„Græna gímaldið“ fer ekki fet Árni Sæberg skrifar 29. október 2025 11:25 Hér má sjá „græna gímaldið“ og blokk Búseta. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum Búseta um að „græna gímaldið“ svokallaða í Álfabakka verði rifið. Í úrskurði nefndarinnar segir að Búseti, sem á blokkina að Árskógum 5-7, hafi kært þá ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 3. júlí 2025 að synja kröfu um afturköllun byggingarleyfis vegna mannvirkis á lóð nr. 2A við Álfabakka og stöðvun framkvæmda við mannvirkið, að það verði fjarlægt og allt jarðrask afmáð. Þess hafi verið krafist að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Þess hafi jafnframt verið krafist að framkvæmdir sem hafnar væru eða yfirvofandi yrðu stöðvaðar á meðan málið væri til meðferðar fyrir úrskurðarnefndinni. Þeirri kröfu hafi þegar verið hafnað með úrskurði nefndarinnar í ágúst. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem mál sem varðar „græna gímaldið“ ratar fyrir úrskurðarnefndina. Hún hefur þegar hafnað kröfum íbúa í Árskógum um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar, um að kjötvinnsla í húsinu sé ekki háð umhverfismati. Fyrri kæru vísað frá Í úrskurði nefndarinnar nú segir að með erindi byggingarfulltrúa, dagsettu í nóvember í fyrra, farið fram á stöðvun yfirstandandi framkvæmda við Álfabakka 2A þar sem framkvæmdin væri ekki í samræmi við skipulag og verulega umfangsmeiri en íbúar Árskóga 5–7 hefðu mátt vænta í ljósi útgefins byggingarleyfis og upplýsinga frá skipulagsfulltrúa. Beiðninni hafi verið synjað af hálfu byggingarfulltrúa með bréfi í desember sama ár. Ákvörðun byggingarfulltrúa hafi verið kærð til úrskurðarnefndarinnar með bréfi í janúar síðastliðnum. Á meðan málið var til meðferðar hafi byggingarfulltrúi, hinn 30. janúar sama ár, tilkynnt að framkvæmdir við kjötvinnslu á 1. hæð í Álfabakka 2A yrðu tafarlaust stöðvaðar og með hliðsjón af því hafi kærunni verið vísað frá með úrskurði. Skipulagsstofnun sammála byggingafulltrúanum Með bréfi til byggingarfulltrúa í apríl síðastliðnum hafi Búseti ítrekað kröfur sínar um stöðvun framkvæmda og gert kröfu um að mannvirkið yrði fjarlægt og jarðrask afmáð. Í bréfinu hafi jafnframt verið farið fram á að byggingarfulltrúi afturkallaði byggingarleyfið. Búseti hafi borið því við að byggingarleyfið væri ekki í samræmi við lög, ekki hafi legið fyrir upplýsingar um notkun mannvirkisins við útgáfu byggingarleyfis, afstöðumyndir hafi ekki uppfyllt kröfur byggingarreglugerðar, ekki hafi farið fram mat á hvort framkvæmdin væri umhverfismatsskyld og að staðfestir séruppdrættir hafi ekki legið fyrir fyrr en í október og nóvember 2024. Í maí hafi legið fyrir álit Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð starfsemi kjötvinnslu að Álfabakka 2A væri ekki háð umhverfismati samkvæmt lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Með bréfi í júlí hafi byggingarfulltrúi synjað kröfum Búseta um afturköllun byggingarleyfis og beitingu þvingunarúrræða vegna mannvirkis á lóð nr. 2A við Álfabakka. Ekkert sem bendir til að byggingin samræmist ekki skipulagi Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að mannvirkjalögum sé tekið fram að sú breyting hafi verið gerð frá fyrri lögum að byggingarfulltrúa sé heimilt en ekki skylt að beita þvingunarúrræðum. Þar komi fram að eðlilegt sé að ákvörðun um beitingu úrræðanna sé metin í hverju tilviki, meðal annars með tilliti til meðalhófs. Ákvörðun um beitingu þvingunarúrræða sé því háð mati stjórnvalds hverju sinni og gefi sveitarfélögum kost á að bregðast við sé gengið gegn almannahagsmunum þeim sem búa að baki mannvirkjalögum, svo sem skipulags-, öryggis- og heilbrigðishagsmunum. Það fari því eftir atvikum hvort þvingunarúrræðum verði beitt í tilefni af framkvæmd sem telst vera ólögmæt. Með hliðsjón af þessu verði ekki talið að einstaklingum sé tryggður lögvarinn réttur til að knýja byggingaryfirvöld til beitingar þvingunarúrræða vegna einstaklingshagsmuna, enda séu þeim tryggð önnur réttarúrræði til að verja þá hagsmuni sína. Þótt beiting þvingunarúrræða sé háð mati stjórnvalds þurfi ákvörðun þess efnis að vera studd efnislegum rökum, meðal annars með hliðsjón af þeim hagsmunum sem búa að baki lagaheimildum og fylgja þurfi meginreglum stjórnsýsluréttarins, svo sem um rannsókn máls og að málefnaleg sjónarmið búi að baki ákvörðun. Í hinni kærðu ákvörðun byggingarfulltrúa hafi komið fram að í niðurstöðu stöðuúttektar frá 19. desember 2024 hafi ekki verið sjáanleg frávik frá aðaluppdráttum. Hæðarkóti, nýtingarhlutfall og fjöldi hæða hússins sé í samræmi við skipulag og ekkert sem bendi til þess að mannvirkið samræmist ekki skipulagi. Verður með vísan til þess ekki talið að hin kærða ákvörðun hvað þetta varðar sé nú haldin annmörkum. Öllum kröfum Búseta hafi því verið hafnað. Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Reykjavík Úrskurðar- og kærunefndir Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Í úrskurði nefndarinnar segir að Búseti, sem á blokkina að Árskógum 5-7, hafi kært þá ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 3. júlí 2025 að synja kröfu um afturköllun byggingarleyfis vegna mannvirkis á lóð nr. 2A við Álfabakka og stöðvun framkvæmda við mannvirkið, að það verði fjarlægt og allt jarðrask afmáð. Þess hafi verið krafist að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Þess hafi jafnframt verið krafist að framkvæmdir sem hafnar væru eða yfirvofandi yrðu stöðvaðar á meðan málið væri til meðferðar fyrir úrskurðarnefndinni. Þeirri kröfu hafi þegar verið hafnað með úrskurði nefndarinnar í ágúst. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem mál sem varðar „græna gímaldið“ ratar fyrir úrskurðarnefndina. Hún hefur þegar hafnað kröfum íbúa í Árskógum um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar, um að kjötvinnsla í húsinu sé ekki háð umhverfismati. Fyrri kæru vísað frá Í úrskurði nefndarinnar nú segir að með erindi byggingarfulltrúa, dagsettu í nóvember í fyrra, farið fram á stöðvun yfirstandandi framkvæmda við Álfabakka 2A þar sem framkvæmdin væri ekki í samræmi við skipulag og verulega umfangsmeiri en íbúar Árskóga 5–7 hefðu mátt vænta í ljósi útgefins byggingarleyfis og upplýsinga frá skipulagsfulltrúa. Beiðninni hafi verið synjað af hálfu byggingarfulltrúa með bréfi í desember sama ár. Ákvörðun byggingarfulltrúa hafi verið kærð til úrskurðarnefndarinnar með bréfi í janúar síðastliðnum. Á meðan málið var til meðferðar hafi byggingarfulltrúi, hinn 30. janúar sama ár, tilkynnt að framkvæmdir við kjötvinnslu á 1. hæð í Álfabakka 2A yrðu tafarlaust stöðvaðar og með hliðsjón af því hafi kærunni verið vísað frá með úrskurði. Skipulagsstofnun sammála byggingafulltrúanum Með bréfi til byggingarfulltrúa í apríl síðastliðnum hafi Búseti ítrekað kröfur sínar um stöðvun framkvæmda og gert kröfu um að mannvirkið yrði fjarlægt og jarðrask afmáð. Í bréfinu hafi jafnframt verið farið fram á að byggingarfulltrúi afturkallaði byggingarleyfið. Búseti hafi borið því við að byggingarleyfið væri ekki í samræmi við lög, ekki hafi legið fyrir upplýsingar um notkun mannvirkisins við útgáfu byggingarleyfis, afstöðumyndir hafi ekki uppfyllt kröfur byggingarreglugerðar, ekki hafi farið fram mat á hvort framkvæmdin væri umhverfismatsskyld og að staðfestir séruppdrættir hafi ekki legið fyrir fyrr en í október og nóvember 2024. Í maí hafi legið fyrir álit Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð starfsemi kjötvinnslu að Álfabakka 2A væri ekki háð umhverfismati samkvæmt lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Með bréfi í júlí hafi byggingarfulltrúi synjað kröfum Búseta um afturköllun byggingarleyfis og beitingu þvingunarúrræða vegna mannvirkis á lóð nr. 2A við Álfabakka. Ekkert sem bendir til að byggingin samræmist ekki skipulagi Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að mannvirkjalögum sé tekið fram að sú breyting hafi verið gerð frá fyrri lögum að byggingarfulltrúa sé heimilt en ekki skylt að beita þvingunarúrræðum. Þar komi fram að eðlilegt sé að ákvörðun um beitingu úrræðanna sé metin í hverju tilviki, meðal annars með tilliti til meðalhófs. Ákvörðun um beitingu þvingunarúrræða sé því háð mati stjórnvalds hverju sinni og gefi sveitarfélögum kost á að bregðast við sé gengið gegn almannahagsmunum þeim sem búa að baki mannvirkjalögum, svo sem skipulags-, öryggis- og heilbrigðishagsmunum. Það fari því eftir atvikum hvort þvingunarúrræðum verði beitt í tilefni af framkvæmd sem telst vera ólögmæt. Með hliðsjón af þessu verði ekki talið að einstaklingum sé tryggður lögvarinn réttur til að knýja byggingaryfirvöld til beitingar þvingunarúrræða vegna einstaklingshagsmuna, enda séu þeim tryggð önnur réttarúrræði til að verja þá hagsmuni sína. Þótt beiting þvingunarúrræða sé háð mati stjórnvalds þurfi ákvörðun þess efnis að vera studd efnislegum rökum, meðal annars með hliðsjón af þeim hagsmunum sem búa að baki lagaheimildum og fylgja þurfi meginreglum stjórnsýsluréttarins, svo sem um rannsókn máls og að málefnaleg sjónarmið búi að baki ákvörðun. Í hinni kærðu ákvörðun byggingarfulltrúa hafi komið fram að í niðurstöðu stöðuúttektar frá 19. desember 2024 hafi ekki verið sjáanleg frávik frá aðaluppdráttum. Hæðarkóti, nýtingarhlutfall og fjöldi hæða hússins sé í samræmi við skipulag og ekkert sem bendi til þess að mannvirkið samræmist ekki skipulagi. Verður með vísan til þess ekki talið að hin kærða ákvörðun hvað þetta varðar sé nú haldin annmörkum. Öllum kröfum Búseta hafi því verið hafnað.
Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Reykjavík Úrskurðar- og kærunefndir Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira