Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar 25. október 2025 11:01 Í Norðurþingi höfum við alltaf vitað að styrkur samfélagsins felst ekki í byggingum heldur í fólkinu. Það sem gerir staðinn okkar lifandi eru tengslin, samkenndin og viljinn til að taka höndum saman þegar á reynir. Við notum orðið samfélag á hverjum degi: samfélag kennara, samfélag íþróttafólks, samfélag íbúa. En hvað felst í orðinu samfélag? Það er ekki bara að búa á sama stað. Samfélag verður ekki til nema við viljum bera ábyrgð hvert á öðru. Í litlu sveitarfélagi eins og okkar sést þetta skýrar en víðast hvar annars staðar. Hér hittumst við í sundlauginni, á íþróttaleikjum, á foreldrafundum og í búðinni. Við vitum hverjir eru nýfluttir og hverjir eiga erfitt. Við vitum líka að þegar við stöndum saman getum við tekist á við stór verkefni hvort sem það snýst um að efla bæjarandann, halda betur utan um fólkið okkar eða skapa ný tækifæri í atvinnulífinu. Samfélagið þarf á slíkri samstöðu að halda. En það þarf líka eitthvað frá okkur öllum. Það þarf að við látum okkur hvort annað varða. Að við mætum á opna fundi, tölum saman í stað þess að tala framhjá hvert öðru og að við tökum þátt í að móta framtíðina í stað þess að bíða eftir að einhver annar geri það. Samfélag er ekki þjónusta sem við þiggjum, það er samvinnuverkefni sem við eigum öll hlutdeild í. Verkefnið er stórt og flókið en það léttist umtalsvert ef við leggjum okkar af mörkum. Við sem tilheyrum samfélaginu þurfum að koma með hugmyndir, sjá tækifæri þar sem aðrir sjá vandamál og þora að prófa nýjar leiðir. Samfélag sem vill vaxa þarf ekki bara samstöðu, heldur líka sköpunarkraft og hugrekki til að breyta hlutum til hins betra. Við höfum séð hvað gerist þegar traustið rofnar, þegar umræðan verður beitt og fólki hættir til að sjá fyrst það sem skilur okkur að, í stað þess sem sameinar okkur. Þá gleymum við því að við eigum í raun sömu óskir: að börnin okkar fái tækifæri til að lifa hér góðu lífi, að atvinnulífið sé sterkt og að samfélagið okkar sé öruggt og lifandi. Það er á þessum grunni sem framtíð Norðurþings byggist. Ef við getum hlustað hvert á annað, átt samtöl frekar en rifrildi og unnið sameiginlega að lausnum, þá getum við gert meira en að halda samfélaginu gangandi. Við getum gert það að fyrirmynd þess hvernig litlar byggðir víða um land geta blómstrað með samstöðu og virðingu að leiðarljósi. Samfélag er ekki eitthvað sem við eigum, það er eitthvað sem við gerum, saman. Höfundur er oddviti S-lista Samfylkingar og óháðra í Norðurþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Norðurþing Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í Norðurþingi höfum við alltaf vitað að styrkur samfélagsins felst ekki í byggingum heldur í fólkinu. Það sem gerir staðinn okkar lifandi eru tengslin, samkenndin og viljinn til að taka höndum saman þegar á reynir. Við notum orðið samfélag á hverjum degi: samfélag kennara, samfélag íþróttafólks, samfélag íbúa. En hvað felst í orðinu samfélag? Það er ekki bara að búa á sama stað. Samfélag verður ekki til nema við viljum bera ábyrgð hvert á öðru. Í litlu sveitarfélagi eins og okkar sést þetta skýrar en víðast hvar annars staðar. Hér hittumst við í sundlauginni, á íþróttaleikjum, á foreldrafundum og í búðinni. Við vitum hverjir eru nýfluttir og hverjir eiga erfitt. Við vitum líka að þegar við stöndum saman getum við tekist á við stór verkefni hvort sem það snýst um að efla bæjarandann, halda betur utan um fólkið okkar eða skapa ný tækifæri í atvinnulífinu. Samfélagið þarf á slíkri samstöðu að halda. En það þarf líka eitthvað frá okkur öllum. Það þarf að við látum okkur hvort annað varða. Að við mætum á opna fundi, tölum saman í stað þess að tala framhjá hvert öðru og að við tökum þátt í að móta framtíðina í stað þess að bíða eftir að einhver annar geri það. Samfélag er ekki þjónusta sem við þiggjum, það er samvinnuverkefni sem við eigum öll hlutdeild í. Verkefnið er stórt og flókið en það léttist umtalsvert ef við leggjum okkar af mörkum. Við sem tilheyrum samfélaginu þurfum að koma með hugmyndir, sjá tækifæri þar sem aðrir sjá vandamál og þora að prófa nýjar leiðir. Samfélag sem vill vaxa þarf ekki bara samstöðu, heldur líka sköpunarkraft og hugrekki til að breyta hlutum til hins betra. Við höfum séð hvað gerist þegar traustið rofnar, þegar umræðan verður beitt og fólki hættir til að sjá fyrst það sem skilur okkur að, í stað þess sem sameinar okkur. Þá gleymum við því að við eigum í raun sömu óskir: að börnin okkar fái tækifæri til að lifa hér góðu lífi, að atvinnulífið sé sterkt og að samfélagið okkar sé öruggt og lifandi. Það er á þessum grunni sem framtíð Norðurþings byggist. Ef við getum hlustað hvert á annað, átt samtöl frekar en rifrildi og unnið sameiginlega að lausnum, þá getum við gert meira en að halda samfélaginu gangandi. Við getum gert það að fyrirmynd þess hvernig litlar byggðir víða um land geta blómstrað með samstöðu og virðingu að leiðarljósi. Samfélag er ekki eitthvað sem við eigum, það er eitthvað sem við gerum, saman. Höfundur er oddviti S-lista Samfylkingar og óháðra í Norðurþingi.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun