Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar 29. október 2025 08:03 Sú var tíðin að orkuiðnaðurinn var allur að heitið geti í almannaeign. Um aldamótin komu tilmæli frá Evrópusambandinu um að hann skyldi markaðsvæddur. Almenningur mætti hafa eignarhaldið á hendi en fara með það á forsendum markaðslögmála, engar millifærslur væru lengur heimilar á milli framleiðslu, dreifingar og smásölu. Allt rekið sem sjálfstæðar markaðseiningar. Þessar breytingar hafa verið teknar í áföngum, svokölluðum orkupökkum 1,2,3 og svo 4.Síðan kom að því eins og vænta mátti að þannig sinnaðir stjórnmálamenn vildu nýta sér þessa markaðsvæðingu raforkugeirans með því að láta einkaaðila fá rekstur einstakra eininga í hendur. Þeir rækju allt betur en hið opnibera var fullyrt. Í þessum anda var sett það skilyrði þegar farið var að selja HS orku á sínum tíma að einvörðungu einkaaðilar mættu bjóða í kaupin.Svo var selt. Stjórnmálamenn andvígir þessari stefnu sögðu þetta misráðið, gróðahagsmunir fjárfesta ættu hvergi að koma nærri grunnþjónustu á borð við orkumálin. Sumum fannst þó skömminni skárra að ef lífeyrissjóðir kæmu að málum, þá nytu lífeyrisþegar alltént góðs af gróða og þegar allt kæmi til alls hlytu lífeyrissjóðirnir að gæta hagsmuna almennings. Vitnað í greinaskrif fyrrverandi ríkisskattstjóra En svo er reynslan að koma í ljós. Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, fær ekki orða bundist og skrifar mjög athyglisverðar greinar i tímaritið Vísbendingu sem birtust fyrr í mánuðinum. Hann bendir þar á eftirfarandi: Eigendur HS orku, sem eru erlendir fjárfestar og íslenskir lífeyrissjóðir, 14 talsins, ákváðu að veita sjálfum sér lán á háum vöxtum sem virðist hafa haft það eina markmið að hlunnfara ríkissjóð um skatttekjur. Lífeyrissjóðirnir stofnuðu félag um þessa lánveitingu; félag með framkvæmdastjóra og launuðum stjórnmönnum sem lífeyrisjóðirnir skipa. Félagið hefur þann tilgang einan að því er virðist að halda utan um lánið til sjálfs sín. Orðrétt segir Indriði um þetta: „Á árinu 2022 ákváðu eigendur HS Orku hf., fjárfestingasjóðir Ancala Partners og Jarðvarmi slhf, að veita félagi í sameign þeirra, HS Orka Holding hf, 38 milljón dollara lán til 7 ára með 10,9% vöxtum. HS Orka Holding hf lánaði dótturfélagi sínu, HS Orku hf, fé þetta með sömu skilmálum. Á miðju ári 2024 var ákveðið að framlengja lánstímann til ágúst 2034 þ.e alls til 12 ára. Lánið jafngildir um 5,5 mrd. íslenskra króna. Vextir eru ekki greiddir árlega en færðir til hækkunar á höfuðstóli lánsins. Þeir voru um 600 m.kr. fyrsta árið en fara vaxandi í um 1,8 mrd.kr. síðasta árið. Í lok lánstímans verður höfuðstóll lánsins orðinn um 18,3 mrd.kr. Vextir og vaxtavextir á tímabilinu, 13 mrd.kr., munu lækka tekjuskattstofn HS Orku hf um þá fjárhæð og lækka tekjuskatt félagsins um 2,6 mrd. kr. Reiknaður tekjuskattur félagsins 2023 og 2024 hefur þegar lækkað um 240 m.kr. vegna þessa.”Það gefur auga leið að HS Orka hagnast á þessum snúningi; nú sýnir bókhald HS orku gífurlega vaxtabyrði, við það minnka skattaálögur en fyrirtækið verður betur aflögufært til að greiða eigendum arð. En hver tapar? Það erum við sem reiðum okkur á skatthirslur ríkissjóðs um fjármögnun velferðarkerfisins. Þangað renna nú minni skattar. Hverjir hafa gert þetta gerlegt? Eðlilega byrja menn á því að horfa til lífeyrissjóðanna í landinu og þá kannski staðnæmast menn fyrst við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Þar sitja fulltrúar ríkisstarfsmanna sem eiga allt sitt undir ríkissjóði komið og fulltrúar fjármálaráðherra sem eiga að gæta hagsmuna fjármálaráðuneytisins í stjórn. Þessir aðilar hafa gert þetta gerlegt, vitandi eða sem líklegra er, ómeðvitandi. Hvort tveggja væri ámælisvert. (Sjá nánar skrif Indriða H. Þorlákssonar hér) En hvers vegna þegir þing og hvers vegna þegja félagar í lífeyrissjóðunum? Af flokkum sem nú sitja á þingi er svo að sjá að þeir telji sig hafa hagsmuni af þögninni. Þeir hafi átt þátt í einkavæðingunni eða þá að þeir eiga aðild að ríkisstjórn sem ekki má trufla í farsælum störfum sínum! Og spyrja má hvort félagar í lífeyrissjóðunum vilji ekki láta það spyrjast að þeir séu að hnýta í fulltrúa sína í stjórnum lífeyrissjóðanna. Upplýsingar Indriða H. Þorlákssonar verða að fá umræðu En gagnrýni jafngildir ekki óvild. Í þjóðfélagi sem vill vera opið og lýðræðislegt er reynt að byggja eftirlit og aðhald inn í gangverk kerfisins – checks and balances hefur það verið kallað á ensku.Þegar gangverkið starfar eins og því er ætlað er það ekki á grundvelli óvildar heldur vegna þess að einstök tannhjól eru að snúast eins og þeim er ætlað.En svo eru það fjölmiðlarnir. Hvað skýrir þögn þeirra?Spyr sá sem ekki veit.En hitt veit ég að upplýsingar Indriða H. Þorlákssonar verða að fá umræðu. Og það rækilega umræðu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og fyrrverandi stjórnarmaður í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Orkumál Lífeyrissjóðir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sú var tíðin að orkuiðnaðurinn var allur að heitið geti í almannaeign. Um aldamótin komu tilmæli frá Evrópusambandinu um að hann skyldi markaðsvæddur. Almenningur mætti hafa eignarhaldið á hendi en fara með það á forsendum markaðslögmála, engar millifærslur væru lengur heimilar á milli framleiðslu, dreifingar og smásölu. Allt rekið sem sjálfstæðar markaðseiningar. Þessar breytingar hafa verið teknar í áföngum, svokölluðum orkupökkum 1,2,3 og svo 4.Síðan kom að því eins og vænta mátti að þannig sinnaðir stjórnmálamenn vildu nýta sér þessa markaðsvæðingu raforkugeirans með því að láta einkaaðila fá rekstur einstakra eininga í hendur. Þeir rækju allt betur en hið opnibera var fullyrt. Í þessum anda var sett það skilyrði þegar farið var að selja HS orku á sínum tíma að einvörðungu einkaaðilar mættu bjóða í kaupin.Svo var selt. Stjórnmálamenn andvígir þessari stefnu sögðu þetta misráðið, gróðahagsmunir fjárfesta ættu hvergi að koma nærri grunnþjónustu á borð við orkumálin. Sumum fannst þó skömminni skárra að ef lífeyrissjóðir kæmu að málum, þá nytu lífeyrisþegar alltént góðs af gróða og þegar allt kæmi til alls hlytu lífeyrissjóðirnir að gæta hagsmuna almennings. Vitnað í greinaskrif fyrrverandi ríkisskattstjóra En svo er reynslan að koma í ljós. Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, fær ekki orða bundist og skrifar mjög athyglisverðar greinar i tímaritið Vísbendingu sem birtust fyrr í mánuðinum. Hann bendir þar á eftirfarandi: Eigendur HS orku, sem eru erlendir fjárfestar og íslenskir lífeyrissjóðir, 14 talsins, ákváðu að veita sjálfum sér lán á háum vöxtum sem virðist hafa haft það eina markmið að hlunnfara ríkissjóð um skatttekjur. Lífeyrissjóðirnir stofnuðu félag um þessa lánveitingu; félag með framkvæmdastjóra og launuðum stjórnmönnum sem lífeyrisjóðirnir skipa. Félagið hefur þann tilgang einan að því er virðist að halda utan um lánið til sjálfs sín. Orðrétt segir Indriði um þetta: „Á árinu 2022 ákváðu eigendur HS Orku hf., fjárfestingasjóðir Ancala Partners og Jarðvarmi slhf, að veita félagi í sameign þeirra, HS Orka Holding hf, 38 milljón dollara lán til 7 ára með 10,9% vöxtum. HS Orka Holding hf lánaði dótturfélagi sínu, HS Orku hf, fé þetta með sömu skilmálum. Á miðju ári 2024 var ákveðið að framlengja lánstímann til ágúst 2034 þ.e alls til 12 ára. Lánið jafngildir um 5,5 mrd. íslenskra króna. Vextir eru ekki greiddir árlega en færðir til hækkunar á höfuðstóli lánsins. Þeir voru um 600 m.kr. fyrsta árið en fara vaxandi í um 1,8 mrd.kr. síðasta árið. Í lok lánstímans verður höfuðstóll lánsins orðinn um 18,3 mrd.kr. Vextir og vaxtavextir á tímabilinu, 13 mrd.kr., munu lækka tekjuskattstofn HS Orku hf um þá fjárhæð og lækka tekjuskatt félagsins um 2,6 mrd. kr. Reiknaður tekjuskattur félagsins 2023 og 2024 hefur þegar lækkað um 240 m.kr. vegna þessa.”Það gefur auga leið að HS Orka hagnast á þessum snúningi; nú sýnir bókhald HS orku gífurlega vaxtabyrði, við það minnka skattaálögur en fyrirtækið verður betur aflögufært til að greiða eigendum arð. En hver tapar? Það erum við sem reiðum okkur á skatthirslur ríkissjóðs um fjármögnun velferðarkerfisins. Þangað renna nú minni skattar. Hverjir hafa gert þetta gerlegt? Eðlilega byrja menn á því að horfa til lífeyrissjóðanna í landinu og þá kannski staðnæmast menn fyrst við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Þar sitja fulltrúar ríkisstarfsmanna sem eiga allt sitt undir ríkissjóði komið og fulltrúar fjármálaráðherra sem eiga að gæta hagsmuna fjármálaráðuneytisins í stjórn. Þessir aðilar hafa gert þetta gerlegt, vitandi eða sem líklegra er, ómeðvitandi. Hvort tveggja væri ámælisvert. (Sjá nánar skrif Indriða H. Þorlákssonar hér) En hvers vegna þegir þing og hvers vegna þegja félagar í lífeyrissjóðunum? Af flokkum sem nú sitja á þingi er svo að sjá að þeir telji sig hafa hagsmuni af þögninni. Þeir hafi átt þátt í einkavæðingunni eða þá að þeir eiga aðild að ríkisstjórn sem ekki má trufla í farsælum störfum sínum! Og spyrja má hvort félagar í lífeyrissjóðunum vilji ekki láta það spyrjast að þeir séu að hnýta í fulltrúa sína í stjórnum lífeyrissjóðanna. Upplýsingar Indriða H. Þorlákssonar verða að fá umræðu En gagnrýni jafngildir ekki óvild. Í þjóðfélagi sem vill vera opið og lýðræðislegt er reynt að byggja eftirlit og aðhald inn í gangverk kerfisins – checks and balances hefur það verið kallað á ensku.Þegar gangverkið starfar eins og því er ætlað er það ekki á grundvelli óvildar heldur vegna þess að einstök tannhjól eru að snúast eins og þeim er ætlað.En svo eru það fjölmiðlarnir. Hvað skýrir þögn þeirra?Spyr sá sem ekki veit.En hitt veit ég að upplýsingar Indriða H. Þorlákssonar verða að fá umræðu. Og það rækilega umræðu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og fyrrverandi stjórnarmaður í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun