Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar 29. október 2025 11:33 Valtýr Sigurðsson f.v. ríkissaksóknari og sá sem stýrði rannsókninni á hvarfi Geirfinns Einarssonar í Keflavík þriðjudagskvöldið 19. nóvember 1974, skrifar grein á Vísir 11. okt. s.l. þar sem hann svarar grein minni á visir.is frá 27. ágúst s.l. Æ, ég var víst búin að lofa þér Valtýr að svara þér lið fyrir lið. Svo nú lít ég upp úr öðru annríki og hér kemur svarið. Þú skrifar: „Í upphafi greinar Soffíu á Vísi.is segir: „Valtýr hefur haldið því fram að hann hafi mestmegnis bara verið formlegur yfirmaður rannsóknarinnar, en að Haukur Guðmundssonar rannsóknarlögreglumaður hafi borið ábyrgð á henni og hann ekki skipt sér þar mikið af.“ Síðan skrifar þú: „Í heilsíðugrein minni í Morgunblaðinu 31. október 1998:„Nokkur atriði um rannsókn Geirfinnsmálsins,“ segist ég hafa haft yfirumsjón með rannsókninni. Síðan segir: „Ég ber því stjórnunarlega ábyrgð á upphafsrannsókn málsins.“ Rangfærsla Soffíu hvað þetta varðar fellur því um sjálfa sig.“ Þarna stólar þú á að sá sem les niðurlag einnar málsgreinar hafi alveg gleymt því hvað stóð í þeirri næstu á undan. Svo skrifar þú næst að í viðtali við Hauk Guðmundsson, f.v. rannsóknarlögreglumann, í DV 14. sept. hafi Haukur hrakið fullyrðingar mínar lið fyrir lið. Hið rétta er að hann hélt ýmsu fram en hrakti ekkert. I Þú skrifar: „Það er rétt að rifja upp að mér er enn í fersku minni þegar Haukur Guðmundsson kom á skrifstofu mína [fimmtudag] 21. nóvember 1974, eða tveimur dögum eftir hvarf Geirfinns, og skýrði mér frá undarlegum aðdraganda að hvarfi hans. Hann taldið málið alvarlegt og ég tók undir það og sagði eitthvað á þessa leið: „Nú rannsökum við þetta mál og látum ekki nægja að sporhundurinn Nonni gangi nokkra hringi.“ Ástæða þessa orðalags var að fyrr á árinu hafði Guðmundur Einarsson horfið í Hafnarfirði og sporhundur var mikið notaður við leitina án árangurs.“ Minni ykkar félaga hefur ekki alltaf verið jafn ferskt um það hvenær þið hittust á skrifstofu þinni og hvor ykkar átti frumkvæði að því. Hins vegar ber ykkur saman um að þú hafi sagt að þetta mál skyldi rannsaka vandlega. Svo þetta með sporhundinn. Hver kallaði hann til á miðvikudagskvöld? Þú varst sjálfur afskapleg ánægður með hundinn þegar þú sagðir fréttamönnum fyrst frá honum. Haukur stóð þá þér við hlið og sagði ekki bofs um hundinn, enda vissi hann þá ekki bofs um sporhundinn. Hann hefur fullyrt við mig að hann hafi ekki kallað eftir þessum hundi og viti ekki hver gerði það, en að það hljóti að hafa verið þú. Hundurinn rakti slóð Geirfinns eins langt og hún náði og ekkert annað. Hitt að þú hafir sett þarna út á hundinn af því hann fann ekki Guðmund, er eftirásaga. Fyrir það fyrsta þá kafsnjóaði í Hafnarfirði janúarnóttina sem Guðmundur hvarf og þann snjó tók ekki upp í bráð. Fyrir það annað, þá hafði þessi sporhundur skilað nokkrum leitum með góðum árangri og þar á meðal í einu mannshvarfi nokkrum dögum áður en Geirfinnur hvarf. II Þú skrifar: „Geirfinnur fór frá heimili sínu í Keflavík kvöldið 19. nóvember 1974 í Hafnarbúðina.“ Vissulega fór Geirfinnur í Hafnarbúðina fyrr um kvöldið, um það vitna tvær manneskjur sem þekktu hann vel og sáu hann þar. Hann fór þaðan og kom heim til sín um kl 22:15, en hann fór ekki aftur í Hafnarbúðina og hann fór reyndar ekki heldur áleiðis í Hafnarbúðina. Þú skrifar: „Lögreglan í Keflavík lýsti eftir honum í útvarpi næsta dag.“ Reyndar lýsti lögreglan eftir honum á fimmtudag 21., í útvarpinu fyrir hádegi. Vissir þú ekkert um þetta fyrr en eftirá, í hádeginu? Hvað gerðist á miðvikudag? Þá gerðist nefnilega ýmislegt sem máli skiptir. Af hverju er svona viðkvæmt hver aðkoma lögreglunnar var að málinu á miðvikudag? Megin upplýsingar úr gögnum lögreglu um fyrstu daga rannsóknarinnar, koma fram í ódagsettri samantekt sem Haukur undirritar. Hún hefst svona: „Fimmtudaginn 21. nóvember 1974 kl. 09, var mér undirrituðum tilkynnt um hvarf Geirfinns Einarssonar, […] Þegar Ellert Skúlason tilkynnti hvarf Geirfinns til lögreglu voru fyrirliggjandi upplýsingar frá vinnufélaga hans, […] (skýrsla nr. 1) um síðasta fund þeirra félaga sem var um kl. 22.00 á þriðjudag.“ Sumsé, lögreglan vissi um hvarf Geirfinns á miðvikudag og fékk ákveðnar frum upplýsingar þá. Um það bera fleiri gögn vitni. Í gögnum lögreglu er vélrituð tilkynning frá lögreglunni í Keflavík þar sem lýst er eftir Geirfinni. Þau sömu gögn eru í fórum Ríkisútvarpsins. Haukur hefur greinilega unnið mjög rösklega þann morguninn, því frá kl 9 þegar Ellert kom á lögreglustöðina, var hann búinn að gera allt í senn, meðtaka tilkynninguna um mannshvarf, fá lýsingu á útliti hins horfna manns, klæðnaði hans þegar hann hvarf, tímasetningu þegar hann fór að heiman, fá samþykki eiginkonunnar fyrir því að lýst yrði eftir manni hennar í útvarpi, vélrita tilkynninguna og senda á útvarpið þar sem hún var lesin kl 9:30 og aftur kl 11:30. Hann var svo snöggur að þessu að hann náði ekki einu sinni að taka formlega skýrslu af tilkynnandanum. Reyndar tók Keflavíkurlögreglan aldrei neina skýrslu af honum. Næst segir þú: „Áður en vika var liðin frá hvarfi Geirfinns fór ég fram á það á fundi með yfirmönnum og sérfræðingum Sakadóms Reykjavíkur að þeir tækju yfir rannsókn málsins“. Jahérna! Þér hefur þá alveg láðst að segja Hauki frá þessum tilgangi fundarins, því hann hefur margsinnis haldið því fram að þið hafið farið á þennan fund til að leita ráða og upplýsa að þið telduð ykkur þarna mögulega vera með mannshvarf af mannavöldum. Enda hélduð þið málinu og fenguð m.a.s. til þess aðstöðu á lögreglustöðinni í Reykjavík, sem þeir Haukur og Kiddi P. nýttu næstu mánuði önnum kafnir við rannsóknir sínar á „spíraþætti málsins“. III Þú skrifar: „Þann 4. júní 1975 lauk rannsókn málsins formlega í Keflavík með bréfi mínu til dómsmálaráðuneytisins.“ Ó! Áttir þú frumkvæði að því að dómsmálaráðuneytið sendi bréf til að ljúka málinu sem óupplýstu, svo Haukur þurfti að hætta rannsókninni á „spíraþættinum“ og öðrum bófahasar með Kidda Pé, svo sem um litasjónvarpssmyglara? Næst segir þú um Geirfinnsmálið í Reykjavík: „Sá þáttur rannsóknar Geirfinnsmálsins tengdist á engan hátt rannsókn málsins í Keflavík.“ Ég trúi því algjörlega að þér hafði aldrei dottið í hug að þetta framhald yrði á málinu. Reykjavíkurrannsóknin var öll á sandi byggð, reyndar á kviksyndi. En, í henni var prjónaður ljótur leisti við þann lepp sem þú og þínir fitjuðu uppá. Svo vitnar þú í grein mína: „Síðast bauðst þú þig fram til að argast í fjórmenningunum sem sátu lengi í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa banað Geirfinni, til að sannfæra þá um að öll lygin í málinu hafi verið komin frá Erlu Bolladóttur og hinum hraðlygnu félögum þeirra.“ Þér yfirsást greinilega að skrifa niðurlag þeirrar málsgreinar: „Samt veist þú að lygin byrjaði hjá þér og óð síðan áfram eins og sinueldur í hvassviðri.“ Eftir þetta birtir þú bréf sem þrír fjórmenninganna sendu þér og segir að það hreki fullyrðingar mínar. Þar halda þeir því fram að þeir hafi átt frumkvæði að því að fá þig til að koma fram fyrir þeirra hönd eftir að hæstiréttur hafði sýknað áður dæmda af báðum morðunum. Að öðru leyti lýsa þeir sínu sjónarhorni á Geirfinnsmálið í Reykjavík, þar sem þeir voru sannarlega illu beittir. Þeir hafa væntanlega líka haft frumkvæði af því að senda þér þetta bréf núna. IV Þú skrifar: „Á meðan ég var að skrifa þessa grein ákvað ég að hringja í þessa nafngreindu vinkonu sem ég fann á ja.is, kynnti mig og las fyrir hana þessa fullyrðingu. Skemmst er frá að segja að hún kvaðst vita hver ég væri en hafa aldrei séð mig í eigin persónu.“ Það var að vísu ekki búið að finna upp ja.is árið 1974, en þessi vinkona flutti inn til eiginkonu hins horfna manns daginn eftir að hann hvarf og var hennar nánasta trúnaðarvinkona, auk þess sem hún hafði fleiri tengingar sem máli skiptu. Það að hún hafi aldrei séð þig í eigin persónu, segir talsvert um hvað þér yfirsást á þessum tíma. IV & V Þú skrifar: „Mér er ekki kunnugt um að fram hafi farið jafn ítarleg athugun á störfum rannsakenda nokkurs máls eins og Geirfinnsmálsins. Þannig fór árið 1979 fram opinber rannsókn á málsmeðferð lögreglunnar í Keflavík sem sá ekkert aðfinnsluvert. Þann 4. febrúar 2003 skilaði síðan Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður skýrslu til dómsmálaráðuneytisins en hún hafði verið settur saksóknari til að framkvæma opinbera rannsókn á tildrögum þess að Magnús Leópoldsson var grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns. Skýrslan er um 100 bls. og voru yfir 40 aðilar yfirheyrðir án þess að þar sé neitt að finna sem styður ávirðingar Soffíu.“ Ég og við sem höfum leitað svara við því hvað gerðist sem olli hvarfi Geirfinns, höfum líka lesið báðar þessar rannsóknir og skýrslur þeirra, en höfum að vísu ekki haft aðgang að frumgögnum Láru V, sem hún byggir skýrslu sína á. Í bókinni Leiti að Geirfinni, er farið ítarlega yfir það hvað kom fram í þeim rannsóknum og hvað rannsakendum yfirsást við þær. Af rýni á því sem fram kemur í báðum rannsóknunum er ljóst að Leirfinnur var unninn án samráðs við lykilvitnið, afgreiðslukonuna sem talaði við símhringjandann (Leirfinn) augliti til auglits og að hún samþykkti aldrei að Leirfinnur líktist símhringjandanum. Nokkur vitni bera þar að Haukur og Kiddi Pé hafi margsinnis veifað myndum af Magnúsi Leopoldssyni og sent lögreglumenn með þær til bæði teiknara og leirlistarkonunnar sem gerði Leirfinn. Þar til viðbótar hefur rannsókn okkar sýnt fram á það með fyrirliggjandi gögnum hvernig Leirfinnur var búinn til og er í raun skilgetið afkvæmi Kidda Pé. Þetta afkvæmi lést þú, sem stjórnunarlegur ábyrgðarmaður rannsóknarinnar, þér vel líka. Þú upplýsir að þegar þú hafir komist að því að í október 2023 að skýrsla Láru V væri ekki aðgengileg, hafir þú skrifað dómsmálaráðuneytinu og óskað eftir því að skýrslan yrði gerð opinber og ítrekað það erindi í janúar 2025. Þér og lesendum til upplýsingar þá hefur sú skýrsla verið öllum aðgengileg á internetinu í 20 ár og hin eldri er öllum aðgengileg á Þjóðskjalasafninu. Þú segir líka í tilvitnuðu bréfi þínu: „…að mér var veitt staða sakaðs manns við skýrslutöku í málinu en ég hafði sett fram þá kröfu til að sýna fram á að rannsókn sem þessi var réttarfarslega á skjön við grundvallarreglur um réttláta meðferð sakamála.“ Fyrst að seinni hlutanum, þetta með lagatæknilega skjön við grundvallarreglur. Þú ert einn af fleiri lögfræðingum og ríkissaksóknurum sem lögðust gegn rannsókn þeirri sem Láru V var falin. Það þurfti tvær lagabreytingar á Alþingi til að koma henni á. Fyrsta lagabreytingin var að heimila ríkissaksóknara að láta rannsaka mál sem voru fyrnd, þegar rík ástæða væri til. Allt mögulegt misferli ykkar sem rannsökuðu Geirfinnsmál frá upphafi og áfram, voru fyrndar sakir þótt upp myndu komast svo löngu síðar. Svo ríkissaksóknari neitaði að fara að lögum sem fóru svona á skjön við aðrar gildandi grundvallarreglur, sumsé neitaði að rannsaka fyrnd mál. Næsta lagabreyting heimilaði dómsmálaráðherra að skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka slík mál, en jafnframt að þar yrðu engir sakfelldir ef upp kæmu sakir sem væru fyrndar að lögum. Þess vegna var enginn með réttarstöðu sakbornings í rannsókn Láru, af því að ljóst var að í þeim þætti sem hún átti að rannsaka væru mögulegar sakir fyrndar. Svo að réttarstöðu þinni. Þér var veitt réttarstaða sakbornings við rannsókn Láru V vegna þess að þú krafðist þess sjálfur og sóttir það fast. Hvað felst í réttarstöðu sakbornings er þér fullkunnugt um. Þeim sem hefur réttarstöðu sakbornings er ekki skylt að veita neinar þær upplýsingar sem geta sakbent viðkomandi sjálfan. Því er öðruvísi háttað með fólk sem hefur réttarstöðu vitnis. Vitni er skylt að segja satt og rétt frá og draga ekkert undan sem máli skiptir, að viðlagðri refsingu ef frá er vikið. Þú sumsé kaust að þurfa hvorki að segja satt og rétt frá, né að draga ekkert undan sem máli skiptir. Annars snýst þetta mál ekki um þig, þú ert bara aukapersóna, sem var rangur maður á röngum stað. Málið snýst um Geirfinn Einarsson, fjölskylduföður sem var til og var sviptur lífi 32 ára gamall. Höfundur kom að útgáfu bókarinnar Leitin að Geirfinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Valtýr Sigurðsson f.v. ríkissaksóknari og sá sem stýrði rannsókninni á hvarfi Geirfinns Einarssonar í Keflavík þriðjudagskvöldið 19. nóvember 1974, skrifar grein á Vísir 11. okt. s.l. þar sem hann svarar grein minni á visir.is frá 27. ágúst s.l. Æ, ég var víst búin að lofa þér Valtýr að svara þér lið fyrir lið. Svo nú lít ég upp úr öðru annríki og hér kemur svarið. Þú skrifar: „Í upphafi greinar Soffíu á Vísi.is segir: „Valtýr hefur haldið því fram að hann hafi mestmegnis bara verið formlegur yfirmaður rannsóknarinnar, en að Haukur Guðmundssonar rannsóknarlögreglumaður hafi borið ábyrgð á henni og hann ekki skipt sér þar mikið af.“ Síðan skrifar þú: „Í heilsíðugrein minni í Morgunblaðinu 31. október 1998:„Nokkur atriði um rannsókn Geirfinnsmálsins,“ segist ég hafa haft yfirumsjón með rannsókninni. Síðan segir: „Ég ber því stjórnunarlega ábyrgð á upphafsrannsókn málsins.“ Rangfærsla Soffíu hvað þetta varðar fellur því um sjálfa sig.“ Þarna stólar þú á að sá sem les niðurlag einnar málsgreinar hafi alveg gleymt því hvað stóð í þeirri næstu á undan. Svo skrifar þú næst að í viðtali við Hauk Guðmundsson, f.v. rannsóknarlögreglumann, í DV 14. sept. hafi Haukur hrakið fullyrðingar mínar lið fyrir lið. Hið rétta er að hann hélt ýmsu fram en hrakti ekkert. I Þú skrifar: „Það er rétt að rifja upp að mér er enn í fersku minni þegar Haukur Guðmundsson kom á skrifstofu mína [fimmtudag] 21. nóvember 1974, eða tveimur dögum eftir hvarf Geirfinns, og skýrði mér frá undarlegum aðdraganda að hvarfi hans. Hann taldið málið alvarlegt og ég tók undir það og sagði eitthvað á þessa leið: „Nú rannsökum við þetta mál og látum ekki nægja að sporhundurinn Nonni gangi nokkra hringi.“ Ástæða þessa orðalags var að fyrr á árinu hafði Guðmundur Einarsson horfið í Hafnarfirði og sporhundur var mikið notaður við leitina án árangurs.“ Minni ykkar félaga hefur ekki alltaf verið jafn ferskt um það hvenær þið hittust á skrifstofu þinni og hvor ykkar átti frumkvæði að því. Hins vegar ber ykkur saman um að þú hafi sagt að þetta mál skyldi rannsaka vandlega. Svo þetta með sporhundinn. Hver kallaði hann til á miðvikudagskvöld? Þú varst sjálfur afskapleg ánægður með hundinn þegar þú sagðir fréttamönnum fyrst frá honum. Haukur stóð þá þér við hlið og sagði ekki bofs um hundinn, enda vissi hann þá ekki bofs um sporhundinn. Hann hefur fullyrt við mig að hann hafi ekki kallað eftir þessum hundi og viti ekki hver gerði það, en að það hljóti að hafa verið þú. Hundurinn rakti slóð Geirfinns eins langt og hún náði og ekkert annað. Hitt að þú hafir sett þarna út á hundinn af því hann fann ekki Guðmund, er eftirásaga. Fyrir það fyrsta þá kafsnjóaði í Hafnarfirði janúarnóttina sem Guðmundur hvarf og þann snjó tók ekki upp í bráð. Fyrir það annað, þá hafði þessi sporhundur skilað nokkrum leitum með góðum árangri og þar á meðal í einu mannshvarfi nokkrum dögum áður en Geirfinnur hvarf. II Þú skrifar: „Geirfinnur fór frá heimili sínu í Keflavík kvöldið 19. nóvember 1974 í Hafnarbúðina.“ Vissulega fór Geirfinnur í Hafnarbúðina fyrr um kvöldið, um það vitna tvær manneskjur sem þekktu hann vel og sáu hann þar. Hann fór þaðan og kom heim til sín um kl 22:15, en hann fór ekki aftur í Hafnarbúðina og hann fór reyndar ekki heldur áleiðis í Hafnarbúðina. Þú skrifar: „Lögreglan í Keflavík lýsti eftir honum í útvarpi næsta dag.“ Reyndar lýsti lögreglan eftir honum á fimmtudag 21., í útvarpinu fyrir hádegi. Vissir þú ekkert um þetta fyrr en eftirá, í hádeginu? Hvað gerðist á miðvikudag? Þá gerðist nefnilega ýmislegt sem máli skiptir. Af hverju er svona viðkvæmt hver aðkoma lögreglunnar var að málinu á miðvikudag? Megin upplýsingar úr gögnum lögreglu um fyrstu daga rannsóknarinnar, koma fram í ódagsettri samantekt sem Haukur undirritar. Hún hefst svona: „Fimmtudaginn 21. nóvember 1974 kl. 09, var mér undirrituðum tilkynnt um hvarf Geirfinns Einarssonar, […] Þegar Ellert Skúlason tilkynnti hvarf Geirfinns til lögreglu voru fyrirliggjandi upplýsingar frá vinnufélaga hans, […] (skýrsla nr. 1) um síðasta fund þeirra félaga sem var um kl. 22.00 á þriðjudag.“ Sumsé, lögreglan vissi um hvarf Geirfinns á miðvikudag og fékk ákveðnar frum upplýsingar þá. Um það bera fleiri gögn vitni. Í gögnum lögreglu er vélrituð tilkynning frá lögreglunni í Keflavík þar sem lýst er eftir Geirfinni. Þau sömu gögn eru í fórum Ríkisútvarpsins. Haukur hefur greinilega unnið mjög rösklega þann morguninn, því frá kl 9 þegar Ellert kom á lögreglustöðina, var hann búinn að gera allt í senn, meðtaka tilkynninguna um mannshvarf, fá lýsingu á útliti hins horfna manns, klæðnaði hans þegar hann hvarf, tímasetningu þegar hann fór að heiman, fá samþykki eiginkonunnar fyrir því að lýst yrði eftir manni hennar í útvarpi, vélrita tilkynninguna og senda á útvarpið þar sem hún var lesin kl 9:30 og aftur kl 11:30. Hann var svo snöggur að þessu að hann náði ekki einu sinni að taka formlega skýrslu af tilkynnandanum. Reyndar tók Keflavíkurlögreglan aldrei neina skýrslu af honum. Næst segir þú: „Áður en vika var liðin frá hvarfi Geirfinns fór ég fram á það á fundi með yfirmönnum og sérfræðingum Sakadóms Reykjavíkur að þeir tækju yfir rannsókn málsins“. Jahérna! Þér hefur þá alveg láðst að segja Hauki frá þessum tilgangi fundarins, því hann hefur margsinnis haldið því fram að þið hafið farið á þennan fund til að leita ráða og upplýsa að þið telduð ykkur þarna mögulega vera með mannshvarf af mannavöldum. Enda hélduð þið málinu og fenguð m.a.s. til þess aðstöðu á lögreglustöðinni í Reykjavík, sem þeir Haukur og Kiddi P. nýttu næstu mánuði önnum kafnir við rannsóknir sínar á „spíraþætti málsins“. III Þú skrifar: „Þann 4. júní 1975 lauk rannsókn málsins formlega í Keflavík með bréfi mínu til dómsmálaráðuneytisins.“ Ó! Áttir þú frumkvæði að því að dómsmálaráðuneytið sendi bréf til að ljúka málinu sem óupplýstu, svo Haukur þurfti að hætta rannsókninni á „spíraþættinum“ og öðrum bófahasar með Kidda Pé, svo sem um litasjónvarpssmyglara? Næst segir þú um Geirfinnsmálið í Reykjavík: „Sá þáttur rannsóknar Geirfinnsmálsins tengdist á engan hátt rannsókn málsins í Keflavík.“ Ég trúi því algjörlega að þér hafði aldrei dottið í hug að þetta framhald yrði á málinu. Reykjavíkurrannsóknin var öll á sandi byggð, reyndar á kviksyndi. En, í henni var prjónaður ljótur leisti við þann lepp sem þú og þínir fitjuðu uppá. Svo vitnar þú í grein mína: „Síðast bauðst þú þig fram til að argast í fjórmenningunum sem sátu lengi í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa banað Geirfinni, til að sannfæra þá um að öll lygin í málinu hafi verið komin frá Erlu Bolladóttur og hinum hraðlygnu félögum þeirra.“ Þér yfirsást greinilega að skrifa niðurlag þeirrar málsgreinar: „Samt veist þú að lygin byrjaði hjá þér og óð síðan áfram eins og sinueldur í hvassviðri.“ Eftir þetta birtir þú bréf sem þrír fjórmenninganna sendu þér og segir að það hreki fullyrðingar mínar. Þar halda þeir því fram að þeir hafi átt frumkvæði að því að fá þig til að koma fram fyrir þeirra hönd eftir að hæstiréttur hafði sýknað áður dæmda af báðum morðunum. Að öðru leyti lýsa þeir sínu sjónarhorni á Geirfinnsmálið í Reykjavík, þar sem þeir voru sannarlega illu beittir. Þeir hafa væntanlega líka haft frumkvæði af því að senda þér þetta bréf núna. IV Þú skrifar: „Á meðan ég var að skrifa þessa grein ákvað ég að hringja í þessa nafngreindu vinkonu sem ég fann á ja.is, kynnti mig og las fyrir hana þessa fullyrðingu. Skemmst er frá að segja að hún kvaðst vita hver ég væri en hafa aldrei séð mig í eigin persónu.“ Það var að vísu ekki búið að finna upp ja.is árið 1974, en þessi vinkona flutti inn til eiginkonu hins horfna manns daginn eftir að hann hvarf og var hennar nánasta trúnaðarvinkona, auk þess sem hún hafði fleiri tengingar sem máli skiptu. Það að hún hafi aldrei séð þig í eigin persónu, segir talsvert um hvað þér yfirsást á þessum tíma. IV & V Þú skrifar: „Mér er ekki kunnugt um að fram hafi farið jafn ítarleg athugun á störfum rannsakenda nokkurs máls eins og Geirfinnsmálsins. Þannig fór árið 1979 fram opinber rannsókn á málsmeðferð lögreglunnar í Keflavík sem sá ekkert aðfinnsluvert. Þann 4. febrúar 2003 skilaði síðan Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður skýrslu til dómsmálaráðuneytisins en hún hafði verið settur saksóknari til að framkvæma opinbera rannsókn á tildrögum þess að Magnús Leópoldsson var grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns. Skýrslan er um 100 bls. og voru yfir 40 aðilar yfirheyrðir án þess að þar sé neitt að finna sem styður ávirðingar Soffíu.“ Ég og við sem höfum leitað svara við því hvað gerðist sem olli hvarfi Geirfinns, höfum líka lesið báðar þessar rannsóknir og skýrslur þeirra, en höfum að vísu ekki haft aðgang að frumgögnum Láru V, sem hún byggir skýrslu sína á. Í bókinni Leiti að Geirfinni, er farið ítarlega yfir það hvað kom fram í þeim rannsóknum og hvað rannsakendum yfirsást við þær. Af rýni á því sem fram kemur í báðum rannsóknunum er ljóst að Leirfinnur var unninn án samráðs við lykilvitnið, afgreiðslukonuna sem talaði við símhringjandann (Leirfinn) augliti til auglits og að hún samþykkti aldrei að Leirfinnur líktist símhringjandanum. Nokkur vitni bera þar að Haukur og Kiddi Pé hafi margsinnis veifað myndum af Magnúsi Leopoldssyni og sent lögreglumenn með þær til bæði teiknara og leirlistarkonunnar sem gerði Leirfinn. Þar til viðbótar hefur rannsókn okkar sýnt fram á það með fyrirliggjandi gögnum hvernig Leirfinnur var búinn til og er í raun skilgetið afkvæmi Kidda Pé. Þetta afkvæmi lést þú, sem stjórnunarlegur ábyrgðarmaður rannsóknarinnar, þér vel líka. Þú upplýsir að þegar þú hafir komist að því að í október 2023 að skýrsla Láru V væri ekki aðgengileg, hafir þú skrifað dómsmálaráðuneytinu og óskað eftir því að skýrslan yrði gerð opinber og ítrekað það erindi í janúar 2025. Þér og lesendum til upplýsingar þá hefur sú skýrsla verið öllum aðgengileg á internetinu í 20 ár og hin eldri er öllum aðgengileg á Þjóðskjalasafninu. Þú segir líka í tilvitnuðu bréfi þínu: „…að mér var veitt staða sakaðs manns við skýrslutöku í málinu en ég hafði sett fram þá kröfu til að sýna fram á að rannsókn sem þessi var réttarfarslega á skjön við grundvallarreglur um réttláta meðferð sakamála.“ Fyrst að seinni hlutanum, þetta með lagatæknilega skjön við grundvallarreglur. Þú ert einn af fleiri lögfræðingum og ríkissaksóknurum sem lögðust gegn rannsókn þeirri sem Láru V var falin. Það þurfti tvær lagabreytingar á Alþingi til að koma henni á. Fyrsta lagabreytingin var að heimila ríkissaksóknara að láta rannsaka mál sem voru fyrnd, þegar rík ástæða væri til. Allt mögulegt misferli ykkar sem rannsökuðu Geirfinnsmál frá upphafi og áfram, voru fyrndar sakir þótt upp myndu komast svo löngu síðar. Svo ríkissaksóknari neitaði að fara að lögum sem fóru svona á skjön við aðrar gildandi grundvallarreglur, sumsé neitaði að rannsaka fyrnd mál. Næsta lagabreyting heimilaði dómsmálaráðherra að skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka slík mál, en jafnframt að þar yrðu engir sakfelldir ef upp kæmu sakir sem væru fyrndar að lögum. Þess vegna var enginn með réttarstöðu sakbornings í rannsókn Láru, af því að ljóst var að í þeim þætti sem hún átti að rannsaka væru mögulegar sakir fyrndar. Svo að réttarstöðu þinni. Þér var veitt réttarstaða sakbornings við rannsókn Láru V vegna þess að þú krafðist þess sjálfur og sóttir það fast. Hvað felst í réttarstöðu sakbornings er þér fullkunnugt um. Þeim sem hefur réttarstöðu sakbornings er ekki skylt að veita neinar þær upplýsingar sem geta sakbent viðkomandi sjálfan. Því er öðruvísi háttað með fólk sem hefur réttarstöðu vitnis. Vitni er skylt að segja satt og rétt frá og draga ekkert undan sem máli skiptir, að viðlagðri refsingu ef frá er vikið. Þú sumsé kaust að þurfa hvorki að segja satt og rétt frá, né að draga ekkert undan sem máli skiptir. Annars snýst þetta mál ekki um þig, þú ert bara aukapersóna, sem var rangur maður á röngum stað. Málið snýst um Geirfinn Einarsson, fjölskylduföður sem var til og var sviptur lífi 32 ára gamall. Höfundur kom að útgáfu bókarinnar Leitin að Geirfinni.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar