varanlegar afleiðingar.Síðust ár hafa að jafnaði um 500 einstaklingar fengið slag ár hvert og er meðalaldur sjúklinga um sjötugt, þó heldur lægri hjá konum en körlum. Fjórir af hverjum fimm eru með blóðþurrðarslag (vegna blóðtappa) og einn af hverjum fimm með heilablæðingu. Framfarir og efling þjónustunnar um land allt Á Landspítala hefur verið byggð upp öflug slagþjónusta sem stenst alþjóðleg gæðaviðmið. Árið 2022 fengu tæplega einn af hverjum fimm sjúklinga enduropnunarmeðferð (segaleysandi lyf eða segabrottnám) við slagi og tíminn frá komu að meðferð var að jafnaði um hálftími. Þetta er árangur sem stenst samanburð við bestu spítala heims. Hann sýnir hvað hægt er að gera þegar skýrir verkferlar, vel þjálfað starfsfólk og skjót viðbrögð mynda eina keðju. Slag tekur ekki tillit til búsetu, og það á heilbrigðisþjónustan heldur ekki að gera. Við þurfum að halda áfram að byggja upp aðgengi fólks á landsbyggðinni að bráðaþjónustu. Þó svo að ekki sé hægt að byggja upp mjög sérhæfða þjónustu alls staðar á landinu er hægt að beita hraðri greiningu og öflugri meðferð um allt land. Forvarnir – slag er ekki óhjákvæmilegt Um 90% slaga tengjast áhættuþáttum sem við getum haft áhrif á: háþrýstingi, reykingum, sykursýki, hreyfingarleysi og óhollum lífsvenjum. Samkvæmt nýlegum gögnum er um helmingur fullorðinna Íslendinga með of háan blóðþrýsting eða á mörkum hans og stór hluti þess hóps veit ekki af vandanum. Ég vil hvetja alla, unga sem aldna, til að láta mæla hjá sér blóðþrýstinginn – hvort sem er heima, á næstu heilsugæslustöð eða í lyfjaverslun. Slíkt tekur aðeins örfáar mínútur, en er afar mikilvægt. Við getum komið í veg fyrir slag með því að huga að eigin heilsu. Við getum bjargað lífi með því að þekkja einkennin og hringja strax í 112. Og við getum eflt forvarnir og styrkt viðbragðsgetu um allt land og jafnað þannig aðstöðu fólks og aðgengi að þjónustu óháð búsetu. Við verðum að byggja upp samfélag þar sem heilsusamlegir kostir eru aðgengilegir, og þar sem heilsugæsla og samfélagsleg fræðsla ná til allra. Við getum gert betur í því að ná til einstaklinga sem hafa annað móðurmál en íslensku og þurfum að gera það til að viðhalda og bæta þann árangur sem við höfum náð. Þar er lykilatriði að halda áfram að fræða almenning um einkenni slags og mikilvægi þess að hringja strax í 112 – því með hverri mínútu sem líður minnka lífslíkur og batatími lengist. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun