Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 25. október 2025 08:02 Stafræn opinber þjónusta er í grunnin sú sama í öllum sveitarfélögum landsins. Það getur því flækt málin þegar sveitarfélög eru hvert í sínu horni með hinar og þessar lausnir sem allar eiga að gera það sama. Slíkt fyrirkomulag er bæði flókið og kostnaðarsamt fyrir alla. Það hlýtur að vera markmið allra sveitarfélaga að auka skilvirkni í þjónustu og gera hana með því eins notendavæna og kostur er. Þrátt fyrir virk samtöl, fundi og alls kyns viljayfirlýsingar undanfarin ár á vettvangi Sambands Íslenskra sveitarfélaga, hefur hins vegar lítið gerst hvað varðar samræmingu opinberrar stafrænnar þjónustu. Þessu þarf að breyta. Sameining sveitarfélaga - skref í átt að skilvirkni Stafræn opinber þjónusta sveitarfélaga á hinum Norðurlöndunum virðist vera komin lengra.Dönsk sveitarfélög hafa til að mynda sameinað sína upplýsingatækni með stofnuninni „Kombit,“ sem sér um innleiðingu og rekstur hugbúnaðarlausna fyrir sveitarfélögin. Kombit sér einnig um stafræna þróun og samningagerð varðandi innkaup. Með þessu samstarfi sparast bæði fjármunir og tími. Samvinna af þessu tagi einfaldar þannig alla þjónustu við íbúa sveitarfélaganna. Sameining sveitarfélaga hér á landi undanfarin ár hefur í för með sér hagræði í rekstri en býður líka upp á möguleika á meiri samræmingu í stafrænni þjónustu sveitarfélaga. Þess vegna er mikilvægt að sveitarstjórnarfólk leggi sig meira fram varðandi samvinnu þegar kemur að stafrænum lausnum. Sameiginleg stafræn stefna Það er mikilvægt að Reykjavík í krafti stærðar sinnar sýni meira frumkvæði en hún hefur gert í að leiða saman sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar samræmingu stafrænna þjónustulausna. Ef stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu næðu betur saman hvað þetta varðar, yrði eflaust auðveldara fyrir þau minni að ganga inn í einhvern slíkan pakka. Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár verið með „stafræna stefnu“ í smíðum á meðan ríkið og sum önnur sveitarfélög hafa nú þegar innleitt slíka stefnu hjá sér. En stafræn stefna allra opinberra aðila ætti í raun að vera sú sama. Í stafrænni stefnu þarf að skilgreina hvaða þjónustu á að veita ásamt meðferð og öryggi gagna. Þjónustan og meðferð gagna ætti öll að vera samkvæmt sömu öryggisstöðlum og verklagi óháð stjórnsýslustigi og staðsetningu. Gervigreind Stofnanir og stjórnsýsla ríkis og sveitarfélaga þurfa að geta nýtt sér tækni gervigreindar á sameiginlegum vettvangi til að auka skilvirkni og bæta þjónustu við íbúa. Þróun gervigreindar hefur á stuttum tíma verið í ákveðnum veldisvexti. Þess vegna er brýnna en áður að opinberir aðilar samræmi enn frekar verkferla, hugbúnað og tækni þannig að innleiðing og öryggi í gervigreindarlausnum verði eins vel tryggt og hægt er. Í náinni framtíð mun gervigreindin þurfa upp að vissu marki að sýsla með persónuleg gögn og upplýsingar. Sjálfvirkni og tímasparnaður sem af þessari tækni leiðir mun verða stór hluti af upplýsinga- og þjónustumiðlun hins opinbera. Þörf er á sterkbyggðum og stöðluðum öryggisramma í meðferð á sameiginlegum „hafsjó“ opinberra gagna þegar gervigreind er annars vegar. Stafrænt Ísland Allt frá stofnun stafræna Íslands á sínum tíma hefur ríkið verið leiðandi í samræmingu stafrænnar opinberrar þjónustu. Þjónustugáttin island.is er vettvangur fyrir alla stafræna opinbera þjónustu. Sveitarfélögum á Íslandi hefur lengi staðið til boða að nýta sér þjónustu stafræna Íslands. Þau eru mörg nú þegar að nota margt af því sem þar er í boði en betur má ef duga skal. Sveitarfélögin þurfa að taka höndum saman og hætta að keppa hvert í sínu horni um stafrænar lausnir sem allar þjóna sama tilgangi. Þau ættu þvert á móti að sameinast um framtíðarsýn ríkis og sveitarfélaga og vinna saman að innleiðingu allra þjónustulausna, með öryggi og hag almennings að leiðarljósi. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í stafrænu ráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Sjá meira
Stafræn opinber þjónusta er í grunnin sú sama í öllum sveitarfélögum landsins. Það getur því flækt málin þegar sveitarfélög eru hvert í sínu horni með hinar og þessar lausnir sem allar eiga að gera það sama. Slíkt fyrirkomulag er bæði flókið og kostnaðarsamt fyrir alla. Það hlýtur að vera markmið allra sveitarfélaga að auka skilvirkni í þjónustu og gera hana með því eins notendavæna og kostur er. Þrátt fyrir virk samtöl, fundi og alls kyns viljayfirlýsingar undanfarin ár á vettvangi Sambands Íslenskra sveitarfélaga, hefur hins vegar lítið gerst hvað varðar samræmingu opinberrar stafrænnar þjónustu. Þessu þarf að breyta. Sameining sveitarfélaga - skref í átt að skilvirkni Stafræn opinber þjónusta sveitarfélaga á hinum Norðurlöndunum virðist vera komin lengra.Dönsk sveitarfélög hafa til að mynda sameinað sína upplýsingatækni með stofnuninni „Kombit,“ sem sér um innleiðingu og rekstur hugbúnaðarlausna fyrir sveitarfélögin. Kombit sér einnig um stafræna þróun og samningagerð varðandi innkaup. Með þessu samstarfi sparast bæði fjármunir og tími. Samvinna af þessu tagi einfaldar þannig alla þjónustu við íbúa sveitarfélaganna. Sameining sveitarfélaga hér á landi undanfarin ár hefur í för með sér hagræði í rekstri en býður líka upp á möguleika á meiri samræmingu í stafrænni þjónustu sveitarfélaga. Þess vegna er mikilvægt að sveitarstjórnarfólk leggi sig meira fram varðandi samvinnu þegar kemur að stafrænum lausnum. Sameiginleg stafræn stefna Það er mikilvægt að Reykjavík í krafti stærðar sinnar sýni meira frumkvæði en hún hefur gert í að leiða saman sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar samræmingu stafrænna þjónustulausna. Ef stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu næðu betur saman hvað þetta varðar, yrði eflaust auðveldara fyrir þau minni að ganga inn í einhvern slíkan pakka. Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár verið með „stafræna stefnu“ í smíðum á meðan ríkið og sum önnur sveitarfélög hafa nú þegar innleitt slíka stefnu hjá sér. En stafræn stefna allra opinberra aðila ætti í raun að vera sú sama. Í stafrænni stefnu þarf að skilgreina hvaða þjónustu á að veita ásamt meðferð og öryggi gagna. Þjónustan og meðferð gagna ætti öll að vera samkvæmt sömu öryggisstöðlum og verklagi óháð stjórnsýslustigi og staðsetningu. Gervigreind Stofnanir og stjórnsýsla ríkis og sveitarfélaga þurfa að geta nýtt sér tækni gervigreindar á sameiginlegum vettvangi til að auka skilvirkni og bæta þjónustu við íbúa. Þróun gervigreindar hefur á stuttum tíma verið í ákveðnum veldisvexti. Þess vegna er brýnna en áður að opinberir aðilar samræmi enn frekar verkferla, hugbúnað og tækni þannig að innleiðing og öryggi í gervigreindarlausnum verði eins vel tryggt og hægt er. Í náinni framtíð mun gervigreindin þurfa upp að vissu marki að sýsla með persónuleg gögn og upplýsingar. Sjálfvirkni og tímasparnaður sem af þessari tækni leiðir mun verða stór hluti af upplýsinga- og þjónustumiðlun hins opinbera. Þörf er á sterkbyggðum og stöðluðum öryggisramma í meðferð á sameiginlegum „hafsjó“ opinberra gagna þegar gervigreind er annars vegar. Stafrænt Ísland Allt frá stofnun stafræna Íslands á sínum tíma hefur ríkið verið leiðandi í samræmingu stafrænnar opinberrar þjónustu. Þjónustugáttin island.is er vettvangur fyrir alla stafræna opinbera þjónustu. Sveitarfélögum á Íslandi hefur lengi staðið til boða að nýta sér þjónustu stafræna Íslands. Þau eru mörg nú þegar að nota margt af því sem þar er í boði en betur má ef duga skal. Sveitarfélögin þurfa að taka höndum saman og hætta að keppa hvert í sínu horni um stafrænar lausnir sem allar þjóna sama tilgangi. Þau ættu þvert á móti að sameinast um framtíðarsýn ríkis og sveitarfélaga og vinna saman að innleiðingu allra þjónustulausna, með öryggi og hag almennings að leiðarljósi. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í stafrænu ráði
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun